dómur ívar halldórs

Svakaleg frásögn! – Íslensk kona kemur annari til bjargar og lögreglan sýndi yfirvald og hroka!

Fengið af beautytips

 

Alma skrifar eftirfarandi lýsingu.

Í dag lennti ég í frekar leiðinlegu dæmi.

Eftir vinnu var farið með 2 vinkonum að kíkja á undirföt í Lágmúlanum. Þegar við vorum búnar að skoða og skemmta okkur vel þá ráfar inn kona sem var andstutt, í annarlegu ástandi og óskaði eftir að hringt væri á sjúkrabíl. Konugreyið virtist svo missa allann mátt og nærri falla í yfirlið. Þegar ég er svo að tala við 112 þá sé ég að hún nærri fellur í yfirlið 2x til viðbótar. Ég gef upp í símtalinu að konan virtist vera í annarlegu ástandi og að áfengislykt væri af henni. Mér gefið samband við lögrelgu sem ætlar að kíkja á okkur.

Konan ákvað að hún ætlaði að labba heim til sín en við fengum hana til að setjast niður fyrir utan 10-11 og bíða eftir bílnum. Þar áttum við ágætis spjall við þessa konu sem virtist ekki alveg skilja góðmennsku okkar vinkvennan og oft á tíðum hvar hún væri stödd eða hvað væri að gerast. Ég spyr hana hvort hún sé búin að borða í dag og hún neitaði því, ég bauðst til að kaupa banana og djús fyrir hana og stökk inní 10-11.

Okkur fannst við svo vera búin að bíða lengi og loks kom lögreglan og þá fyrst hófust leiðindin.

Það stígur út úr bílnum kröftulegur lögreglumaður og með honum var annar yngri og skeggjaður. Þessi kröftulegi byrjar að rífa í konuna, ávarpar hana með nafni og segir, með höstum tón, hættu þessu og dregur hana inn í bíl.
Við stelpurnar stöndum hreinlega orðlausar á framkomu þeirra gagnvart þessari konu.
Þá sá ég að bananinn og djúsinn varð eftir þannig ég greið það og hljóp til löggunar. “Fyrirgefið, en ég keypti þetta fyrir hana, hún sagðist ekki vera búin að borða, takið þetta með fyrir hana” segi ég við þá og þessi eldri hreytir í mig að það væri sko engin þörf á þessu. Ég endurtók því að hún sagðist ekki vera búin að borða og hvort þeir gætu nú ekki séð til þess að hún sé allavega með smá mat. það sást á augnaráði þessa lögregluþjóns að ég var greinilega næst stærsti fávitin sem hann vissi um í augnablikinu, stærri fávitinn var greinilega kominn í bílinn.

Yngri lögreglumaðurinn brosti nú blíðlega og tók við þessu en miðað við þann eldri er ég viss um að þeir hentu banananaum um leið og þeir voru komnir úr augsýn.

Það var ekkert vesen á þessari konu, hún var ekki að veitast að neinum, ekki dónaleg eða “rugluð” en eitthvað týnd í lífinu. Hún var greinilega “góðkunningi” lögreglunnar og ég get því ekki fullyrt um önnur skipti sem lögreglan hefur haft afskipti af þessari konu. En ég get fullyrt að hún átti engan veginn skilið þá framkomu sem henni var sýnd þarna. Við sátum þarna saman og í eitt skipti þá spurði hún okkur vinkonurnar afhverju við værum að aðstoða hana og við svöruðum því stelpur standa saman. Það fékk hana til að brosa að fá þennan stelpu stuðning og svo afhendum við hana svona mönnum.

Næst þegar ég þarf að hringja á lögguna út af einhverju þá verður það tekið upp þegar löggan mætið á svæðið og þar til hún er farin!

900

Athugasemdir

Getur þú gefið ráð? – 16 ára íslensk stúlka í vandræðum!

Next Story »

Geðveikar ólöglegar myndir af toppi pýramídana!