show_image (2)

Þú átt bara eftir að enda sem spikfeit flíspeysu mamma!

Og lokaorðin ”Þú átt bara eftir að enda sem spikfeit flíspeysu mamma í blokkar íbúð í fellunum!

Höfundur: Dagmar Rós

Bumbupistlar Dagmars.

Ég hef ekki átt auðveldustu meðgönguna og líklega eru þær margar þjáningasystur mínar þarna úti. Nú hef ég verið sett í straff frá öllu sem ætti að teljast eðlilegt fyrir flestum eins og að vinna eða bara almennt vera of mikið á ferðini.

Þar sem ég get ómögulega verið aðgerðalaus með öllu þar til meðgönguni líkur þá hef ég ákveðið að deila með ykkur minni upplifun af meðgönguni og öllu sem henni fylgir. Eins yndislegt og töfrandi það er að geta búið til barn og séð það koma í heiminn þá er þetta ekki alltaf dans á rósum og satt að segja oft erfitt og brösótt. Ég ætla ekki bara að skrifa um undur og yndisleika þess að vera þunguð því ég tel að það eigi ekki að þegja yfir hinni hliðini.

Ég heiti Dagmar og ég er 22 ára gömul að ganga með mitt fyrsta barn. Ég er komin 32 vikur á leið en fyrir ykkur sem þola ekki að fá tímann í vikum þá eru þetta 8 mánuðir. Mig langar að segja ykkur hvernig meðgangan mín er búin að vera, byrjum á fyrsta hlutanum sem er frá 0-12 vikur.

Rétt í kringum jólin er ég búin að vera aum í brjóstunum og orðin nokkrum dögum of sein og var með þessa tilfinningu um að ég væri ófrísk en trúði því samt ekki þar sem líkurnar voru ekki góðar um að ég gæti orðið ófrísk útaf  búið var að taka annan eggjaleiðarann og hinn ekki í góðu standi. Milli jóla og nýárs kíkti ég svo til vinkonu minnar og sagði henni frá þessu og það var brunað í næsta apótek og keypt þungunarpróf og mér sagt að gjöra svo vel að pissa á þetta prik, sem ég geri. Vinkona mín segir við mig að ég þurfi alveg að bíða í nokkrar min eftir niðurstöðum þannig ég kæmi bara fram á meðan, en neinei ég var varla búin að standa upp af klósettinu þá eru komnar tvær línur.

Ég vissi strax að ég ætlaði mér að eiga það, fannst ég vera að fá tækifæri til að verða mamma sem ég kannski fengi ekkert aftur. Þar sem ég kemst að þessu milli jóla og nýárs fékk ég ekki tíma hjá kvennsa fyrr en 4 janúar, guð minn góður 10 daga bið eftir að fá staðfestingu á þessu. Ég hélt að þetta ætlaði aldrei að líða en svo er ég búin að komast að því í dag að meðganga er ekkert nema bið !

4. janúar skottast ég svo til kvennsa með mömmu og vinkonu mína með mér í för, stressuð og spennt, hann gat séð að ég var ófrísk en var komin of stutt til að sjá litlu baunina þannig hann vildi fá mig aftur eftir 3 vikur (meiri bið). Á þessum tíma fannst mér vera komin tími til að segja barnsföðurnum frá þessu  fyrst ég var búin að fá staðfestingu á að þetta væri raunin.  Við vorum ekki í föstu sambandi en vorum búin að vera dingla okkur saman  í smá tíma, ég fæ hann til að hitta mig eitt kvöldið til að segja honum þetta og þvílíkt stress sem fylgdi þessu þvi ég vissi ekkert  hvernig viðbrögð hans gætu orðið.  Ég er alveg sannfærð alla vega um það núna að ég hefði alls ekki getað fengið verri viðbrögð en hann kastaði í andlitið á mér.

Maðurinn sem er 27 ára gamall sagðist ekki vilja eignast börn fyrr en hann væri búinn að vera giftur í svona 5 ár og komin í einbýlishús, sagðist vera tilbúin til að borga mér ákveðna upphæð ef ég færi í fóstureyðingu og  reyndi eins og hann gat að sannfæra mig um að fara í hana.

Og lokaorðin….

”Þú átt bara eftir að enda sem spikfeit flíspeysu mamma í blokkaríbúð í fellunum þar sem þú þarft að sofa i stofunni því það er ekki nóg pláss.”

ég veit að þetta var ekkert bara mín ákvörðun og kannski sjálfselska í mér að ákveða að halda barninu en það sem hann varð að fatta að þetta er kannski mitt eina tækifæri til að eignast barn.
En þrátt fyrir hans ákvörðun fyrir hann þá stóð ég með minni ákvörðun og litla krílisins sem væri fljótt að fara að vaxa inn í mér.

Ég hef ekki heyrt í honum síðan þetta gerðist en vonandi einn daginn áttar hann sig á hlutunum hans vegna. Í næsta ”kvennsatíma”
fæ ég að vita að ég sé komin  8 vikur á leið, ég sé litla krílið mitt og heyri lítinn hjartslátt samstundis fæ ég tár í augun. Þá og þar varð þetta raunverulegt. Næsta skref var að panta tíma í mæðraskoðun og 12 vikna sónar upp á landspítala(enþá meiri bið).

Á þessum tíma var ég endalaust þreytt með alla þessa ógleði ekki bara morgunógleði heldur sólahringsógleði. Ekki gat ég hugsað mér að halda þessari hamingju minni leyndri þannig að mín nánasta fjöldskylda og nánustu vinir og já samstarfólk mitt fékk að vita þetta og voru vinkonur mínar og fjöldskylda rosalega ánægð með þessar fréttir, sérstaklega mamma þar sem hún er að fara að fá sitt fyrsta barnabarn. Ég var mjög veik á þessum tíma alltaf óglatt og alltaf þreytt þannig vinnan tók mjög á en sem betur fer var ég með yndislegt samstarfsfólk og yfirmann sem sýndu mér mikin skilning.

Ég var mjög stressuð fyrir 12 vikna sónarnum því á þeim tíma hefuru val um að tékka á litningagalla og hjartagalla og einnig farið í hnakkaþykktamælingu og með henni geturu séð hvort barnið verði með downs . Vinkona mín fer með mér í 12 vikna sónarinn og þar var litla krílið mitt á fullri ferð. Mér var sagt þarna að það yrði hringt í mig innan viku ef eitthvað hefði komið fram í rannsóknunum,  erfið vika en það var ekki hringt þannig allt leit vel út.
Nú hef ég náð að kynna mig og fara gróflega yfir þennan tíma sem liðinn er.

Ég vona að fleiri tengi og að umræða myndist um meðgöngur og þá sérstaklega vonast ég eftir að heyra í þeim sem hafa jafnvel þurft að mæta sínum eigin mótbárum.

 

Kærleikskveðja , Dagmar

900

Athugasemdir

Maðurinn minn er líklega kynlífsfíkill!!

Next Story »

Ég er kallaður ofbeldismaður!