o-ANGRY-WOMAN-COVERING-EARS-facebook

Þetta er ekki sanngjarnt af ykkur!

Sandra Jóhannsdóttir skrifar.

Í morgunn vaknaði ég reið & bitur. Af hverju? Vegna þess að ég stóð sjálfa mig að því að vera búin að reyna heillengi að fá eitthvað „samþykki“ frá fólki sem ég þarf ekkert samþykki frá.
Föðurfjölskyldu barnsins míns.
Alls staðar sem ég kem heyri ég útundan mér að ég sé að aftra umgengni, halda barninu frá þeim & svo framvegis. Staðreyndin er sú að ég hef aldrei gert það & kem aldrei til með að gera það.

En umgengni skal fara með réttu móti fram. Þeirra ákvörðun að vilja ekkert gera í samráði við mig. Þeirra ákvörðun að vilja mig aldrei nálægt.
Það er ekki eintóm gleði að vera einstætt foreldri, nei þið lásuð rétt, það er það ekki. Jú vissulega upplifi ég alla gleðina & hamingjuna, ástina & traustið, öryggið, allar yndislegu tilfinningarnar sem fyrirfinnast í heiminum. Það er ekkert betra en að horfa á þetta litla krútt alla daga. Ekkert.
En ég stend líka ein á þeim erfiðu. Já ein. Það er erfiði parturinn & það er parturinn af þessu sem gerir mig svo reiða, þegar þið rakkið mig niður, þá gerið þið ykkur sennilega enga grein fyrir því að ég er mennsk, eins & þið, merkilegt. Þið vitið ekkert hversu mikið einstæðir foreldrar berjast. Þið vitið ekkert hversu erfitt það er að vera mamma & PABBI.
Þegar barnið mitt verður veikt, verður það svo veikt að það nánast missir meðvitund, ef ég kynni ekki inn á það fengi ég taugaáfall í hvert einasta skipti. Á miðnætti erum við komin uppá læknavakt og nánast alltaf í forgang, hvar voruð þið á meðan ég sat ein, lafhrædd & sveitt? Ekki hér.
Barnið mitt dettur & meiðir sig, barnið mitt er sárt út í lífið, barnið mitt er oft reitt , stundum pirrað, erfitt, neikvætt, fúlt & fleira & fleira. Hvar voru/eru þið? Ekki hér.
Barnið mitt spyr mig allskonar spurninga um ykkur, sem eru særandi, erfiðar, flóknar, skrýtnar & fleira. Eins &: Hvar er pabbi minn? Afhverju sækir pabbi mig ekki í leikskólann eins & hin börnin, afhverju á ég ekki pabba? Þurftuð þið að sitja fyrir svörum? Nei. Þurftið þið að horfa framan í sárt barnið? Nei.
Það er ekki ódýrt að reka lítið krútt alein, svo þið vitið það. Það er slítandi að verða fyrir áreiti frá ykkur þegar ég er í alvöru að gera það besta sem ég get.
En ég fæ ekki bara spurningar frá barninu heldur pabbanum líka.

Af hverju vill hann ekki tala við mig í símann? Veit það ekki. Af hverju er hann svona stemmdur? Veit það ekki. Af hverju þetta, af hverju hitt. Veit það ekki.
Ég veit mjööööög margt, en ekki allt.
Þetta eru sárafá dæmi þess sem allir einstæðir foreldrar upplifa.
Ég & pabbinn áttum fallegt samband á köflum, mjög ljótt á köflum & skítsæmilegt á köflum.
Við hættum saman, náðum bara ekki saman. Við höfum ekki alltaf átt góð samskipti, meira segja bara mjög ljót oft, en í dag ganga þau vel, afhverju? Afþví við eigum barn saman, það er ekkert annað í boði en að haga okkur eins & fólk.
Ég hef setið undir allskonar misfallegum orðum, gjörðum & fleira frá ykkur. Fékk t.d. sms um að ég hugsaði bara um eigið rassgat, lifði á bótum, myndi ekki mæta þörfum barnsins & ofverndaði það. Hverju svaraði ég? Ég bað þig að eiga góðan dag & hafa það gott, af hverju? Því ég veit betur, ég er fullorðin & tek ekki þátt í þessu.
Skiptin þegar ég spurði hvort þið vilduð hafa barnið yfir helgi þegar við vorum á sama stað, voru svörin annaðhvort engin eða þið með plön. Þið hafið ALDREI hliðrað plani fyrir barnabarnið ykkar.

Vitiði hvað, ég hef plön, þau plön hljóma svo: Gera barnið mitt hamingjusamt & lifa fyrir það. Ég get lifað þegar það verður stórt. Já í alvöru, þetta eru plönin mín. Samt er ég ljóti kallinn í ykkar augum.
Ef ykkur þykir vænt um barnið mitt, þá skuluð þið hætta að sverta mitt mannorð.

Ef þið hafið ekki gert ykkur grein fyrir því þá er ég MAMMA barnsins, öryggisnetið & lífið, manneskjan sem er alltaf til staðar, manneskjan sem gefur sér tíma í ALLT sem viðkemur því. Þegar þið særið mig, þá særið þið barnið líka. Það er ekki fallegt.
Ég ætla að skila þessari skömm, vil ekki sjá hana lengur. Barnið á skilið að þið hættið með leiðindi í garð mömmu þess.
Ég er hætt að láta fólk stjórna því hvernig mér líður. Ég er hætt að taka þátt í því að líða eins & ég skuldi ykkur eitthvað. Ég er hætt að láta ykkur hafa áhrif á mig. Ef ég þarf að vera ljóti kallinn í ykkar augum fyrir það að vernda barnið mitt, gera mitt besta & berjast fyrir hamingju þess, þá skal ég bara vera það.
Dyrnar á húsinu okkar standa ykkur öllum opin hvenær sem er. Það eru ekki bara við sem eigum að koma. Lífið er ekki þannig.
Í dag er fyrsti dagurinn sem ég ætla að brosa & vera fegin því að hafa losað þetta af mér. Losað mig við þessa skömm sem hefur fylgt mér undanfarin ár.
Ég er stolt af sjálfri mér.

Virðingarfyllst.

Sandra Jóhannsdóttir

900

Athugasemdir

Óður til móður!

Next Story »

Kynferðisafbrot: Þolandi á móti geranda