rape-d

Skuggi yfir þjóðinni?

Pistil höfundur: Áslaug Einarsdóttir

Svartur blettur á þjóðinni.

Umræðan um þann hryllings og það réttarhneyksli sem átti sér stað á áttunda áratug síðustu aldar er ekki síst mikilvæg í því ljósi að draga af því nauðsynlegan lærdóm.Saga Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar sem hefur undanfarið verið í umræðunni í íkjölfar mastersritgerðarinnar, Þegar fjölmiðlar þegja, og er lýsandi dæmi um það hvernig kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fer leynt og hvernig það þrífst í skjóli þagnar.

Það er ærin ástæða til að taka þetta mál sérstaklega fyrir og ekki síður gagnlegt að rannsaka og varpa ljósi á þær brotalamir í kerfinu, stofnunum og samfélaginu sem áttu stóran þátt í því að börnunum var ekki bjargað úr barnavændi sem þau máttu þola um áratuga skeið. Bæði eiga fórnarlömbin það inni hjá þjóðinni og öllum þeim stofnunum og starfsmönnum sem áttu að vernda þau að fá lyktir í eitt mesta réttarhneyskli Íslandssögunnar. Sýknudómur Hæstaréttar er skelfilegur og óskiljanlegur að mati lögspekinga sem rýndu í dóminn þegar verkið var í vinnslu.

Hæstiréttur ætti að sýna sóma sinn í því að rannsaka þennan dóm og viðurkenna þau vinnubrögð sem viðhöfð voru ranglega og veita fórnarlömbunum einhvers konar skaðabætur og afsökunarbeiðni.
Afleiðingar þessi sýknudóm er svo skelfilegri en orð fá lýst. Þetta ljóta mál hverfur ekki úr sögunni og sá skuggi sem liggur yfir þjóðina fær ekki slökkt, Kannski grúfir hann yfir og ekkert sem því getur breytt en mögulega gæti birt til ef málinu er sinnt og viðurkennt fyrir það sem það er.
Þeir sem ábyrgðina báru brugðust allir. Þessu ber að taka alvarlega og lykilstofnanir þessa lands þurfa að átta sig á að mál þetta þarf að hreinsa og núna er tíminn til þess.

Því miður eru víða vísbendingar þess efnis að þessi saga er ekki barns síns tíma, Sem dæmi er vert að benda á bók Guðrúnar Kristinsdóttir sem var nýlega gefin út. Guðrún fullyrðir eftir vandaða rannsóknarvinnu að ekkert viðbragðskerfi sé yfirhöfuð til staðar við ofbeldi gegn börnum í leikskólum og grunnskólum á Íslandi enn þann dag í dag.

Sem dæmi kemur fram í bókinni að grunnskólastrákur hafi mannað sig upp og fór á
fund skólastjórans og tjáði sig um það heiftarlega ofbeldi sem hann þarf að
lifa við á heimili sínu. Skólastjórinn brást við með þeim orðum að stráksi ætti
bara að fara út að leika sér!

Ef skólinn beitir sér ekki í forvörnum og hugar ekki að öryggi nemenda sinna og
lokar augunum fyrir líðan þeirra og stöðu, má spyrja sig hvort lítið hafi
breyst frá því að fimm systur gengu allar í sama skóla, Öldutúnsskóla
(Thelma og systur hennar)? Allt skólasamfélagið lét sem ekkert væri að þrátt
fyrir útbreidda vitneskju um barnavændið sem faðir þeirra var forsprakki fyrir.

Umræðan sem Sigmar Gudmundsson tók svo eftirminnilega fyrir í Kastljósinu eftir
útkomu bókarinnar Myndin af pabba – saga Thelmu 2005 vakti gríðarlega athygli
og um lítið annað var talað í samfélaginu sem var heltekið af þessum ótrúlega
veruleika sem átti sér stað.

Því má segja að úr varð þjóðarsorg og fólki sveið undan þessum sára sannleik að
svona lagað gæti hafa gerst hér á Íslandi þrátt fyrir að upplýst hafi verið í
Kastljósinu og í bókinni að allt samfélagið brást börnunum.

Það er erftt að skilja hvernig barnavændi á kornungum stúlkunum fékk að líðast
svo árum skipti þrátt fyrir ótal tækifæri úr öllum áttum að stöðva það? En
hverju skilar þessi umræða? Af hverju erum við að ræða þetta?

Ég bið alla að taka höndum saman og knýja á að hafnfirski harmleikurinn verði tekin til skoðunar og verði til þess að þrýsta á nauðsynlegar breytingar í samfélagsgerðinni og þeim stofnunum
sem sinna börnum sem svo sárlega er þörf á.

[useful_banner_manager banners=2 count=1]

900

Athugasemdir

Býr drusla í fataskápnum þínum?

Next Story »

Ég var að ljúka við að lesa pistilinn ” Hvað er að ykkur íslenskir karlmenn? “