11082543_10205038392377523_101154523043738586_n

Taktu þér frídag til að gera “ekki neitt”

Lífið er dýrmæt gjöf. Okkur ber skylda til þess að njóta þess en festast ekki í pirringi og stanslausu niðurrifi.

Afhverju er ekki hreint heima hjá mér ? Ég get ekki einu sinni haldið bílnum hreinum. Ég heimsæki mömmu allt of sjaldan. Afhverju er ég ekki búin að kaupa allar jólagjafirnar??

Afhverju er ég ekki í kjörþyngd ? Ég er afleit móðir! Ekkert barn á að þurfa að borða pakkamat! Þegar maður á síst von á því fær maður áminningu um hversu dýrmætt lífið er. Í því sem heilinn sýpur hveljur og reynir að finna rök og rænu í lífinu og hjartað berst fyrir tilverurétti tilfininga þinna – þá gerist eitthvað. Hjartað slær heilan utanundir og segir þér að hætta að hugsa svona mikið. Varðveita hvern dag og finna haminguna og fegrðina í hverjum degi.

Ég er ekki að tala um ofur hamingjusama facebook statusa og jákvæðni sem á sér engan tilverurétt í oft helvíti köldu og erfiðu lífi. Nei ég á við að finna fegurð og flipp í annars venjulegum og oft tilbreytingarlausum dögum til að gera þetta allt saman skemmtilegra. Því langaði mig að biðja ykkur um að njóta ykkar og flippa smá!

Notið sparistellið til að borða morgunmat á myrkum mánudagsmorgni. Borðaðu sparikonfektið á meðan þú skúrar. Farðu í jólakjólnum í bíó. Taktu upp video að þér að rappa og sendu vinkonu þinni. Mátaðu hallærislega hatta og taktu myndir Farðu með fjölskylduna í pikk nikk – drekkið heitt kakó og tínið köngla. Hringdu í foreldra þína og bjóddu þeim í mat og panntaðu svo bara pizzu! Þeim er sama – þau vilja bara sjá þig! Sendu gjafir eða jólakort í mars til einhvers sem þér finnst vænt um. Búðu til konfekt í maí. Farðu í fjölskylduboð í batmanbúning. Hlustaðu á danstónlist og taktu sporin á meðan þú klæðir þig á þriðjudagsmorgni. Bjóddu vinum þínum í mat þó það sé óskúrað og kannski bara frekar subbulegt! Sendu ástinni þinni fallegan tölvupóst eða blóm – afþví bara!

Farðu í sumarkjól í vinnuna í hríð! Fáðu þér rauðvínsglas og hringdu í vin þó að óhreinatauið sé farið að skríða sjálft upp úr körfunni . Hlustaðu á jólalög í byrjun október og bakaðu smákökur. Eyddu heilum degi í að labba um miðborgina og þykjast vera í útlöndum! Taktu þér frídag til að gera “ekki neitt” Gerðu það sem þig langar til – láttu þér þykja vænt um augnablikið og fólkið þitt. Vertu þakklát/ur fyrir hverja stund. Ekki gleyma þér í daglegu amstri.

Þú vilt ekki þurfa að sjá eftir því síðar..

12308466_10156315410280427_5073722480161680108_n

Daniel Þór Marteinson
900

Athugasemdir

Kæru jólasveinar – Nú eru einungis fáeinir dagar þar til fyrsti bróðir ykkar, Stekkjastaur, leggur leið sína til byggða

Next Story »

Það að segja Útlendingastofnun “fremja myrkraverk” og lögregluna “vonda” er algerlega fáránlegt.