10408892_10153132686573666_8376421164922257336_n

Nágrannadagur

Hefur þú áhuga á að kynnast nágrönnum þínum? Þá sem þú hefur aldrei talað við eða þá sem eru nýfluttir í götuna?

Það vill svo skemmtilega til að ég er stödd í Lúxemborg. Hingað hef ég ferðast fjórum sinnum á síðustu þremur árum. Þetta er minn draumastaður! Það er margt hér sem ég væri til í að sjá á Íslandi. Nei, ég er ekki bara að tala um veðrið.

Eitt sem heillaði mig alveg upp úr skónnum núna í vikunni var götuveislan sem ég fór í. Stjórnvöld hér hvetja íbúa landsins til þess að halda þessar svokölluðu nágrannahátíðir, eða “La fête des voisins”. Hátíðirnar eru vel þekktar í Evrópur. Þetta hófst árið 1999 í París, þegar nokkrir vinir ákváðu að halda veislu fyrir nágranna sína. Fljótlega varð þetta að hefð um allt Frakkland og árið 2004 fóru önnur lönd að taka þátt. Lúxemborg hefur tekið þátt frá árinu 2005 og er Nágrannadagurinn haldinn hátíðlegur þann 29. maí, ár hver. En fólki er að sjálfsögðu frjálst að halda götuveislur hvenær sem þeim hentar best.

.

Markmið hátíðarinnar er að stuðla að tengslamyndun og þróa samfélagsanda til að brjóta niður einangrun í samfélaginu.

Götuveislan sem ég fór í var æðisleg. Í boði var kalkúnn og svínakjöt fyrir fullorðna fólkið og kjúklinganaggar fyrtir börnin. Auk allsskonar meðlætis. Eftirréttirnir voru algjört lostæti. Súkkulaðikökur, ferskjubökur, súkkulaði- og vanillubúðingur og ávaxtasalöt. Nágrannarnir sátu saman í stóru veislutjaldi, spjölluðu og borðuðu. Margir komu með veitingar að heiman til að bjóða uppá, svosem snakk, ávexti og/eða nammi.

En svona veislur eru að sjálfsögðu mjög hentugar til þess að börnin í götunni fái að kynnast. Fyrir krakkana var leigður hoppukastali og við hliðiná honum var löng upplásin sundlaug til að leika sér í. Þegar lengra leið á kvöldið settu nokkrir upp net og spiluðu blak.

.

Þetta allt saman kostaði rúmar 1.800 kr fyrir fullorðna og 400 kr fyrir börnin.

Ég skora á íslendinga að halda sínar eigin nágrannaveislur. Við viljum flest að börnin okkar séu úti að leika frekar en að hanga inni. Sýnum þá gott fordæmi og förum sjálf út að leika!

900

Athugasemdir

Dagskráin á Þjóðhátíð 2015!

Next Story »

SQUIRT – Lærðu og njóttu!