kisshard

‘‘Nei, við vorum ekki að deita. ‘‘ ‘‘Hann var ekki kærastinn minn.‘‘ ‘‘ Við vorum ekki par… ‘‘

‘‘Nei, við vorum ekki að deita. ‘‘ ‘‘Hann var ekki kærastinn minn.‘‘ ‘‘ Við vorum ekki par… ‘‘ Svo afhverju í fjandanum er þetta svona sárt?

Afhverju getur einhver sem hefur aldrei verið fastur liður í lífinu mínu ollið mér svona miklum sársauka? Afhverju getur einhver sem var í rauninni ekkert allt í einu skipt mig máli? Afhverju getur einhver sem var í rauninni bara‘‘næstum því‘‘ sært eins og það hafi verið ‘‘ alltaf ‘‘?

Við tölum mikið um að deita, en engin virðist tala um þann sambands flokk sem jafn mikið alvöru og skemmandi eins og kærasti/kærasti eða einnar nætur gaman : Hvað með þessa inná milli? Hvað með alla þá sem misstu ‘‘næstum‘‘ ástina sína.

Þú veist, fólkið sem þú fórst út með, svafst hjá, grést yfir og sást aldrei aftur? Þær manneskjur sem þú gerðir þetta aldrei opinbert með, en líður jafn illa yfir eins og þegar við hættum með kærasta/kærustu?

Í minni reynslu, eru næstum-fyrrverandi verri en fyrrverandi. Því kærustur og kærstar hafa rétt á að syrgja sambandið, en þegar þú hættir með næstum-fyrrverandi færðu enga samúð. Fyrir vinum þínum og fjölskyldu var þetta ekkert alvöru.

En þetta var alvöru, mjög svo. Þótt þú hafir ekki skilgreint sambandið þá þýðir það ekki að þú finnir ekki sársaukan að heyra ekki í manneskjuni.

Þótt þú hafir aldrei farið í frí með henni eða tekið hana/hann heim um jólin þýðir það ekki að þú saknir hennar ekki.

Þú ert búin að fara í gegnum rússibanann sem óopinbert samband gefur; þú veist sársaukan sem óskiljanlegt og óklárað samband hefur með sér í för.

Þú veist ekki hvað þú átt að kalla það sem þið áttuð.
Hann er ekki þinn ‘‘ fyrrverandi ‘‘ en hann er ekki heldur bara ‘‘ einhver gaur. ‘‘ Hann var óútreiknanlegur og óskiljanlegur partur af lífinu þínu.
Þú veist ekki hvernig þú átt að syrgja hann.
Þú vilt gráta, öskra og senda honum reið skilaboð, en það virkar alltof dramatískt.
Þér finnst þú ekki eiga rétt á sorginni þinni.
Samúð er geymd fyrir ‘‘samband‘‘ og að eyða tveim dögum í að gráta yfir einhverjum sem vinir þínir hittu aldrei gerir sorgarferlið mun erfiðara.

Þú getur ekki talað við vini þína um þetta.
Takmörkin fyrir því hversu mikið þú getur talað um fyrrverandi er allt undir því komið hversu mikið vinir þínir þola.
Þú mátt ekki vera bitur gagnvart þeim.
Þegar þú rekst á næstum-fyrrverandi, er erfitt að leika ‘‘pirruð fyrrverandi kærasta‘‘ því þú mátt eiginlega ekki vera pirruð.
Jafnvel þótt þú sért að díla við þetta eins og alvöru sambandsslit, allir (hann/hún innifalin) ætlast til þess að þú höndlir þetta eins og þroskaða einhleypa gellan sem þú varst alltaf.

Þú færð gjörsamlega enga lokun, ‘‘closure‘‘ .
Versti parturinn yfir næstum-fyrrverandi er að sambandsslitin ykkar eru jafn mikið alvöru og sambandið var. Þú færð ekki bara enga lokun, heldur viðurkennir enginn byrjunina eða endann á sambandinu.
Þið eruð ekki facebook vinir, svo ‘‘stalking‘‘ er úr sögunni.
Þú hefur ekki jafn góð sambönd á netinu eins og ef þú værir í ‘‘alvöru‘‘ sambandi, sem gerir það að stalka mun, mun erfiðara.
Þú átt örugglega eftir að sofa hjá honum/henni aftur og gera allt verra.
Ólíkt og í alvöru samböndum, ertu ekki að kötta manneskjuna alveg úr lífinu þínu.
Þetta leiðir til þess að það er meiri hætta á að þið sofið saman á fylleríi, eitthvað til að láta ykkar næstum því samband virðast vera ein önnur mistökin.

Þú hefur ekki lögmætar ástæður fyrir því að rekast ekki á hann aftur.
Vinir þínir munu ekki vara þig við að hann komi kannski í partý, því ég meina, þau þurfa þess ekki.
Þú vilt aldrei láta eins og það fari í taugarnar á þér.
Að gráta yfir einhverjum sem var aldrei virkilega ‚‘‘undir‘‘ þér er örugglega versti sársauki sem manneskja getur upplifað.

Þú verður mun pirraðari þegar þeir byrja að deita aðra.
Það er óhjákvæmilegt að fyrrverandi muni fara í annað samband.
En með næstum-ex, því þið voruð aldrei saman í alvöru, þegar hann ákveður að gera það opinbert með einhverri annari, verður sársaukinn of mikill.
Þú berð hann saman við nýtt fólk.
Þótt þú megir ekki segja að þú óskir þess að nýja skotið þitt væri meira eins og þinn fyrrverandi, máttu samt hugsa það.. og það er verra.

Þú veist ekki hvort þú eigir að sleppa takinu.
Því þið voruð aldrei opinberlega saman, þá hættuð þið aldrei opinberlega saman. Þetta leiðir til þess að þeir verða minna eins og minning og meira eins og ókláruð bók sem þú ert ekki tilbúin til að leggja til hliðar.

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=5 width=660 height=240 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Þorir þú að faðma mig? Myndband

Next Story »

Fólk fær heyrn í fyrsta skiptið! – Myndband