kreisí

Veruleikafirring “Ráðherra”

Veruleikafirring “Ráðherra”

Þegar að ég var lítil stúlka trúði ég að forsetinn væri valdamesta kona heims, og að Dabbi krull sæi til þess að allir væru ríkir og myndu lifa hamingjusamir það sem eftir væri… Ég virðist ekki vera ein um þessa veruleikafirringu, og kannski ekki skrítið þar sem ég og Simmi feiti kökusmetti erum svipað gömul að hann þjáist af sömu fyrringu og ég, nema ég óx upp úr minni. Hann er alinn upp við sömu heimskulegu hugsjónina að ef þú ert ráðherra eða þingmaður þá ræður þú! Sem ráðherra eða þingmaður gilda ekki sömu reglur um þig og aðra, t.d þú mátt stela, Árni steinatryllir stal þar senunni með að fá uppreisn æru og hélt sinni iðju áfram. Þú mátt ljúga, því kosningaloforð eru jú lygasúpa sem þarf ekki að efna nema að litlu leiti rétt fyrir kosningar svo að endurkjör sé jú öruggt. Þú mátt vera sauðheimskur og ekki hafa hugmynd um hvað sé að gerast í kringum þig og þar má nefna Bjögga heimska, sem mátti ekki mæta á fundi er tengdust fjármálum ríkisins því hann var talinn of vitlaus hann gæti nefnilega misst út úr sér á vitlausum stöðum að hér væru þjónar ríkis í löglegri “glæpa”starfsemi. Svo höfum við fólk sem er að segja okkur satt á meðan þeir sitja í stjórnarandstöðu, t.d Birgittu sjóræningja sem stal sannleikanum og setti hann á borðið en hún var bara lögð í einelti af vinsælu krökkunum sem virtust vera of upptekin við að vera eins og fávitar í fjölmiðlum.  Er Birna biluð plata þar efst á lista með Simma feita sitthvort skórinn. Það virðist vera lenska að vilja fávita til að stjórna, við erum öll haldin alvarlegri frændsemi og firringu þar sem að af 300.000 manns sögðust 4300 að mæta til að segja þessum ofvöxnu krakkaskítum að drulla sér af þingi, og láta fólk sem virkilega kann og vill bæta samfélagið okkar fá tækifæri á að vinna þá vinnu. Silfurskeiða frændinn þarf að víkja fyrir verkafólkinu sem kann til verka, sem hefur ekki hagsmuna sjálft að gæta í kvóta, bönkum, stjórnarsetu stórfyrirtækja og gamals auðs sem var stolið af fólkinu sem vann sér inn fyrir honum. Flokkar þurfa að leysast upp og fólk þarf að vera kosið. Ef við treystum okkur ekki í að taka frönsku byltinguna á þetta, þá erum við kannski bara þrælar að eigin vilja. Ekki bara kvarta gerðu! Facebook er ekki málið, róttækni er málið. Ertu ósátt/ur við stöðuna eins og hún er? Notaðu þá rétt þinn til mótmæla. Hættum að leyfa þjófum að arðræna okkur og okkar afkomendur! Hættum að leyfa misnotkun á valdi! Hættum að hygla frændsemi, hvað er það versta sem getur gerst? Það verður varla verra en það er núna. Þegar ráðherrar viðurkenna að þeir gætu ekki lifað af okkar launum, hvað er þá verið að segja okkur? Jú það sem er verið að segja er; þegiðu þræll og farðu að vinna, tíndu bómull og vertu þakklátur fyrir að við drepum þig ekki alveg, næstum því en ekki alveg! Við munum samt láta þig gista alvarlega veikann á spítala sem er myglaður með músagangi, með hjúkkur sem sinna starfinu af áhuga en eiga ekki mat út mánuðinn fyrir börnin sín. En mundu bara að við elskum þig næstum því elsku þræll! Við elskum þig næstum því svo mikið að okkur er orðið sama um þig. En ekki alveg, við viljum peningana frá þér, við viljum heilsuna þína, við viljum húsnæðið þitt. Við erum hórur sem gefum ekkert nema drátt í þurrt og skiljum þig eftir blankann, smitaðan, og við eyðileggjum fjölskylduna þína. Við erum hórur ekki þjónar. Við erum ríkishórurnar!

Valdís Rán Samúelsdóttir

900

Athugasemdir

Kynferðisafbrot: Þolandi á móti geranda

Next Story »

Hildur Lillendahl er ekki sjálfskipaður fulltrúi feminista. Þú kaust hana, ekki við.