The-Proposal-the-proposal-6858108-1280-1024

Mega konur taka fyrsta skrefið í átt að hjónabandi!

Halló, ég heiti Sunna Sif og er 23 ára háskólanemi og bý á Akureyri.

Hver kannast ekki við að sjá svona myndbönd á youtube eða falleg atriði úr bíómynd?

Þetta er rosalega fallegt, og yndislegt og hjartnæmt. En við verðum að muna að það sem gerist í kvikmyndum á sér ekkert alltaf stoð í lífinu sjálfu.
Ég las rannsókn á netinu sem að segir það að þegar að fólk er spurt út í bónorð, þá vill meirihlutinn að karlmennirnir biðji konunnar, því það telst ” eðlilegast”.
Það voru sumar, en fáar konur sem að viðurkenndu að þær væru alveg til í að biðja mannsins síns, en nánast enginn karlmaður vildi að kærastinn myndi biðja þeirra, því það væri ” less manly”
Hér er linkur af þessari rannsókn:

http://www.livescience.com/25198-who-should-propose-marriage.html

Mér finnst áhugavert að skoða þetta, en eina ástæðan fyrir því að ég skrifa þennan pistil er vegna þess að ég var að trúlofa mig um daginn, sem er yndislegt í alla staði.
Það var ÉG sem bað kærasta míns, og mörgum finnst það eitthvað furðulegt.
Ég postaði inná beauty tips um daginn eftirfarandi texta: Hæ! Ég var að trúlofa mig um daginn, og allir eru að óska mér til hamingju en á sama tíma spyrja allir : Fór hann á hnéin? Hvernig bað hann þín?

Og svarið mitt er alltaf það sama, það var ÉG sem bað HANS. Árið er 2015, afhverju er ennþá alltaf gert ráð fyrir því að karlmaðurinn þurfi að vera sá sem gerir þetta? Veit það er algengara..
Ég er nú bara frekar stolt af mér og finnst ekkert að því að ég hafi beðið ástina í lífinu mínu.. Mér allavegana finnst engu máli skipta hvor aðilinn það er, svo ef þú ert stelpa og pælir stundum í þessu, then go for it. Það er engin skrifuð regla að það ÞURFI að vera karlmaðurinn sem að biður þín, alveg jafn rómantískt á báða vegu smile emoticon
Okei takk fyrir að lesa þetta!

Þarna er ég að tjá mig um það, að mér finnist einstakt að í hvert skipti sem að fólk óskar mér til hamingju fæ ég spurningar sem fylgja, sem er eðlilegt, en þær snúast allar um hann og hvernig hann gerði þetta.

þess má geta að innlegg mitt á Beauty tips hefur fengið yfir 1000 like

T.d. Hvernig bað HANN þín? Fór HANN á hnén? Fékkstu demantshring frá HONUM?

Og ég svara alltaf eins, það var ég sem bað hans, og ég skammast mín ekkert fyrir það, enda engin ástæða til. Sumir verða mjög hissa en ánægðir og svara með : vá frábært, æðislegt hjá þér!
Fólk samgleðst og ég er rosalega ánægð og heppin, en afhverju, árið 2015 býst fólk við því endilega að það sé mannsins að biðja konunnar?
Það eru auðvitað ekki allir sömu skoðunar, en líka samkvæmt þessari rannsókn er eitthvað sem fólki finnst eðlilegra við það að karlmaðurinn eigi að gera þetta.
Og ég er bara forvitin afhverju svo er?

Ég var búin að hugsa þetta lengi, og sá engan tilgang með að bíða eftir að hann gerði það eitthvað frekar. Hann er besti vinur minn og kærasti og ég elska hann, vildi sýna honum það og ég gerði það með þessu. Ég var nú aldeilis heppin þar sem hann sagði já Hef fengið nokkur skilaboð frá stelpum sem eru að forvitnast hvernig ég gerði þetta og að þeim langi til þess að gera þetta líka en þori því ekki… Afhverju ekki? Eins og þið sjáið voru margar stelpur á beauty tips sammála mér.. spurning um að vera meira open minded og fara ekki endilega alltaf eftir því sem telst ” venjulegt” Svo ef þið eruð að pæla í því að biðja kærasta ykkar,
go for it.

Alveg jafn rómantískt og krúttlegt að konan biðji mannsins síns!

 

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=640 height=240 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Það er allavega alveg á hreinu að ef grein með fyrirsögninni “Bless bollur” myndi birtast að þá yrði allt vitlaust!

Next Story »

Allt í einu var ég orðin einstæð móðir sem hafði farið tvisvar til útlanda.