Bruce Lee Quote 02

“Þá deyrðu” – Stutt saga Bruce Lee

Ákveðni sem Bruce Lee bjó yfir til að ná þeim árangri sem hann vildi, var með þvílíkum eindæmum að erfitt er að lýsa. Hann maðurinn á sem sagði þessa fleygu setningu sem ég er ákaflega hrifinn af: „Knowing is not enough; we must apply. Willing is not enough; we must do“. Það er ekki bara nóg að hugsa um hlutina, það þarf jú að framkvæma líka!

Látum fylgja með eina skemmtileg söga af kappanum sem tengist hlaupum. Þannig var, að Bruce hljóp alltaf tvisvar á dag. Seinna segi ég síðan frá því hvers vegna hann fór að hlaupa en eins og geta má þá var ástæða fyrir því.

Hann hljóp tvisvar á dag, ekki þó langt, eða svona 3 til 4 mílur á morgnana og síðan 5 til 6 mílur seinnipartinn. Söguna sagði einn af nemendunum hans sem bjó rétt hjá honum og hlupu þeir alltaf saman á morgnana. Þetta var stuttu eftir að Bruce byrjaði að hlaupa þannig að á þessum tíma hlupu þeir alltaf 3 mílur á 21 til 22 mín eða rétt undir 8 mín per mílu. Þegar umrædd saga gerist segir Bruce við nemanda sinn að núna ætli þeir ekki að hlaupa 3 mílur, líkt og þeir gerðu alltaf, heldur ætluðu þeir að fara 5 mílur „en við gerum það á sama tíma og við hlaupum 3 mílur“. Þeir ætluðu því að hlaupa 5 mílur á 21 til 22 mínútum eða á sama tíma og þeir hlupu vanalega 3 mílur á!

Viðbrögðin sem Bruce fékk voru einföld, “Ég get ekki hlaupið 5 mílur, ég er miklu eldri en þú (strax afsökun!). Bruce svaraði hins vegar, látum reyna á þetta. Tökum okkar vanalegu þrjár mílur og þá eru bara tvær eftir. Nemandi hans lét til leiðast. Fyrstu þrjár mílurnar voru ekkert mál, enda voru þeir vanir að hlaupa það. Þegar langt var komið með fjórðu míluna var farið að draga af nemandanum og hann stynur upp og best að hafa þetta bara á enskunni “ Bruce if I run any more,”—and we’re still running—”if I run anymore I’m liable to have a heart attack and die . ”

Svarið frá Bruce var einfalt og undirstrikað með hans stingandi augnaráði þegar hann sagði þessi orð við hann “Then you die” og svo hélt hann áfram að hlaupa og virti ekki nemanda sinn viðlits! Viðbrögð nemandans voru, eins og gefur að skilja, reiði og vonbrigði því að þegar Bruce sagði þetta við hann var skeytingaleysið algert. Nemandinn leit á Bruce sem vin sinn, enda voru þeir búnir að æfa lengi saman. Þegar hann var síðan búinn að fara í sturtu, labbaði hann til Bruce og spurði hann hvers vegna hann hafi sagt þetta við sig og það stóð ekki á svarinu “ Because you might as well be dead. Seriously, if you always put limits on what you can do, physical or anything else, it’ll spread over into the rest of your life. It’ll spread into your work, into your morality, into your entire being. There are no limits. A man must constantly exceed his level.”

Þarf að segja eitthvað meira. Þetta var frábær lexía sem nemandinn gleymdi aldrei en það var hann sem sagði Lindu, konu Bruce þetta eftir lát Bruce. Þetta segir svo margt og á við svo margt og á nánast við allt í lífi okkar. Við eru alltaf að setja okkur einhver takmörk kannski ekki stór, en þau safnast saman og áður en við vitum af erum við orðin uppfull af einhverju sem við höldum að við getum ekki – þið sjáið örugglega hvað er verið að fara með þessu, er það ekki?

Bruce Lee

www.takmarkalaustlif.is

https://www.facebook.com/takmarkalaust.lif

*Takmarkalaust líf er líf sem allir geta lifað. Það er líf sem við lifum án ótta, fordóma og annarra þátta sem draga úr okkur máttinn.

  Við látum ekki segja okkur að eitthvað sé ekki hægt.  Þú átt bara eitt líf – Lifðu því.

 

900

Athugasemdir

Algjörlega magnað myndband af alvöru ofurhugum!

Next Story »

Skvísu tips – Makeup – Myndband