IMG_5173

Viðtal við Marco Evaristti gjörningalistamann. Verið meira opin fyrir nýjum hlutum!

Ég spjallaði svolítið við Marco í dag og hann samþykkti viðtal við mig fyrir monroe.is.

ég pistlamyndValdís Samúelsdóttir

 

Segðu okkur svolítið frá þér, hvaðan færð þú innblásturinn þinn fyrir „pink art“ þemanu þínu?
Ég er fæddur 1965, ég ólst upp í Chile en var svo ættleiddur af kaþólskri fjölskyldu. Flutti 16 ára til Ísraels þegar ég komst að því að ég væri gyðingur. Flutti þaðan til London þegar ég var 21 árs, giftist danskri konu, flutti til Kaupmannahafnar og kláraði menntun mína sem arkitekt hjá Henning Larson, þessi sem bjó til tónlistarhöllina ykkar! Skildi svo fyrir þremur árum, ég á þrjú börn og vinn í frítímanum mínum sem arkitekt hjá stúdíói í Bankok og í kaupmannahöfn.

Af hverju valdir þú Ísland fyrir þennan listgjörning?
Af því þið eigið náttúruperlur sem tilheyra öllum, ekki bara einum manni og hans fjölskyldu. Ekki einhverjum sem á nógu mikið af peningum til að kaupa landið. Ég hef verið að framkvæma þessa gjörninga frá árinu 2004, og ég vel alltaf náttúru íkona. Til að sjá fleiri af mínum gjörningum er hægt að sjá það á evarastti.com
The Ardio Rosso project, The mont Rouge project, The red crack project og The icecube project og núna The Geysir project. Það fylgja skýringar með hverju og einu þeirra á vefsíðunni minni!

får

Ert þú jafn hissa og ég á neikvæðu viðbrögðunum sem þú hefur fengið frá Íslendingum?
Já mjög hissa! Ég hélt að fólk hérna væri meira frjálst og ekki svona miklir hræsnarar,þeir eru uppfullir af tvöföldu siðgæði. Ég notaði ávaxta lit sem eyðileggur ekkert í náttúrunni, svo já mjög hissa!

Hvað megum við eiga von á í framtíðinni frá þér?
Það er algjört hernaðarleyndarmál! Sem enginn fær að vita.

Ert þú ástfanginn?
Af náttúrunni já.

Áttu listagyðju sem veitir þér innblástur?
Gyðjan mín er ástríðan mín, ég er mjög hrifnæmur rómantíkus.

Hverjir eru þínir uppáhalds listamenn? Og af hverju?
Marcel Ducamp, Joseph Beuys, Kafka, Marquis De Sade, Neruda, Jose Ortega, Y Gasset, Albert Camus og fleiri, ástæðan er einföld, þeir eru heiðarlegir í sinni list og það á list skilið!

Einhver lokaorð fyrir Íslendingana?
Verið meira opin fyrir nýjum hlutum, Ekki vera með útlendinga hatur, Ekki gagnrýna án grundvallar, og skilið náttúrunni aftur til fólksins!

Hér má sjá nokkrar myndir af listaverkunum hans.

IMG_5507 Geysir_small2
får IMG_5173
kamel-høj Geysir_small4

 

Hér er hægt að sjá vefinn hans með myndum og myndböndum evaristti.com

Viðtal tekið af Valdísi Rán Samúelsdóttur.

900

Athugasemdir

BlazRoca Frumsýnir tónlistarmyndbandið Fyrirliðinn á Lavabar.

Next Story »

Lakkaðu á þér neglurnar til að styðja við Bruce Jenner!