AR-150128851

Rosaleg upplifun ungrar konu í strætó á dögunum!

Þegar Sonja Rut var á ferð með strætó upplifði hún skelfileg samtöl milli ungra barna, þar í sömu ferð var hún sjálf kölluð mella og að hún ætti sko að passa sig!

Birt með samþykki Sonju Rutar.

Hér má sjá hennar eigin orð á atburðinum;

Postaði þessu á beauty tips og var bent á að setja þetta sem status svo það sé hægt að deila þessu, og vekja athygli á hvernig samfélagið er orðið. Þetta situr svo fast í mér. Ég fer ekki oft í strætó, en þegar ég fer er mjög oft fullur strætó af krökkum að koma úr skólanum.

Í dag fór ég í strætó og þar var fullur strætó og ég settist aftast ég fór að hlusta á umræðunar hjá þeim og ég varð orðlaus, ég held ég hafi snérið mér við svona 4 sinnum og augun á mér voru við það að detta út. Hvað er að gerast við krakka útum allan heim. Þetta voru krakkar úr svona 5 bekk.

Umræðunar voru nauðganir,og standpínur, og hverjir meiga vera saman og ekki, og svo kom umræða sem ég fékk algjörlega nóg. Þau voru að tala um foreldra sína, og einn segir “ég þoli ekki pabba” og fór að koma með einhverja sögu um pabba sinn. Þá segir ein saklaus stelpa sem sat þarna “Ég á ekki foreldra” þá segir ein stelpan sem var búin að vera “töffarinn” í þessari strætóferð “bíddu bíddu þegiðu ertu sorgleg?, það eiga allir foreldra ” stelpan svaraði ” nei ekki ég fæddist í tælandi.” og þá fóru þau að tala um hversu sorgleg hún væri að eiga ekki foreldra, og spurðu hana hvort hvort hún borðaði þá alltaf kakkalakka í matin, þá segir einn ” nei djók haha þá myndi hún éta fjölskylduna sína” Stelpan labbaði í burtu skiljanlega og þegar hún labbaði í burtu fékk ég meir en nóg, það var ýtt henni og spurt hana hvort hún væri þroskaheft.

Hún svaraði með þessum orðum ” nei ég er það ekki ” og ætlaði að labba út. Þá segir þessi stelpa sem var búinn að vera að drulla yfir greyið stelpuna ” Gættu þín hvað þú segir eða ég lem þig ” þá stóð ég upp og ég spurði hvað stelpan hafi gert henni, hún svaraði með þessum orðum ” hættu að skipta þér af mella ” ég er svo gaaaapandi hissa á þessu, svo labbar einn strákurinn uppað mér, hann var kannski 11 ára og segir ” passaðu þig hvað þú segir mella “. Stelpan labbaði í þokkabót grátandi í burtu skiljanlega eftir allt þetta og ég á eftir henni að reyna að tala við hana. Stelpan þakkaði mér fyrir að hafa talað við þau og fór heim til sín.

En hvað er í gangi með krakka nú til dags? Getur einhver svarað því?

900

Athugasemdir

Lakkaðu á þér neglurnar til að styðja við Bruce Jenner!

Next Story »

Móðir sér eftir að hafa eignast börnin sín – “ líf mitt hefði orðið betra án þeirra”