11051045_911145965572473_2012042610_n

Það er allavega alveg á hreinu að ef grein með fyrirsögninni “Bless bollur” myndi birtast að þá yrði allt vitlaust!

Bless útlisdýrkun.

Ég man eftir því sem unglingur hversu óánægð með sjálfa mig ég var, ég var pínulítil og grönn og ég þoldi það ekki. alveg sama hvað ég borðaði og hveru oft ég borðaði þá fylgdist fólk með klósettferðum hjá mér þar sem mínir nánustu voru handvissir um að ég væri með átröskun, sumir voru það kræfir að spyrja mig hvort að ég ætti við einhverskonar þannig vandamál að stríða, sem svo var ekki.

Mamma talaði um að setja mig á rjómakúrinn. Ég verð að viðurkenna að umræðan um rjómakúrinn hræddi úr mér líftóruna. Átti ég að borða hann þeyttann eða drekka hann úr fernunni? en aftur á móti þá var ég til í þetta í von um að þyngjast og fá lögulegar línur, þið vitið, þessar línur sem allir eru að tala um og eru víst í “tísku” í dag.

þegar ég var 15 ára gömul á lokaári í grunnskóla var ég sem mest óáægð með sjálfa mig, ekkert varð úr þessum rjómakúr og ég var ennþá lítil og mjó. Einn daginn breytti ég þessu fáránlega hugarfari.

Á leið minni á salernið að laga kolsvörtu augnmálninguna fékk ég að heyra frá einum gangaverðinum að ég væri svo rosalega horuð að ég væri að detta  í sundur. Ég var svo rosalega sár og reið og skildi ekki hvernig eldri kona sem þekkti mig ekki neitt gat látið þessi niðrandi orð út úr sér við 15 ára krakka þannig að ég svaraði henni til baka með fullum hálsi að hún sjálf væri nú að kafna úr spiki og hún hlyti að finna fyrir sársaukanum sem fylgdi því að heyra svona hluti.

Ég varð ekki betri manneskja en hún fyrir að láta þetta út úr mér en ég var sár, hún var sár, þannig að þarna stóðum við saman á jafn lágu plani og mér leið betur fyrir að svara fyrir mig. Eftir þetta var mér sama hvernig ég leit út, ég var grönn, ég var heilbrigð og mér leið vel og mitt holdafar kom engum við sama þótt þeim þætti ég ekki vera í “tísku”.

Alla daga lesum við greinar og umræður á netinu um útlitið, hvernig maður á að vera og hvernig við eigum ekki að vera. Sjálf var ég að lesa eina þannig  grein inni á spyr.is í morgun sem heitir “bless horrenglur, línur nú í tísku” og ég fékk svokallað flashback til leiðinlegu unglinsáranna og mér varð hálf illt í maganum við að lesa þessa heimskulegu fyrirsögn, bless horrenglur? á þetta að vera eitthvað grín? hvers konar fyrirsögn er þetta?  Í greininni koma myndir af helstu söng og leikkonum í allri sinni dýrð, allar flottar á sinn hátt en síðasta myndin er af Nicole Richie sem er víst ekki lengur flott, hún er grönn og því miður dottin úr tísku! Bless Victoria secret fashion show, hávöxnu, grönnu modelin ykkar eins og Adriana Lima og Miranda Kerr eru  dottnar úr tísku. (að mínu mati með fallegri konum heims).

Ekki nóg með það að það er fullt af konum þarna úti sem því miður þjást af ranghugmyndum um sinn eigin líkama einmitt útaf svona bjánaskrifum en þá er jafn særandi fyrir “horrenglu” að fá að heyra athugasemdir um sitt holdfar og manneskju sem er í aðeins meiri holdum. Ég allavega veit ekki betur en að það er ekkert meira í tísku en að vera heilbrigður einstaklingur sem hugsar um sig og nærir líkama og sál. Nú orðið snýst þetta allt um að hafa stór brjóst, grannt mitti og stórann kúlulaga rass.

Sem betur fer erum við ekki allar steiptar í sama mótið, ekki erum við allar eins og Beyoncé og JLo sem eru mikið í tísku þessa daganna. Ég er ekki í tísku, það er alveg greinilegt, ég er ósköp venjuleg, ekki með stórann rass og ekki með breiðar mjaðmir og það er ekki hægt að grípa um mittið á mér með báðum höndum, ég tapaði víst í genalottóinu en mér líður vel með sjálfa mig og ef það er ekki í tísku þá er þessi heimur á hraðleið til glötunnar.

Ég óska engum að verða fyrir neikvæðri gagnrýni vegna líkamsbyggingar. Til ykkar sem vogið ykkur að setja ykkur á háan hest og tala niður til kvenna sama hvernig líkaminn á henni er, til ykkar sem dyrfast að segja að ein kona sé meiri kona en önnur vegna þess að hana “skortir” þessar línur sem þið teljið vera merki um meiri kvennleika og til ykkar sem skrifið heimskulegar greinar með fáránlegum fyrirsögnum sem innihalda glötuð ummæli um hvernig eigi að vera, skammist ykkar!

Það er allavega alveg á hreinu að ef grein með fyrirsögninni “bless bollur” myndi birtast að þá yrði allt vitlaust! En það á aldrei að taka svona sorp skrif inn á sálina, hvað þá láta sér detta til hugar að skrifa svona rugl.

Hér má sjá þessa umtöluðu grein spyr.is

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=640 height=240 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Ég var að ljúka við að lesa pistilinn ” Hvað er að ykkur íslenskir karlmenn? “

Next Story »

Mega konur taka fyrsta skrefið í átt að hjónabandi!