sdfh eyh

Þegar ég fékk stelpuna mína loksins í fangið þá fann ég ekkert

Karítas Ösp Sigurðardóttir skrifar:

Ég vil deila reynslu minni af meðgöngu, fæðingu og fæðingarþunglyndi.

Eftir að ég átti mitt fyrsta barn hefur mér alltaf fundist jafn skrítið hvað það er eðlilegt að vera ólétt og fæða barn..flestar konur gera þetta..þetta er ekkert stórt mál..

Ég var 19 ára gömul þegar ég varð ólett af stelpunni minni en rétt eftir að ég varð ólett hætti ég með kærastanum og var þvi ein alla meðgönguna.
Ég átti hræðilega meðgöngu, ég ældi i allar 40 vikurnar, fór 2x of snemma á stað en endaði siðan með að eiga á settum degi. Ég gat ekkert unnið alla meðgönguna því ég bara ældi öllu! þar af leiðandi fór ég nokkrum sinnum til að fá næringu í æð.
Það var þó ekki bara líkamlegt erfiði því ég varð mjöög þunglynd á meðgöngunni. Það var vesen milli min og barnsföður míns og hans fjölskyldu, ég átti mjög erfitt með að komast uppúr rúminu á morgnanna.
Einn daginn brotnaði ég svakalega niður því mér fannst ég vera of mikill aumingi til að ganga með barn og að koma því í heiminn..EN ég gerði það !

Þegar kom að fæðingunni þá “gekk allt vel” samkvæmt öllum. Ég var í 12 tíma frá fyrstu verkjum, útvíkkunin tók enga stund, fekk ekki deyfingu og stelpan kom út i 2 rembingum.
Ég hugsaði þarna hvernig getur ein litil manneskja lifað af svona verki ? þetta var bara það versta sem ég hafði fundið og þegar ég fekk stelpuna mina loksins i fangið…þá fann eg ekkert.
Ég þekkti þetta barn ekki þótt hún hefði verið inn í mér í 9 mánuði og ég skammaðist mín svo fyrir að liða svona að ég sagði ekki neinum frá því. Þó mér liði svona þá sá ég um hana, var með hana á brjósti og allt gekk vel.
Þegar hún var 3 mánaða fann ég i fyrsta sinn að ég elskaði hana og að hún væri dóttir min og ég get ekki lýst hversu mikið eg elska hana i dag. Dóttir mín hefur kennt mér svo mikið! ég þroskaðist svo mikið við að eignast hana og hún er mér bara allt!

Þegar ég varð siðan 21 árs varð ég ólett aftur. Á þessari meðgöngu fékk ég að vera á þunglyndislyfjum og fékk því ekki þunglyndi. Ég átti kærasta, ég ældi en ekki eins mikið og allt gekk vel. Siðan leið á meðgönguna og um 20 vikur þá hætti ég með kærastanum þvi mér leið bara ekki vel.
Ég náði að vinna i 3 mánuði þangað til ég fór of snemma af stað og var skipað að hætta að vinna og slaka á. Nú á eg líka 1 árs gamalt barn og hún er mjög mikil mömmustelpa og ég þurfti nátturulega að hugsa um hana.
Ég var mjög stressuð yfir fæðingunni því eg bara mundi eftir sársaukanum úr hinni fæðingunni en allir sögðu við mig að 2. fæðing er ALLTAF skárri en sú fyrsta. Þegar ég var komin 30 vikur þá var ég bara alltaf með samdrætti, misstu máttinn í fótunum og fékk snert af grindargliðnun. Komin rúmar 38v grátbað ég ljósuna mina um að hreyfa við belgnum því ég gæti bara ekki meira og hún gerði það(mun aldrei biðja um það aftur samt).
Klukkan 16 sama dag byrjaði ég að fá verki með samdráttum sem urðu bara verri og verri fór upp á sjúkrahús og var ekki með neina útvíkkun og fékk verkjatöflur sem gerðu ekki neitt og reyndi að leggja mig. Ég náði að hvílast aðeins en næsti dagur var svipaður nema verkirnir urðu sterkari og verri en samt ekki nema 2 i útvíkkun, náði lítið að sofa um nóttina. Deginn þar á eftir hélt þetta áfram enn verra ! Slímtappinn fór og ég fór upp á deild og bara 3 cm i utvikkun en eg var svo sárþjáð að ég fekk morfin og samdrátta-slakandi og svaf i 3 tima en svo var allt komið a stað, komin með 6 i útvíkkun og verkirnir orðnir svoleiðis óbærilegir. Ég fékk verkina bara i bakið þarna og það var svona 100% verra en hin fæðingin en útaf því að ég fekk samdráttar-slakandi var alltaf alltof langt a milli verkjana. Eftir 6 tíma í þessum ógeðslegu verkjum var ég búin að reyna ráðast á ljósuna, reyna flýja fæðingardeildina og bað alla bara um að vinsamlegast myrða mig þvi eg væri svo gott sem dauð. Ég átti á Selfossi í bæði skiptin þar sem deyfing er ekki gefin þannig það var ekki i boði en ég fékk nefsprey til að örva samdrættina og 10 mín seinna kom fallegi drengurinn minn i heiminn. Ég fann allt og horfði a þennan litla strák og gleymdi öllu öðru! Gleymdi því að ég var búin að vera í hríðum í 2 og hálfan solarhring..þessi ást var bara allt!
Ég missti af henni með stelpuna sem mér líður ennþá svo illa yfir en ég ætla að bæta henni það þar til ég dey.

Í dag á ég 2 fullkomin börn sem ég elska meira en allt annað!
ég elska að vera einstæð móðir.. þau eru allt sem ég þarf.

Tek það samt fram að bæði börnin min eiga pabba sem taka þátt i lifi þeirra og ég er mjög þakklát fyrir þá !

Að ganga með barn og fæða barn er ekki “ekkert mál” og finnst að það ætti ekki að vera sjalfsagður hlutur.
Konur eru hetjur, þær eru mestu hetjur í heiminum!!
Ég veit að hvað sem ég geri í lífinu mun ég aldrei vera eins stolt af því eins og ég er stolt af að hafa gengið með og komið börnunum minum 2 í heiminn! Þau eru klárlega það besta sem hefur komið fyrir mig!

börn

900

Athugasemdir

Hvernig er hægt að auðvelda meðgönguna

Next Story »

Karlmenn sem suða um kynlíf