sdl_

„Það er forkastanlegt að íslenskir fjölmiðlakarlmenn..

skuli ekki trúa því að ég konan, geti átt og rekið fyrirtæki”

„Þegar fjallað er um fyrirtæki í minni eigu er yfirleitt látið liggja að því að ég sé eitthvert eggjunarfífl Jóns Ásgeirs, eiginmanns míns,“ segir Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, eigandi 365 og 101 hótels, í pistli sem birtist í Kvennablaðinu í dag.Yfirskrift pistilsins er: „Í tilefni kvennadagsins 19. júní 2014,“ en Ingibjörg segir í byrjun pistilsins að hún sé að íhuga hvort fyrirtæki hennar eigi að kaupa fasteign í miðbænum.

„Viðskiptablaðið fær veður af því og ákveður að hringja í eiginmann minn,“ segir Ingibjörg. „Það er forkastanlegt að íslenskir fjölmiðlakarlmenn skuli ekki trúa því að ég, konan, geti átt og rekið fyrirtæki.“

Ingibjörg segir Jón Ásgeir, eins og aðra eiginmenn, hafa skoðanir á því sem hún gerir, sem hún hlusti stundum á. „Ég er hins vegar eldri, reyndari og betur menntuð en hann og margir aðrir. Í krafti eigin getu og þekkingar tek ég ákvarðanir er lúta að mínum eigin. Því þótt ég sé kona þá á ég þau fyrirtæki sem eru skráð í minni eigu.“

Þá segist hún að lokum ekki hafa orðið að „viljalausu verkfæri“ þegar hún gifti sig tæplega fimmtug.

Hér má sjá viðtalið í heild sinni

http://kvennabladid.is/2014/06/19/i-tilefni-kvennadagsins-19-juni-2014/

Höfundur:  Ólöf Steingrímsdóttir

900

Athugasemdir

Eyddi Instagram aðgangi hennar vegna yfirvigtar?

Next Story »

Nokkur orð til þín sem ætlaðir að nauðga mér á föstudagskvöldið!