back_1

Páll Óskar sendi frá sér nýtt lag sem tekur burt myrkrið og hatrið

Það er alveg á hreinu að þetta lag mun hljóma í tækjum landsmanna og vera spilað á dansgólfum við hvert tækifæri sem gefst.
Þú getur meira að segja brillerað og lært textann af laginu strax því textinn fylgir hér fyrir neðan.

Á Facebook-síðu söngvarans segir að lagið sé það fyrsta sem Páll Óskar gefur út í samvinnu við Jakob Reyni Jakobsson og Bjarka Hallbergsson, sem mynda tónlistarteymið DUSK.

 

 

Kominn útúr mesta myrkrinu
Vann mig útúr eigin sjálfheldu
En ef að út af ber
Og ef ég byrja að barma mér
Þá minni ég mig á það
sem hún mamma sagði mér

Líttu upp í ljós
þá stendur þú með skuggann í bakið
líttu upp í ljós
sem tekur burtu myrkrið og hatrið

Líttu upp í ljós
jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið
Líttu upp í ljós
Ég mæli með því, en þú hefur valið

Komst í gegnum böns af bömmerum
tæmdi gamalt dót af lagernum
En ef ég læðist inn
á gamla svarta staðinn minn
þá minni ég mig á það
sem hún mamma sagði eitt sinn

Líttu upp í ljós
þá stendur þú með skuggann í bakið
líttu upp í ljós
sem tekur burtu myrkrið og hatrið

Líttu upp í ljós
jafnvel inní gráu skýji er sólskinið falið
Líttu upp í ljós
Ég mæli með því, en þú hefur valið

900

Athugasemdir

Nýjasta dróna æðið! Hvernig er það þegar……..

Next Story »

Hann borðaði hundinn……. R.I.P Pulla