kids2

Best Geymda Leyndarmálið í Grafarvoginum

Það getur orðið mjög þreytt að hanga bara heima hjá sér

í rigninguni og bíða endalaust eftir sólini í þeirri von um

að þá sé hægt að fara út úr húsi og skemmta sér með fjölskyldunni. 

Við hjónin ákváðum að skella okkur í keilu í Egilshöll og tókum bæði dóttir okkar með og vinkonu hennar.

Það er alltaf jafn gaman í keilu og allir eru jafnir.

Þetta er stórkostleg fjölskylduskemmtun og við skemmtum okkur konunglega enda er þetta flottasti keilusalurinn í Evrópu. Við keyptum 55 mínútur og vorum svo heppin að græða 25 mínútur í viðbóð þar sem það er einmitt þannig tilboð í gangi núna. Við börðumst hart þrátt fyrir góða skemmtun og tæpt stóð á stigum en einhver þarf að sjálfsögðu að standa uppi sem sigurvegari.

 

Eftir þessa hörðu baráttu og miklu skemmtun vorum við öll glorsoltinn og eltum ilminn af pizzugerð sem leiddi okkur beina leið inn á Fellini, við höfðum aldrei komið þar inn áður og við okkur blasti glæsilegur veitingastaður með æðislegri lýsingu. Við settumst inn og fengum matseðilinn afhentann.

Strax tókum við maðurinn minn eftir að La Luna pizzur voru á matseðlinum en við höfum ófá skipti fengið La Luna pizzur hjá sjálfum meistaranum honum Tolla svo við vissum hvað við vorum að panta. Stelpurnar fengu sér pizza margarita , maðurinn minn pantaði sér humar pizzu en ég fékk mér hið fræga calsone.

Þrátt fyrir að allir nánast sleiktu diskana sína þá vildu þau öll einnig borða minn rétt. Tolli hefur verið að gera pizzur alveg síðan hann keypti Eldsmiðjuna 1994 og þrátt fyrir að hafa selt Eldsmiðjuna 2007 þá hélt hann áfram að gera sínar ómótstæðilegu pizzur eða flatbökur sem íslendingar elska. Hann notar ávallt súrdeig sem hann gerir sjálfur og aðeins íslensk hveiti, heilhveiti og byggi sem gerir pizzurnar hollari.

Frábært að borða með börnin hér þar sem Tolli notar engan sykur í sósurnar sínar og reynir að nota eins lítinn sykur og hægt er í allt, þegar ég tók á tal við hann þá tjáði hann mér að hann notaðist við aðra leið sem væri hans leyndarmál.

Hamborgarabrauðin eru nýbökuð á Fellini á hverjum degi og rifin eru soðin í Bola bjór eftir kúnstarinnar reglum. Starfsfólkið og þjónustan var klárlega til fyrirmyndar, fengum glaðværan þjón sem skemmdi alls ekki fyrir.

Upplifunin var dásamleg og við áttum æðislegar stundir í Egilshöllini þetta kvöld.

Það er æðislegur matseðill á þessum glæsilega stað, inn á staðnum er frábært barnahorn með sjónvarpi og hvar sem sæti er valið er hægt að fylgjast með barnahorninu

.           

Ég mæli með að þið rífið ykkur upp úr inniveruni og hættið að vera gísl rigningarinnar, drífið ykkur af stað í Egilshöll með afa, ömmu, mömmu, pabba, börnunum, frænkum, frændum eða vinum og gerið ykkur góðar stundir í keilu og gæðið ykkur á gómsætum mat á Fellini. Ég get lofað ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

 

Þessi ferð kostaði okkur alls ekki mikið og við náðum að skapa æðislegar minningar saman.

900

Athugasemdir

Í fyrstu lítur þetta út eins og falleg ljósmynd en…

Next Story »

Myndir sem teknar voru fyrir Norðurlandamótið í fitness!