maole52s5s5s

Uppistandararnir Marcus O‘Laoire og Louis Zezeran á Gauknum 25. og 26. Nóv!

Uppistand á Íslandi er að verða sívinsælla og hefur aldrei verið eins mikið framboð af uppistandskvöldum og er núna.

Til dæmis má ganga að því vísu að öll mánudagskvöld heldur uppistandshópurinn GoldengangComedy sýningu á Gauknum sem heitir ComeTalkFunny, sem fer öll fram á ensku. Núna í vikunni mun GoldengangComedy flytja inn sýna fyrstu erlendu uppistandara og munu þeir koma fram á Gauknum tvö kvöld í röð, nánar tiltekið á miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Uppistandararnir heita Marcus O‘Laiore og Louis Zezeran og mun Karl-Alari Varma vera kynnir.

Marcus O‘Laoire er frá Írlandi og hefur hitað upp fyrir uppistandara eins og Jim Jeffries og Michael Winslow og var fastráðinn kynnir í The Comedy Cellar í Dublin. Louis Zezeran er Ástralskur uppistandari sem að flutti til Eistlands fyrir 6 árum og hefur rekið hópinn Comedy Estonia þar síðan. Karl-Alari Varma, kynnir kvöldsins, er m.a. einn af þeim.

Hér má sjá Marcus O‘Laoire skemmta í Berlín í fyrra:

Hægt er að kaupa miða á https://tix.is/is/event/2340/comedy-estonia/ eða í hurð. Skot á barnum fylgir hverjum miða meðan að byrgðir endast!

900

Athugasemdir

Brekkusöngurinn á SPOT! Ert þú ein/n af þeim sem komast ekki á þjóðhátíð 2015?