WEST HOLLYWOOD, CA - JANUARY 23:  **EXCLUSIVE**  Minka Kelly and Leighton Meester at the Los Angeles Special Screening of Screen Gems "The Roommate" at Soho House screening room on January 23, 2011 in West Hollywood, California.  (Photo by Eric Charbonneau/WireImage)

Týndu tvíburar fræga fólksins!

Ég er nokkuð viss um að við eigum flest okkar tvífara einhversstaðar í heiminum, en það skrítnasta við fræga fólkið er að þau eiga tvífara sem eru á sama stað, yfirleitt með svipaðan feril og á svipuðum aldri! Mér finnst alveg merkilegt hvað þessar konur eru líkar, ætli þetta séu týndu tvíburar hvors annars?

America Ferrera og Jordin Sparks

America er þekktust fyrir leik sinn í þáttunum Ugly Betty, hún og söngkonan Jordin Sparks sem er þekktust fyrir að vinna American Idol þátttöku sína eru sláandi líkar.

Natalie Portman og Keira Knightley

Eins og þið vitið eflaust eru þær báðar leikkonur, á svipuðum aldri og það mætti halda að þær hefðu fundið týnda tvíbura sinn! Sagt er að þær eru svo líkar að mæður þeirra gátu ekki sagt til um hvor væri hvor.

Mila Kunis og Vanessa Hudgens

Mila Kunis er helst þekkt fyrir leik sinn í bíómyndinni Ted en hún og Disney stjarnan úr High School Musical eru mjög líkar! Kannski eru þær systur.

Minka Kelly og Leighton Meester

Leighton þekkja nú flest allir úr þáttunum Gossip Girl en hún og Minka Kelly léku einnig saman í The Roommate. Í myndinni leika þær herbergisfélaga þar sem önnur þeirra gengur aðeins yfir strikið – sagt er að stelpur sem eru mikið saman séu stundum með svipaðan persónuleik, en er þetta ekki aðeins of mikið?

Lake Bell og Amanda Peet

Lake Bell lék í vinsælu þáttunum um Boston Legal og Amanda hefur leikið í þáttum á borð við How I met your mother og Law and order. Hvort sem það er klippingin eða nefið þá eru þær mjög líkar!

Jamie Pressly og Margot Robbie

Jamie lék í þáttunum My name is Earl og er líklega frægust fyrir þá þætti, en Margot er frá Ástralíu og lék í þáttunum Neighbours. Hvor er hvað, það er spurningin.

Zooey Deschanel og Katy Perry

Söngkonan Katy Perry og Zooey aðal leikkonan í The New Girl eru mjög líklega þekktustu tvífararnir okkar. Ég hélt alltaf að Katy væri byrjuð í leiklistarbransanum, en svo var víst ekki! Ég er alltaf jafn hissa þegar ég sé þær.

Amy Adams og Isla Fisher

Amy lék td. í Disney myndinni Enchanted, á meðan Isla Fisher lék konuna með græna trefilinn í Confessions of a Shopaholic. Aftur, það gæti verið bara hárið.

Penelope Cruz og Paz Vega

Að lokum Penelope Cruz og Paz Vega, þær eru báðar spænskar, dökkhærðar og gullfallegar! Vissuð þið að það er Paz sem lék í Spanglish á móti Adam Sandler en ekki Penelope?

900

Athugasemdir

10 óvenjulegir staðir til að heimsækja

Next Story »

“Þú laðar að þér það sem þú vilt hverju sinni”