Beer-81612-1-thumb-620xauto-43988

Það er bannað að auglýsa áfengi á Íslandi og rökin eru yfirleitt þau að það eykur neyslu barna og unglinga?

Ég skil ekki hvað fólk er að hugsa um að það sé slæmt að vera með áfengi í búðum, mér finnst það eitt mesta rugl sem ég hef heyrt. Samfélagið verður betra, staðfest.

Mig langar að taka það fram að ég styð alls ekki drykkju barna né unglinga og mun aldrei gera það, ég veit nokkuð vel hvernig allt svona virkar miðað við fyrri reynslu.

Hvað gerist? Mér finnst það ekki eiga eftir að auka neyslu áfengis að vera með það í búðum, hvað þá áfengisneyslu barna og unglinga. Börn og unglingar munu finna sér áfengi eða annað á hvaða hátt sem þeim hentar, hvort sem það sé löglegt í búðum eða ekki.

Tökum dæmi um að það sé laugardagur og fólk sé að leita sér af eftirpartý sem þekkist vel hér á landi. Eftir bæinn eiga ekki allir áfengi svo hvað eru þau að spurja um? Hvar þau geti keypt sér áfengi, hvar þau geta keypt sér landa. Fólk reddar sér áfengi sama hvað. Því ekki að hafa það til afstöðu í búðum eins og 10/11 eða Hagkaup? Er ekki betra að fólk kaupi sér áfengi löglega, frekar en landa?

Stærsta hugsunin er að minnka áreynsluna á vínbúðir landsins og geta keypt sér léttvín með matnum.

Ég hef verið að sjá greinar af og til um áfengisbann í búðum og hlustað á ýmsar umræður um það. Ég get ekki látið þetta vera og vill koma með skoðun mína á þessu.
Hér er eitt hljóðbrot sem ég hlustaði á.

Það er bannað að auglýsa áfengi á Íslandi og rökin eru yfirleitt þau að það eykur neyslu barna og unglinga, það meikar ekkert sens. Þegar verið er að auglýsa vöru, hvort sem það er áfengi eða annað, þá er verið að markaðssetja fyrirtæki.

Sama hvað og hver segir, þá mun sá einstaklingur sem ætlar sér að fá sér, fá sér áfengi, hvort sem það sé selt í búðum eða ekki. Sama má segja með vörur sem eru auglýstar, það að auglýsa vörurnar eykur ekki sölu vörunnar hjá unglingum og börnum sérstaklega.

Og hvað má? Erlendar stöðvar auglýsa mikið af áfengi og það er ekki bannað. En á Íslandi er bannað að auglýsa áfengi, hugsum aðeins út fyrir rammann, íslendingar þurfa að opna og víkka sjóndeildarhringinn.

Ég skil ekki afhverju Ísland er ekki að sjá sannleikann í þessu, því ekki að láta reyna á þetta og sjá hvað gerist, ef það virkar þá er það flott, ef það virkar ekki þá er hægt að setja bann á það aftur.

Fyrir mér er þetta lögbrot, að banna að auglýsa vörur sem eru leyfðar á Íslandi.

Ég get ekki séð betur en þetta virki í löndunum í kringum okkar. Víst þetta er bannað, afhverju ekki að banna allan innflutning á þessu? Ótrúlegt hvað við íslendingarnir köllum okkur nútímasamfélag, þurfum að reyna að gera hitt og þetta í samræmi við aðrar þjóðir, en svo í rauninni má ekkert. Ég skil vel að fólk við fara héðan og ekki koma aftur. Ísland er eitt svikulasta land sem ég veit um.

Sjálfur drekk ég ekki áfengi og styð ekki neyslu, né mikla drykkju. En ég er hlynntur því að leyfa búðum að vera frjálsar til þess að selja áfengi löglega. Það mun minnka sölu á landa og ólöglegu drasli.

Ef málið er að þetta getur komið AA manninum afstað, afhverju er það okkar vandamál? Fólk veit vel að það sé hætt að drekka eða ekki og það mun alltaf sjá vín af og til, sama hvort það sé í búðum eða ekki. Alkinn freistast ekkert meira við að sjá áfengi í búðum, þar sem áfengi er í rauninni allsstaðar í kringum okkur. Er ekki talað um að pilsner sé bjór? hann er seldur í búðum og er ekki talað um að 2 pilsnerar séu það sama og 1 bjór? Ég veit ekki hversu oft ég hef séð alka fá sér pilsner því það er betra en ekkert, bara rétt á meðan hann bíður eftir einhverju öðru.

Mín reynsla er að ég fékk mér sama hvað, ef ekki það sem eg vildi, þá fékk ég mér eitthvað annað, það næsta sem ég gat nælt mér í. Ég þurfti ekki meira en eitt símanúmer og þá var þetta komið.

Kæra góða Ísland og ágætir íslendingar, ekki vera heimsk þjóð. Hlustum á reynslu annarra, ekki bara tala um að þetta sé svona án þess að hafa reynsluna á því. Til þess að geta hlustað á rökin sem eru í gangi í samfélaginu núna, þurfum við að prófa og búa til okkar eigin reynslu frekar en að halda áfram að hlusta á það sem aðrir segja og halda bara í neikvæðnina.
þetta er mín skoðun, þott ég hafi ekki endilega rétt fyrir mer þá er ég nokkuð viss um að flestir sjái að það se eitthvað til í því sem eg er að segja.
Kv Sveinbi

900

Athugasemdir

Voru píramídarnir í í raun ekki grafhvelfingar? – Sjá myndband

Next Story »

Að dæma aðra, af hverju þarf fólk að dæma aðra? Sjá myndband