Donna og ég

Nú verð ég bara að eiga mitt hunda nöldur!

ég pistlamynd

Ég ætla ekki að skrifa um strætó, húsnæði búðir, og allt það sem leyfa ekki hundana mína.reyndar mun ég örlítið nefna kaffihús..

Ég ætla að ræða um hundaeigendur sem halda að bara að vegna þess að ég eigi hund sem ég er úti að ganga með, þá sé það bara eðlileg krafa að fá þeirra hund askvaðandi upp að mínum hundi.. Æjj mér þótti hann svo sætur að ég vildi leyfa þeim að hittast.. Er fólk algjörlega búið að missa vitið? Nú hef ég búið erlendis m.a í Danmörku og Noregi með hundana mína, og jú við erum alltaf að tala um hundamenninguna þar og bera okkur saman við þau lönd.

Þar myndi ekki einni manneskju detta til hugar að það væri eðlilegt að fá að hitta hundinn minn þegar við erum úti að ganga saman. Þar þykir ekki eðlilegt að hafa hundinn þinn lausann ef hann hlýðir ekki innkalli og þar þykir það ekki krúttilegt að hundurinn þinn kunni ekki almenna siði þegar kemur að virðingu og hlýðni. Þar er geltandi hundur og illa alinn upp hundur ekki sætur heldur plága, en hundurinn fær ekki lookið heldur þú! Já þú kæri hundaeigandi, það er ekkert sætt við leiðilegan hund. Það er ekkert krúttilegt við geltið í honum. Það er talið á þína ábyrgð að að ala upp þinn hund og að vera ekkert að blanda öllum inn í það með yfirgangnum í þér. Ég get alveg verið sammála um að hafa svona hundavina kaffihús, en ég skil ekki þörfina fyrir að hafa hunda allsstaðar. Mér þykir voða fyndið að við séum alltaf að miða okkur við norðurlöndin þegar það kemur að hundahaldi, þegar við kunnum varla að fylgja mjög einföldum reglum eins og vertu með nokkra poka í vasanum/veskinu og hirtu upp eftir hundinn þinn og hentu svo pokanum í rusl ekki í runna. Lausaganga hunda er bönnuð hvort sem þú treystir hundinum eða ekki! Erlendis þykir bara ekkert eðlilegt við lausa hunda nema á svæðum sem leyfa það! Pointið er þinn hundur þín ábyrgð.

Ég get orðið brjáluð þegar ég sé hjálparbeiðni að þrífa hundasvæðið sem hundurinn þinn skítur og þú þrífur ekki, hvað á ég þá að fara í skítagallann og þrífa upp eftir þinn hund? Ertu frá þér? Gleymdu hugsuninni.. Ég kæri mig bara ekkert um breyttar reglur varðandi hundahald á meðan þú kæri eigandi sem kannt ekki að eiga hund, nennir ekki að taka ábyrgð á þínum hundi, þínum skít og veist ekki hvað taumur er.. Hundur er ekki bara eitthvað sætt sem þú færð þér, heldur dýr sem verður að skepnu illa upp alið! Áður en við förum að krefjast breytinga á hundahaldi þá skulum við byrja á að breyta því hvernig við hugsum, og byrjum á því að hegða okkur eins og er gert erlendis áður en við krefjumst þess sama rétts og þau hafa.
Til að summa þetta upp fyrir þig: Hafðu hundinn þinn í taumi, Þrífðu upp eftir hann skítinn, ekki troða hundinum þínum upp á aðra hundaeigendur sem eru með sinn hund á göngu. Ef þú nærð þessu, þá skulum við taka höndum saman og reyna að breyta lögum um hundahald á Íslandi!

Valdís Rán Samúelsdóttir

900

Athugasemdir

Að lifa í sársauka.

Next Story »

Hvenær verður munaðarlausa barnið heilt?