hot-girl-at-bar-alone

„Váááá, ertu fáviti eða?“ og þannig lýkur okkar samskiptum.

„Loksins“ hugsa ég með mér! Kominn í bæinn með 2 félögum og ég ákveð að fá mér bjór. Ég kíki á barinn, röð eins og vanalega (en ekki hvað?). Upp að mér gengur stúlka ..“hæ“ segir hún. „Hæ“ svara ég. „Ætlarðu ekki að bjóða mér upp á bjór?“ kemur frá henni. „bjór“ svara ég, „nei, af hverju ætti ég að gera það? Þekkjumst við eða?“. Hún heldur áfram, ákveðin : „Nei, ekki enn, viltu ekki bjóða mér upp á drykk?“. Ég (þrjóska týpan) held áfram á móti : „Nei, einu tvær konurnar sem ég býð upp á drykk eru konan mín og systir, og þú ert hvorugt!“.
Einhvernveginn virðist þetta ekki stöðva hana, hún heldur áfram tvíefld : „Vá, djöfull ertu ömurlegur, vilt ekki bjóða mér upp á drykk!“

Á þessum tímapunkti er komið að mér og barþjónninn spyr mig hvað ég vil fá (og enn stendur stelpan hjá mér, að því er virðist vera, bíðandi eftir mér og öðru svari frá mér (hún var ekki mikið að reyna að tala við mig um annað greyið)). Þegar svo kemur að því að taka drykkina horfir hún á mig eins og hún eigi von á að ég hafi nú ákveðið að splæsa á hana bjór. Henni til mikilla vonbrigða tek ég vatnsglasið, færi til hennar á borðinu, óska henni góðs kvölds og tek bjórinn minn og orkudrykkinn og stefni á borðið þar sem félagar mínir sitja. Það síðasta sem ég heyri frá henni þegar ég sný baki í hana er : „Váááá, ertu fáviti eða?“ ..og þannig lýkur okkar samskiptum.
Ég sest við borðið hjá vinum mínum, ég drekk drykkinn minn, annar félagi minn sinn drykk og kvöldið okkar heldur áfram. Einhverju seinna um kvöldið (eftir að hafa farið á 2-3 aðra staði í millitíðinni og komið aftur á þann sem við byrjuðum á) sé ég sömu stúlkuna, á sama barnum, nota nákvæmlega sömu línurnar á einhvern annan gaur, sem virðist vera að bjóða henni upp á drykk að lokum.

Nú er spurningin mín þessi : Er bara sjálfgefið (og eðlilegt?) að gaurar bjóði einhverjum dömum í glas, sem virðast bara vera að því til þess eins að fiska frítt áfengi? Er það ekki álíka hallærislegt og gaurar sem bjóða stelpum í glas og ætlast til þess að fá að ríða í staðinn?
Til að stoppa suma kynbræður mína af strax, þá sorry en jú, það er fáranlegt og lélegt að ætlast til þess að það sé sjálfgefinn gjaldmiðill fyrir kynlíf að bjóða stelpu upp á drykk. Enginn töffaraskapur í því, alveg sama þótt einhverjir „sjomlar“ kunni að vera ósammála. I‘m just tellin‘ it like it is!
En svo ég haldi áfram.. Þá sorry dömur en svona taktík er rétt eins ömurleg. Brjóstin ykkar, líkami og líkamsop eiga ekki að vera sjálfgefinn gjaldmiðill fyrir frítt áfengi. For fu** sake leggið allavega á ykkur að kynnast gaurnum sem þið ætlist til að splæsi á ykkur drykk. Það er til alltof mikið af feimnum gaurum að reyna að drekka í sig kjark til þess eins að reyna að nálgast dömuna hinumegin við barinn, hvað þá að geta talað við hana. Svo hættið að misnota það (takið til sín sem eiga). :)

Eins með dömurnar (þessu er beint til ykkar strákar (takið líka til ykkar sem eigið)), það er til nóg af stúlkum sem eru jafnvel alveg eins feimnar og sumir gaurar og það er hægt að nálgast þær á margan annan (og betri) hátt en að fylla þær. Ekki að ég geti talað fyrir konur almennt á djamminu en eitthvað segir mér að meirihluti þeirra vilji kynnast gaurnum sem langar til að bjóða þeim upp á drykk. Ekki bara þiggja drykk og að þá „skuldi“ hún viðkomandi kynlíf eða eitthvað. Kannski er það bara ég en það er eitthvað ódýrt við að reyna að „borga“ konu (með áfengi) fyrir kynlíf, alveg eins og það er eitthvað ódýrt við að þiggja endalaust frítt áfengi frá gaurum sem eru annað hvort að vonast eftir kynlífi eða bara einfaldlega að „borga“ fyrir félagsskapinn.

Hvernig sem það er þá finnst mér við geta gert betur, og þá á ég við bæði kynin. :)
Auðvitað viljum við kannski bjóða hinu kyninu upp á drykk, ýmist til að brjóta ísinn, ef við erum með vinum eða vinkonum, við erum að deita viðkomandi eða hvað sem er annað sem gæti útskýrt það. Það er auðvitað eðlilegt og jafnvel hversdagslegt, en þegar kemur að þessari taktík sem ég talaði um hér að ofan þá finnst mér fólk vera farið að snúa þessu upp í hálfgerð viðskipti. Það eitt og sér er sorglegt. Hættum að ætlast til þessa af hinu kyninu, hvort sem er að viðkomandi borgi fyrir okkur áfengið okkar, eða að viðkomandi sofi hjá okkur í staðinn fyrir það. Erum við ekki öll betri en það? :)

 

900

Athugasemdir

Að vera samkvæmur sjálfum sér!

Next Story »

Kæru jólasveinar – Nú eru einungis fáeinir dagar þar til fyrsti bróðir ykkar, Stekkjastaur, leggur leið sína til byggða