alli bakmynd

Viðtal við Alfreð Pálsson, annar eigandi Fitness verslun

Alfreð eða Alli sem er annar eigandi að fitness verslun, er í góðu skapi ný lentur í bænum frá Akureyri, og ég í minni brjáluðu ofvirkni verð að fá að taka viðtal við hann núna! Alli eins og hann er pollrólegur en til í allt, samþykkir og við hittumst upp í Fitness verslun og tökum stutt spjall. Mér leikur forvitni á að vita allt um hans ferðalag í líkamsræktar heiminum, kosti þess að nota fæðubótarefnin og hvað sé heilbrigði? ( Ein að skrifa hér með kaffi í annari og súkkulaði í hinni). Ég reyni að fá Alla til að sannfæra mig um að ég sé á réttri braut með namminu en þá sýnir hann mér CLA & raspberry ketone sem á að loka á allt þetta craving mitt, það verður prófað á morgun “lofa”.

11148907_927743747246028_1247373674_n

kíktu við! Nægt úrval af eðal vörum.

 

Alli og ég ræðum um líkamsdýrkun og ég spyr hann hvort allir sem fara að æfa í ræktinni séu með það markmið að fara út í fitness, og hvort það sé eina ástæðan til að byrja að æfa? ( Því týpur eins og ég eru ekki að nenna því) Alli segir að það sé mikill munur á því að rækta líkama sinn eða að þrýsta líkama sínum í form sem miðast út frá ákveðnum öfgum. Keppnis manneskja í þessum bransa er með allt sitt þaulskipulagt og mikil vinna liggur að baki þess að ná því formi sem þarf á keppnisdaginn sjálfan, en fólk sem er í sjálfsrækt, það mætir 3x í viku til að byggja upp hreysti.

Þarf fólk fæðubótaefni?

Það er mjög gott að nota þau með, en það þarf að nota þau rétt. Það þarf að fá góðar leiðbeiningar svo að fæðubótarefnin nýtist eins og þau eiga að gera, við hér í Fitness verslun erum alltaf til í að leiðbeina og gefa ráð og við hvetjum fólk til að spyrja okkur um allt sem það vill vita, engin spurning er heimskuleg spurning. En hollt matarræði er það sem skiptir mestu máli og hreyfing.

 

prótein súpa, gott fyrir upptekið fólk!

prótein súpa, gott fyrir upptekið fólk!

 

Fylstu með, því þessi pakki verður gefin á monroe.is í næstu viku!

Fylstu með, því þessi pakki verður gefin á monroe.is í næstu viku!

 

Við lestur á samfélagsmiðlum, upplifir maður ákveðin ótta við fordóma ef fólk er í yfirvigt. Það óttast að mæta og upplifa að vera dæmt. Upplifir þú að það sé að gerast, að fólk sé dæmt?

Alls ekki! Allir sem eru komnir í flott form, byrjuðu einmitt á sama stað og manneskjan sem er að mæta í fyrsta skipti. Ég hvet alla til að fresta því ekki að mæta og ekki byrja með að fara út að ganga, heldur bara að mæta og jafnvel fá sér þjálfara, svo þú sért ekki ein/einn og fáir hvatninguna sem þú þarft.

Mín skoðun er þjálfarar eru bara af því góða, því þeir hjálpa þér að ná þeim árangri sem þú vilt ná. Þeir hjálpa þér að setja markmið, hjálpa til með matarræði og hvetja þig til að ná markmiðum þínum og finna þína leið. Það er betra að byrja rétt heldur en að vera að böðlast í þessu einn og gefast jafnvel upp.

Geta einstaklingar komið hingað upp í verslun og fengið aðstoð við að finna þjálfara?

Já að sjálfsögðu! Við þekkjum nánast alla í þessum bransa, og sponsum fullt af fólki sem er að þjálfa, svo bara ekki hika við að kíkja við.

Við  hlökkum til að taka á móti þér.

Svona að lokum, hvar er verslunin til staðar?

Við erum á Suðurlandsbraut 16 Reykjavík og Hrísalundi 5 á Akureyri

www.fitnessverslun.is

 

Viðtalið ver tekið af;

Valdísi Rán Samúelsdóttur, ritstjóra monroe.is

 

 

900

Athugasemdir

OMG! Sætast í heimi

Next Story »

Dömpað á facebook, einum of slæmt!