deil123

Móðir sér eftir að hafa eignast börnin sín – “ líf mitt hefði orðið betra án þeirra”

Isabella Dutton, 57 ára segist sjá eftir að hafa ekki verið barnlaus.

“ ég sá eftir tímanum sem börnin mín tóku frá mér, þau voru eins og sníkjudýr, þau tóku bara frá mér og gáfu ekkert til baka”

mamman sem sér eftir b.1

Sonur minn Stuart var fimm daga gamall þegar ég áttaði mig: að eignast hann voru stærstu mistök lífs míns. Jafnvel núna 33 árum seinna sé ég ennþá fyrir mér þegar þetta rann upp fyrir mér. Stuart var sofandi í vöggunni sinni, það var komið að brjóstagjöf en hann var ekki vaknaður. Ég heyrði hann hreyfa sig, ég leit á hann og upplifði engin tengsl við barnið, enga móðurleg ást. Ég upplifði bara að hann var eins og geimvera sem hafði ráðist inn í hjónabandið mitt og breytt því, og því miður til hins verra.

mamma með barn 3

Ég var 22 ára þegar ég átti hann, Stuard var gott og rólegt barn, svo tilfinningaleysi mitt tengdist ekki þreytu, eða fæðingarþunglyndi.

Raunin var, mig hafði aldrei langað að eignast börn, raunar hataði ég hreinlega hugsunina. Svo á þessu augnabliki áttaði ég mig á því að þessi tilfinning myndi aldrei hverfa.

Ég man að ég spurði sjálfa mig þegar hann fæddist, Er hann raunverulega minn? Hann hefði getað verið hvaða barn sem er, og ef að góðhjörtuð manneskja hefði beðið um að fá að ættleiða hann, þá hefði ég gefið hann.

Það má samt ekki miskiljast, ég vil Stuart allt það besta og ég gaf hvert einasta strá af orku sem ég átti til að hugsa um hann. Jafnvel með því veit ég að líf mitt hefði verið betra án hans.

Tveimur árum og fjórum mánuðum seinna eftir að Stuart fæddist, átti ég dóttur mína Jo. Það kann að hljóma furðulega að ég hafi eignast annað barn í ljósi þess sem ég hef sagt hér á undan, en ég virkilega trúi því að það hefði verið mjög eigingjarnt af mér að eignast bara eitt barn.

Með Jo upplifði ég það nákvæmlega sama og með Stuart, en ég vissi að ég myndi gefa mig í að ala hana upp með sama móti og byrja að elska hana með tímanum, nákvæmlega eins og gerðist með son minn.

börnin 2

En á sama hátt og með hann, þá hataði ég hvað börnin voru háð mér, þau voru líkt og sníkjudýr, sem bara taka og gefa ekkert í staðin, ekkert sem er eitthvers virði allavega.

Þegar ég sagði vinum mínum að ég óskaði þess að ég hefði aldrei eignast þau, náðu vinir mínir vart andanum af undrun. Sumir sögðu, þú getur ekki meinað þetta Isabella? Jú það gerði ég sannarlega.

Fyrir sumum þá leit líf mitt ekki glamúrus út, ég var ritari og ekki búin að byggja upp frama, svo hverju var ég eiginlega að fórna?

Það sem ég mat mest í mínu lífi var „ minn tími“, tími til að hugsa, lesa bækur, tími til að vera með mér og friður hugans. Svo allt í einu er þetta ekki lengur í boði. Það voru tveir litlir innbrotsþjófar búnir að stela þessu frá mér. Enn þann daginn í dag hef ég ekki tíma í þetta.

Ég veit ekki af hverju mér líður með þetta eins og mér líður. Ég er ein af fimm systkinum, ólst upp í hamingjusamri fjölskyldu, átti elskandi foreldra. Pabbi var í hernum og mamma ól okkur upp.

Mamma og ég vorum mjög nánar, meira að segja sem fullorðin kona gat ég alltaf treyst á hana. Æskan mín var falleg og venjuleg. Eins og flestar litlar stelpur lék ég mér að dúkkum, en ég man ekki til þess að mig hafi langað til að breyta þessum leik í raunveruleika.

Ég veit að margir munu líta á mig sem kaldranalega og jafnvel ónáttúrulega, en ég virkilega trúi því að það eru fleiri sem upplifa það sama og ég.

Munurinn er bara þessi; ég hef alltaf verið heiðarleg með þetta, jafnel hafa sumir upplifað að það sé jafnvel of mikill heiðarleiki varðandi þetta hjá mér.

Það er stundum eins og ég hafi brotið lög náttúrunnar með minum orðum, hverskonar móðir eftir allt, sér eftir börnunum sínum?

fengið af Daily mail

900

Athugasemdir

Rosaleg upplifun ungrar konu í strætó á dögunum!

Next Story »

Hvernig á að díla við óþolandi krakka með einu einföldu skrefi!