sex

SQUIRT – Lærðu og njóttu!

Hæfnin til þess að “squirta” er líklegast eitt mesta feimnismál í kynlífi kvenna. Sem það ætti alls ekki að vera. Squirt getur bæði magnað upp fullnægingu kvenna alveg tífallt og í þokkabót verið mikið turn on fyrir makana. Margir halda að konur geti í raun ekki squirtað og að þetta sé bara algjör míta. En þar sem kynlífsumræður eru sem betur fer farnar að vera mun opnari en áður, hefur annað komið í ljós.

En hvað er squirt?

Þegar stelpa fer í gegnum kynþroska, byrjar blöðruhálskirtillinn hennar að framleiða vökva. Þessi vökvi er það sem sprautast út þegar kona fær fullnægingu. Squirt er í raun það sama fyrir konum og þegar menn fá sáðlát. Fyrir utan það að áferð og innihald vökvans er enganvegin það sama. Vökvinn kemur heldur ekki beint úr leggöngunum, né þvagrásinni. Hann kemur úr kirtli sem er framarlega við op legganganna. Eini tilgangur kirtilsins er að halda um og losa þennan vökva.
Allar konur hafa þennan kirtil, samt sem áður eru alls ekki allar konur að fara að upplifa squirt yfir ævina. En þær sem eru virkilega tilbúnar í að reyna á það, geta flestar náð markmiðinu.

.

Hvernig vökvi er þetta?
Að sjálfsögðu er ekkert sæði í vökvanum en hann inniheldur há stig af glúkósa og ensími sem gerir innihald vökvans aðeins líkara sæðisvökva.
Ef þið eruð ekki vissar hvort að vökvinn sem er að koma úr ykkur sé úr þessum kirtli eða vegna örvunar í leggöngunum, þá er auðvelt að finna út úr því. Við snertingu er squirt vökvinn eins og vatn, á meðan örvunarvökvinn er þykkur og sleipur.
Ef þið hafið heyrt að squirt sé í raun bara þvag, þá er það algjör vitleysa. Konum getur samt liðið eins og þær þurfi að pissa þegar vökvinn er að fara af stað. En þið getið allavegana hætt að halda að squirt sé bara gömul þjóðsaga. IT’S REAL!
 
Viltu fá konuna þína til þess að squirta?
Til þess að ná þeim árangri þarftu að nudda g-blettinn með miklum ákafa og þéttum þrýsting. Kona mun ekki squirta ef þrýstingurinn er ekki nægilegur. Hún þarf samt að vera alveg afslöppuð og mjög kynferðislega örvuð fyrir! Þannig elsku makar, dekrið konurnar í botn fyrst. Nuddið, strjúkið, tease-ið smá og takið ykkur tíma í þetta! Til þess að kona geti squirtað, er mikilvægast af öllu að hún sé afslöppuð. Ef hún jafnvel heldur bara smávegis aftur af sér, þá mun ekkert koma og fullnægingin því ekki jafn góð. Ef hún fær þá fullnæginu yfir höfuð. Þannig konur, treystið makanum ykkar eða bólfélaga. Ef hann hefur virkilega áhuga á að reyna að gefa þér þessa fullnægingu þá skalltu endilega hjálpa við það. Það þarf tvo til :)
Svo er það númer 1, 2 og 3 hjá ykkur sem ætlið að veita konunni þessa fullnægingu.. ÞOLINMÆÐI! Góðir hlutir gerast hægt.

.

Það er ekkert að því að kona squirti. Þvert á móti! Það getur fært fullnæginu kvenna upp á allt annað level og kryddað verulega upp á sambandið. Allar konur geta lært að squirt-a, þær þurfa bara að læra að slaka á! Goosfraba!
900

Athugasemdir

Nágrannadagur

Next Story »

Að vera ofaná