to-all-the-moms-on-mothers-day-nate-smith-trainer-amp-coach

Óður til móður!

10931307_10152604992026659_7868981578269376779_n (1)

 

Í dag er mæðradagur, sem er algjörlega frábært. Mæður eiga að sjálfsögðu að fá einn dag þar sem er dekrað við þær og þeim sýnt afrakstur heils árs í gjöfum. En er það þannig?

Í dag hef ég séð facebook statusa sem segja hversu mikið allir elska mömmur sínar, en það sem kom í huga minn er hversu vel sinnum við mæðrum okkar í raun? Er það bara einn dagur á ári sem þessi skilaboð þurfa að komast á framfæri? Er einn blómvöndur og status á facebook nægilegt? Flestir eiga alveg fínar mömmur sem hafa alið börnin sín upp í að verða að góðu fólki og góðum þjóðfélagsþegnum. Þær hafa átt fleiri daga af andvökunóttum en hermaður í stríði, þær hafa fórnað draumum og sett sínar langanir í baksætið, þær hafa staðið sveittar fyrir hvert afmæli, hver jól, páska, og öll sumarfrí hafa farið í að plana í kringum þig. Þær keyptu föt á þig en ekki sig, þær unnu heima og úti til að sjá fyrir þér, þær hafa fengið allt það ljótasta í andlitið frá þér “ ég hata þig” “ég vildi ekki þetta í afmælisgjöf” “þú ert leiðinleg” “ þetta er ógeðslegur matur” osfrv. Persónulega þykir mér að hver dagur eigi að vera mæðradagur, þar sem við kennum börnunum okkar að heiðra móðurina sem gaf þeim líf, og gaf sitt eigið líf svo að börnin mættu eiga gott líf. Mæður eru ofurhetjur, læknar, prestar, kennarar, skúringakonur, sálfræðingar og yfirburða vitsmunaverur. Þær eru allur heimurinn fyrir litlu barni og fá aldrei það kredit sem þær eiga skilið. Svo í dag langar mig að heiðra allar mæður og segja TAKK!

Takk fyrir fórnina, takk fyrir þolinmæðina og fyrirgefið hvað við sem börn og fullorðin erum algjörlega vanþakklát fyrir það sem þið hafið gert öldum saman og elskað okkur þrátt fyrir það sem það kostaði ykkur!

Valdís Rán Samúelsdóttir

900

Athugasemdir

Já ég er fucking kona og ég tek pláss!

Next Story »

Þetta er ekki sanngjarnt af ykkur!