sex2545

Það er ekki lengur byrjað saman og þú ert ekkert smá mikið að pressa á gaurinn ef þú vogar þér..

Gloría Gordjös skrifar:

a)
Þú ert í vinnunni og sæti strákurinn sem kemur alltaf með póstsendingarnar er töluvert yngri en þú og það er bara “bannað” að heilsa og spyrja um daginn og veginn af því að í þínum huga ert þú of gömul til að geta haft áhuga á honum , nú eða hann þér.
Vinkonur þínar kalla hann kæróinn þinn og flissa í hvert sinn sem þú kvittar fyrir móttöku pappíranna. En það má ekki fara lengra því þá ertu orðin einhver MILF eða cougar… og það er ekki mjög smart.

b)
Þið vinahópurinn sitjið öll í hóp og slítið ekki augun af skjánum, það er ekkert mikið spjallað saman og þið sjáið ekki í kringum ykkur. Og það er bara þeigjandi samkomulag í hópnum um að skjárinn sé bara aðalmálið.. hvort sem það er síminn, sjónvarpið. bíótjaldið eða tölvan… svo skilur enginn af hverju það er ekkert slúður í gangi…. en það er fullt að gerast á spjallforritum og flestir hafa sofið saman en enginn talar upphátt um það.

c)
Það er ekki lengur byrjað saman og þú ert ekkert smá mikið að pressa á gaurinn ef þú vogar þér að kalla hann kærastann þinn áður en hann er tilbúinn að viðurkenna sína afstöðu.
Þetta vesen , þessir leikir. þetta tic tac toe system sem er í gangi á veiðilendum nútímans, þið sofið saman, en þið eruð bara vinir, en ekki það miklir vinir að þið séuð að spjalla daglega nema það sé einhver forleikur fyrir næstu bófarir…og þetta er ekki maðurinn sem þú myndir hringja fyrst í ef hundurinn þinn myndi deyja.

d)
Vinir með fríðindum, er semsagt gaur sem á nokkrar vinkonur og sefur til skiptis hjá þeim , kannski einusinni eða tvisvar í mánuði, kannski ekki einsinni það…. svo er það bólfélaginn eða hjásvæfan það er gaurinn sem kemur og gistir hjá þér og horfir kannski á eina mynd og borðar pizzu með þér á föstudögum og það er alltaf happy ending og bæði sofið vært á eftir… svo er bara bless næsta dag og ekkert samband fyrr en þarnæsta föstudag þegar round tvö er tekið. Þessi maður er ekki með áhuga á að kynnast barninu þínu og sefur bara hjá þér á pabbahelgum.

e)
Frendsónaði gaurinn… þetta er vinalegi strákurinn sem hjálpar þér að flytja í tuttugasta skiptið, sefur í öllum fötunum ofaná sænginni þinni ef þú ert búin að grenja úr þér augun og þefar af hárinu á þér þegar þú sérð ekki til, hann hefur ótæmandi áhuga á barninu þínu, hundinum og passar hvortveggja fyrir þig þegar þú ferð að djamma ef hann er ekki að keyra ykkur vinkonurnar, svo hangir hann mér þér á trúnó í bílnum þar til þú gerir þér upp geispa af því að bólfélaginn sagðist ætla að mæta uppúr fjögur, en hann má náttúrlega ekki vita það af því að þá hættir hann að þjóna þér svo dyggilega, þú kyssir hann laust svona næstum því á munninn og segist kunna rosalega vel að meta hann sem VIN en langar ekki að byrja með honum af því hann er ekki með neinn kynþokka og er ekki að kveikja í þér, en hann er næstum einsog sambland af bróður og vinkonu. Svo verðurðu rosalega sár þegar einhver vinkona þín byrjar með honum.

f)
The buddy…. þetta er gaurinn sem horfir á alla friends þættina með þér, mætir í partýin þín með snakk og ídýfu, hlær að bröndurunum í partýinu og blandar bolluna, sefur hjá þér ef þú vilt eða ekki og er til staðar fyrir þig, en þið eruð alvöru vinir og tjáið ykkur um allt og ekkert við hvort annað, líka deitin sem þið eruð að fara á og það virðist vera sama hvað langur tími líður á milli þess að þið hittist, alltaf náið þið saman jafn vel og áður. Þið fattið bara ekki enn að þið gætuð alveg orðið fínt par.

g)
Kærastinn…. þetta er sá sem þú hættir við öll plön fyrir ef hann hringir.
Þetta er sá sem hættir við öll plön þegar þú vilt hitta hann, Þetta er sá sem kemur með þér í heimsókn til vina þinna án þess að verða einsog súr pungur í framan og viðurkennir alveg að hann sé kærastinn þinn, jafnvel þó að þú sért kannski ekki búin að tjá þig um það ennþá.Og þið þurfið ekki að hafa deitað í átján mánuði áður en þið fattið að þið vijið vera saman, þetta er svona meira gaurinn sem smellur við þig strax, líkamlega og andlega og þið drekkið orðin af hvors annars vörum í fullkomnum gagnkvæmum skilningi. Og finnið tómleikann innra með ykkur ef þið eruð ekki saman eða í feisbúkkspjallsambandi alla daga.

 

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=640 height=240 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Bleiku skýin og björtu hliðarnar mínar.

Next Story »

Svar til feminiskra brjóstastelpna – #FreeTheNipple