Depression_2014_Types_10-22-14_5PM-img_1280x720

Það er erfitt fyrir 10 ára gamlan strák að horfa á pabba sinn deyja, Þar á undan hafði ég verið lagður í einelti mörg ár – ‪#‎égerekkitabú‬

1. október er dagur sem ég mun alltaf muna eftir. Ég hef verið þunglyndur og með kvíða í mörg ár. Liðið upp og niður og oft sagt að mig langaði að enda þetta. 1.okt 1997 þá missti ég pabba minn úr krabbameini og tók því skiljanlega mjög illa. Ég hafði ekki farið uppá leiði til hans í mörg ár en þetta árið þá ákvað ég að gera það.

Það var grenjandi rigning og ég hneig niður við leiðið hans og bara grét. Mér hafði liðið illa svo lengi útaf því ég hafði ekki pabba minn og ég forðaðist það að fara til hans. Það er erfitt fyrir 10 ára gamlan strák að horfa á pabba sinn deyja og líklega um það bil sem ég byrja að vera þunglyndur og fá kvíða…

Þar á undan hafði ég verið lagður í einelti mörg ár og örugglega síðan ég man eftir mér. En eftir að ég fer til pabba sama dag og hann deyr bara 18 árum seinna þá stóð ég upp og fór að hugsa fyrir hvað ég er að lifa fyrir. Ég keyrði heim og lagði mig… vaknaði og sagði mömmu að ég ætlaði aðeins að skreppa út. Keyrði og hitti dóttir mína og faðmaði hana og grét á meðan og hún spurði afhverju ef væri að gráta og ég sagðist elska hana bara svo mikið og bað hana um að vera alltaf dugleg og sterka og hún lofaði mér því. Eftir það þá sendi ég stelpunni sem stendur með mér í öllu og er sálufelagi minn skilaboð um að ég geti ekki meira.

Stuttu seinna fer ég og hengi upp snöru og undirbý mig á staðnum sem ég hafði planað þetta á. Ég hringi grátandi í mömmu til að segja henni fyrirgefðu og að ég sé búinn að gefast upp og hún segist geta sótt mig og hjálpað mér og ég segi að það sé of seint. Við gátum bæði í símanum og ég segi henni að ég elska hana og skelli á. Stend þarna inni snörunni og er tilbúinn að hoppa og þá kemur löggan. Stelpan sem ég tala um hérna aðeins fyrr hafði hringt og fattaði hvar ég var og hafði komið með lögguna. Mér er keyrt niður á slyso til að tala við lækni. Mamma kemur og ég ákvað að ég vildi vera heima þá nótt og fara uppá geðdeild morgunninn eftir sem var samþykkt þar sem mamma tók ábyrgð á mér.

Daginn eftir fer ég á geðdeild og þá segir læknirinn mér að lyfin sem ég hef verið á ýti undir sjálfsvígs hugsanir og hvatvísi… Þá var mér loksins skrifuð uppá ný lyf og er farið að líða strax betur í dag. Átakið #utmeda hjálpaði mér mikið til að viðurkenna mitt vandamál og sættast við það að ef er veikur. Nýjasta er ‪#‎égerekkitabú‬ en þetta kannski virkar ekki þannig fyrst þetta er nafnlaust en margir kannski vita hver ég er.

Ég vildi endilega fá að koma þessu frá mér og er þakklátur fyrir ‪#‎égerekkitabú‬

900

Athugasemdir

Ég skammaðist mín mjög fyrir sjálfa mig og hef lítið viljað tala um þetta – ‪#‎égerekkitabú‬

Next Story »

“Þér var ekki nauðgað, þú vildir þetta” – Ógeðslega druslan þín – ‪#‎égerekkitabú‬