fostusg55s4 sdfg

Niðurstaða greinarhöfundar leiðir af meingölluðum og illa rökstuddum forsendum.

Gísli Garðars las grein á Vísir.is sem má finna hérna Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja!

 

“Fóstureyðing er aldrei, né getur verið, einkamál konu. Enda verður barn ekki getið nema með aðkomu karlmanns.”

Rangt. Nema í besta falli ef þú skilgreinir sæðisgjöf sem aðkomu að getnaði. Sem meikar jafnmikinn sens og að bóndinn sem slátrar nautinu eigi að ráða því hvernig þú matreiðir það.

“Kona sem getur einhliða tekið ákvörðun um fóstureyðingu getur með því sniðgengið afleiðingar kynlífs síns.”

Rangt. Getnaður er ekki eina mögulega afleiðing kynlífs.

“Hins vegar ræður karlinn engu um það hvort konan eigi eða deyði barnið.”

Rangt. Fóstur eru ekki börn. Það er hins vegar bannað með lögum að deyða börn. Þetta ætti mannréttindalögfræðingur að vita.

“Réttur karlsins skiptir máli þar sem fóstur er ekki eingetið, kannski vill viðkomandi faðir ala barnið upp einn eftir fæðingu þess? Og það á að vera sjálfsagt mál nú á tímum jafnréttis.”

Greinin gengur út á það að karlar eigi að hafa hlutdeild í því hvort konur gangi með börn. Af hverju eiga konur þá að ganga með börn af því að karlar vilja það? Greinarhöfundur er í þversögn við sjálfan sig.

“Þá þarf hafa í huga rétt barnsins sjálfs til lífs.”

Börn eiga rétt til lífs. Fóstur ekki. Mjög einfalt.

“Það er rétt að undirstrika það að kona hefur vald yfir eigin líkama þó henni sé gert að axla ábyrgð og afleiðingar á eigin kynlífi!”

Rangt. Ef einhver skikkar þig til níu mánaða þungunar og barnsburðar hvort sem þú vilt það eða ekki hefurðu augljóslega ekki vald yfir líkamanum þínum.

“Slík framsetning eykur líkur á að litið sé svo á að konur vilji geta notað fóstureyðingar sem einhvers konar getnaðarvörn!”

Fóstur verða til við getnað. Ef þú gengur með fóstur sem hægt er að eyða hefur getnaður þegar átt sér stað. Fóstureyðing getur því eðli málsins samkvæmt ekki í nokkrum skilningi verið getnaðarvörn.

“Kannski vill hann eiga barnið og ala það upp? Alveg eins og konan getur í dag einhliða ákveðið að gera. Á slíkt ekki að ganga jafnt í báðar áttir?”

Þú mátt taka einhliða ákvarðanir um það hvort þú gangir með barn í níu mánuði, troðir því út um of lítið líkamsop og hafir það á brjósti þegar tæknin gerir þér kleift að gera þetta sjálfum. Þangað til er það fólksins sem hefur þennan líffræðilega möguleika að ráða því hvort það vilji leggja hann á sig.

“Gleymum ekki heimssögunni og afleiðingum öfgafullra „isma“ – stefna er leitt hafa til mikils óréttar eins og fasisma, rasisma og nasisma.”

Tveir fyrir einn á rökvillum. Ad Hitlerum og meðalhófsrökvilla í sömu setningunni. Douze points.

“Konur verða að gæta hófs í baráttu sinni. Því skerðing á umgengni og svona einhliða ákvarðanir eru til þess fallnar að skerða rétt og vinna gegn hagsmunum ekki bara karla, heldur framtíð barnanna sjálfra!”

HUGSIÐ UM BÖRNIN er rosalega þreytt pæling. Næstum því jafnþreytt og þegar karlar segja konum hvernig þær eigi að haga réttindabaráttu sinni.

“Konur verða að hafa í huga að þær njóta ýmissa sérréttinda nú þegar umfram karla, sem of langt mál væri að telja upp hér […].”

Það er rosa veikt að nenna ekki að rökstyðja fullyrðingar sem rík sönnunarbyrði hvílir á þegar niðurstaðan á að leiða af þeim. Þetta er búllsjit þangað til að tæmandi listi kemur.

Niðurstaða:

Niðurstaða greinarhöfundar leiðir af meingölluðum og illa rökstuddum forsendum. Henni ber því að hafna.

Og áður en fólk drullar yfir mig fyrir að hafa ekki skilning á málefninu: ég, sem karl, hef verið í þeirri stöðu að maki hafi staðið frammi fyrir ákvörðun um fóstureyðingu. Það var alveg erfitt og ég hafði líka alveg skoðanir á því hvort ég hefði heldur viljað. En það var aldrei mitt hlutverk að ákveða það. Ég sagðist bara ekki taka afstöðu til þess heldur styðja viðkomandi hvort heldur sem hún ákveddi: ef hún vildi eyða fóstrinu myndi ég aðstoða hana í gegnum það; en ef hún vildi ganga með það myndi ég aðstoða hana í gegnum það og ala barnið upp með henni. Þannig “axlaði ég ábyrgð á kynlífi mínu”, eins og greinarhöfundur vill orða það svo pent.

Gísli Garðarsson

 

900

Athugasemdir

Dýr á aldrei að gefa í gjöf á Jólunum

Next Story »

Þegar ég fékk stelpuna mína loksins í fangið þá fann ég ekkert