egerekki5554s

“Þér var ekki nauðgað, þú vildir þetta” – Ógeðslega druslan þín – ‪#‎égerekkitabú‬

“Ógeðslega druslan þín”
“Viltu ekki bara opna hóruhús”
“Þér var ekki nauðgað, þú vildir þetta”
“Þú getur ekkert gert, þú ert bara lítil hóra”
“Þú áttir þetta skilið”
“Það mun enginn sakna þín”
“Athyglissjúka drusla”
“Ojj hvað þú ert horuð, þú ert bara að þykjast vera með anorexiu”


Já einmitt…


16 ára gömul var ég fyrst greind með þunglyndi, félagsfælni og kvíðaröskun á mjög háu stigi. Ég skrópaði í skólanum við hvert einasta tækifæri sem gafst, ég fór ekki fram úr rúminu í margar vikur, ég lét ekki sjá mig úti. Ef ég fór út fékk ég til dæmis nafnlaus sms frá Já.is um það hversu ógeðsleg ég væri, hvort druslugangan væri byrjuð og hvað ég væri eiginlega að dirfast að láta sjá mig úti. Þetta gjörsamlega tætti mig að innan, en ég lét það kannski ekki sjást, ég bara einangraði mig.

Frá 14 ára aldri hef ég barist við þunglyndið, þegar ég var 19 ára gömul var ég komin á botninn og hélt að baráttunni væri lokið. Með ólöglegan stíflueyði á vörunum og bréf handa mömmu og pabba á borðinu ákvað ég að gefast ekki upp fyrr en í gjörsamlega fulla hnefana, ég var buguð ef margra ára baráttu. Eineltið og lygasögurnar sem ég varð fyrir í grunnskóla eru bæði búin að rista djúp sár og smita mikið útfrá sér, það sést kannski ekki utaná mér en trúðu mér, þetta hefur haft meiri áhrif á mig en nokkurn hefur grunað. Enn þann dag í dag er ég að glíma við þennan sjúkdóm, 22 ára gömul. Skilningurinn sem vinir og fjölskylda, ásamt bjartsýni og jákvæðni, er það sem hefur komið mér í gegnum öll þessi ár. Ég hef reynt ýmsar leiðir til þess að vinna úr mínum málum en það sem hefur hjálpað mér mest er að tala við einhvern í sömu sporum.

Tala við einhvern sem að skilur mig og skilur það hvernig er að vera í sömu stöðu, það er ekki hægt að setja sig í þessi spor, annaðhvort ertu í þeim eða ekki. Í dag er ég svo ótrúlega fegin og þakklát fyrir það að hafa náð að rífa mig áfram og uppúr lægðunum á þrjóskunni, ég ætlaði ekki að gefast upp og hef ekki enn gert. Ég veit að þessari baráttu er langt frá því að verða lokið og mun sennilega aldrei ljúka en ég ætla samt að standa uppi sem sigurvegari, hvernig sem þetta verður og endar, það er loforð.


Skömmin er ekki mín.

‪#‎égerekkitabú‬

Sóley Gísladóttir

900

Athugasemdir

Það er erfitt fyrir 10 ára gamlan strák að horfa á pabba sinn deyja, Þar á undan hafði ég verið lagður í einelti mörg ár – ‪#‎égerekkitabú‬

Next Story »

Drama þekkist víða, það er ekkert drama þarna á laugardag 14.Nov