55c8dc1a1d00006e00144573

Mæður ISIS – Horfði á menn stilla sér upp með stærðarinnar byssur, eins og unglingspiltar.

Mæður ISIS segja frá.

Í Calgary, á milli fótbolta æfinga, margra tíma vinnu í bókhaldi og matarboð með nágrönnum, eyddi Christianne Boudreau öllum sínum frítíma í að horfa á myndbönd frá íslamska ríkinu. Alveg límd við skjáinn.

Hún sat í kjallaranum á fjölskyldu heimilinu, tómt herbergi sem tilheyrði eitt sinn elsta syni hennar, Damian og horfði á menn stilla sér upp með stærðarinnar byssur, eins og unglingspiltar. Hún horfði á skotbardaga. Hún horfði á aflífanir. En hún áttaði sig varla á blóðbaðinu fyrir framan hana. Hún horfði einbeitt á andlitin á bakvið lambhúshetturnar að reyna að finna augu sonar síns.

dimog christ22

 

Í kaupmannahöfn var Karolina Dam dauðhrædd. Sonur hennar Lukas hafði verið í Sýrlandi í sjö mánuði. Fyrir þrem dögum hafði hún frétt að hann hafi orðið fyrir meiðslum rétt fyrir utan Aleppo. Hún var sannfærð um að hann væri dáinn. Ein heima leitaði hún á rafmagnssígarettu til að létta á stressinu og gat ekki setið á sér að senda skilaboð út í tómið. Í því stóð „Lukas, Ég elska þig kæri sonur, ég sakna þín og langar svo að knúsa þig, finna lyktina af þér, halda í mjúkar hendur þínar og brosta til þín“
Það kom ekkert svar. En mánuði seinna fékk hún skilaboð, það var ekki Lukas.

„Hvað sagðiru um hendurnar á mér hehe“
Hún hafði ekki hugmynd um hver hefði getað verið með aðgang að síma sonar hennar, en hún var örvæntingarfull og vildi svör. Hún reyndi að halda sér rólegri og svaraði
„Þínar líka, elskan, en aðalega Lukasar.“

Manneskjan svaraði „Geturu tekist á við smá fréttir?“
„Já, elskan“ Svaraði hún og ekki mínotu seinna kom svar.

„Sonur þinn er í bitum“

lukaas2si

Torill frá Noregi, sem bað um að seinna nafn hennar yrði ekki notað, frétti af dauða sonar hennar, Thom Alexander, frá manni sem hafði fengið hann til Sýrland til að berjast. Hún vildi sannanir þannig að dætur hennar hittu manninn á lestarstöð í Oslo. Hann fletti í gegnum myndir á iPadinum sínum að jafnaðargeði þangað til hann fann myndirnar. Myndir af Thom Alexander með gat í höfðinu og annað augað hangandi úr augntóttinni.
Þegar Torill fékk fréttirnar lagðist hún einfaldlega niður. Hún hreyfði sig varla í viku. Þegar hún fann loksins kraftin til að fara í sturtu sá hún sig nakinn í spegli. Henni fannst hún líta út alveg eins og henni leið „Brotin eins og vasi.“

torill og tomm

Í Brussel var Saliha Ben Ali, nútíma kona, fædd í Evrópu af Marokkóskum og Túnískum innflytjendum, stödd á ráðstefnu um hjálparstarf. Þegar hún fékk skyndilega magaverk, hún hafði ekki fundið svona til í mörg ár. „Þetta var eins og þegar þú ert að fæða barn og barnið þarf að komast út.“ Hún fór heim snemma og grét alla nóttina.

Þrem dögum seinna fékk maður hennar símtal frá Sýrlensku númeri. Það var maður í símanum sem sagði þeim að 19 ára sonur þeirra, sem elskaði reggae og að spjalla við móður sína um veraldlega hluti hefði dáið sama dag og Ben Ali varð veik. Hún áttaði sig á að verkirnir hefðu verið öfug fæðing sonar hennar. Líkaminn var að segja henni að sonur hennar væri dáinn.
Þessar konur eru bara fjórar af þúsundum sem hafa misst barn til Íslamska ríkisins, einnig þekkt sem ISIS. Síðan að sýrlenska borgarastyrjöldin byrjaði fyrir fjórum árum, hafa um 20.000 erlendir ríkisborgar farið til Sýrlands og Írak til að berjast fyrir hönd rótækra íslamskra flokka. Meira en 3.000 af þeim frá vestrænum löndum. Þó sumir fá stuðning frá fjölskyldum sínum fara flestir leyndu um ferðir sínar og segja skilið við allan skilning við raunveruleikan. Eftir verða foreldrarnir með með óskiljanlega sorg, óraunveruleg í sérstöðu sinni.

sali og son

 

Það er sorgin að hafa misst barn, það er samviskubitið á bakvið hvað barnið þitt gæti hafa gert, það er skömmin í andliti vini og vandamanna og það er efinn um allt sem þú áttar þig á að þú vissir ekki um einstaklinginn sem þú komst inn í heiminn. Á seinasta ári, hafa tugir af þessum mæðrum fá öllum heimshornum fundið hvor aðra og myndað undarlegt bandalag út frá sameiginlegum missi. Það sem þær vilja mest af öllu er að finna skilning á tilgangsleysinu í því sem kom fyrir börnin þeirra og mögulega að finna einhverja meiningu á bakvið dauða þeirra.

55c8dc1a1isis

Í apríl heimsótti ég Christianne Boudreau í Calgary, hún sagði mér hversu vongóð hún hafði verið þegar Daminan uppgötvaði Islam. 46 ára gömul er Boudreau örlítið ungleg, með mjótt nef og björt leitandi brún augu.
Fyrsti eiginmaðurinn hennar fór frá þeim þegar Damian var 10 ára og strákurinn hörfaði í tölvuna frá heimi sem gerði hann reiðan og útilokaði hann. Þegar hann var 17 reyndi hann að fremja sjálfsmorð með því að drekka frostlögur.
Stuttu eftir að hann var útskrifaður sagði Damian móður sinni að hann hafi uppgötvað kóraninn. Þó svo að hún hafi alið hann í kristni tók hún vel í trúar skiptin. Hann byrjaði að vinna og varð félagslegri. „Þetta hélt honum á jörðinni, gerði hann að betri manni“ minnist hún. En árið 2011 tók hún eftir breytingu í syni sínum. Ef hún var í heimsókn og vinir hans hringdu steig hann út fyrir til að svara. Hann neitaði að borða með fjölskyldunni ef það var vín á boðstólum. Hann sagði móður sinni að menn ættu að sjá um konur sínar og að það væri ásættanlegt að maður ætti fleiri en eina konu. Hann talaði einnig um réttlætanleg dráp. Sumarið 2012 flutti hann inn með nokkrum nýjum vinum rétt fyrir ofan moskuna í miðbæ Calgary þar sem þeir lögðust allir á bæn.
Hann fór reglulega í ræktina og fór í fjallgöngur með vinum sínum óbyggðunum í kringum borgina. Á þeim tíma voru átökin í Sýrlandi á byrjunarstigi, eina sem Boudreau sá var annað tímabil hjá syni sínum, sem hún vonaði að hann myndi vaxa upp úr.
Í nóvember fór Damian frá Kanada og sagði móður sinni að hann væri að flytja til egyptalands til að læra arabísku og verða að imam. Til að bæta gráu ofan á svart þá missti hann fljótlega samband.

23. Janúar 2013 var Boudreau heima vegna bakverkja þegar tveir menn börðu að dyrum. Þeir sögðu henni að þeir væru Kanadískir lögreglumenn. Damian var ekki í Egyptalandi. Hann hafði ferðast til Sýrlands með herbergisfélögum sínum og gekk í nálægastu grein af al-Qaeda, Jabhat al-Nusra. Eftir að mennirnir fóru varð hún líkamlega veik. Í marga daga og vikur eftir á var það að leita á Jihadískum vefsíðum það eina sem hún gat hugsað um. Leita að syni sínum. „hversu sjúkt er það?“ spurði hún.
Flest ungmenni sem hlaupast á brott til að ganga í lið með rótækum flokkum í Sýrlandi gera það sem kallast „takfir“ eða slíta öll tengsl við þá sem ekki trúa, jafnvel þó það séu foreldrar sem standa í veg fyrir þeirra jihad. En í byrjun febrúar hringdi Damian í móður sína á tveggja til þriggja daga fresti oft þegar hann var á vakt. „Ég heyrði öll hljóðin í bakrunninum.“ Segir Boudreau. „Ég heyrði fólk öskrandi á hvort annað á arabísku.“ Eitt sinn sagði Damian henni að flugvélarnar væru að fljúga lágt, sem þýddi að þeir væru að fara sprengja. Hann byrjaði að hlaupa með hana í símanum. En að mestu leiti passaði Damian hvað hann segði við móður sína og hún veit ekki enn í rauninni hvað hann var að gera þarna. Henni verður óglatt við tilhugsunina.

Vorið 2013 voru samtöl þeirra orðin óbærileg. „Þú reynir að sannfæra þau um að koma heim, og þú biður og þú grætur, og svo reynir þú að eiga eðlilegar samræður“ Minnist Boudreau. „Og svo biður þú og grætur aftur.“ Hún spurði Damian hvernig honum myndi líða ef hálf bróðir hans Luke, sem var níu ára á þeim tíma og elskaði Damian eins og föður, færi til Sýrlands. Damian sagði að hann yrði stoltur. „Það var þá þegar ég áttaði mig á því að sonur minn var horfin, að það væri nýr einstaklingur í líkama hans.“ Sagði hún. Hún reyndi einnig að fá Luke til að tala við hann í síman en hann ruggaði sér bara fram og til baka og grét spyrjandi „hvenær kemur þú heim?“ þangað til Damian varð afar reiður. Að lokum segir Boedreau að hann hætti að segja ég elska þig, hann hætti að segja ég sakna þín og svo hættu símtölin líka. Seinna komst hún að því að á þeim tíma hafði Íslamska ríkið rofnað frá al-Nusra og Damian hafði kosið ISIS.
Þau töluðu síðast saman í ágúst, þegar Damian hafði samband við hana á nýjum facebook aðgangi. Í samtalinu var hún hjartnæm og hikandi, Damian hinsvegar formlegur, hrokafullur og óþægilega óþroskaður.

kvöldið 14. Janúar 2014 hringdi blaðamaður í Boudreau til að vara henni við skilaboðum á twitter sem í stóð að Damian hafi verið tekin af lífi af frjálsa Sýrlenska hernum í Haritan. Rétt fyrir utan Aleppo. Rétt áður er allt varð að móðu hélt hún í eina hugsun. Hún þyrfti að segja Luke áður en hann sæi það í sjónvarpinu. Hún fór með hann til sálfræðingsins hans svo hún þyrfti ekki að gera það ein.

11izs
Síðlakvölds 30. Janúar sendi Luke seinasta skilaboðið í facebook samtalinu sem í stóð „Ég sakna þín og vildi að þú hefðir ekki verið drepin.“

22isisfvgbhn
Eftir að Damian dó leið Boudreau eins og hún væri stöðugt á barmi taugaáfalls. Hún grét stanslaust og gat ekki sofið. „Alltaf þegar ég lokaði augunum var allt of hljótt.“ Hún þurfti að að halda sér stöðugri fyrir Luke, Hálf systur Damian Hope og stjúpdóttur sína Paige en hún var einmanna og allt var í myrkri.
Það var bara ein manneskja sem virtist skilja hvað hún var að ganga í gegnum. Rétt áður en Damian dó hafði Boudreau haft samband við Daniel Koehler, þýskan sérfræðing í deradicalization (frelsi frá rótækum hugmyndum). Koehler sem býr í Berlin einbeitti sér að hjálpa fólki að fara frá neo-Nazi hreyfingunni en nýlega hafði hann byrjað að vinna með rótækum muslima hreyfingum og fjölskyldum þeirra. Eftir að Damian dó hélt Koehler nánu sambandi við Boudreau til að reyna hjálpa henni að.

Það sem Boudreau varð vitni af var klassískt dæmi um rótæka hegðunarbreytingu sagði Koehler. Stigin eru með eindæmum lík hvort sem manneskjan er að ganga í trúarlegt öfgafélag eða hóp af neo-Nasistum.
Á fyrsta stigi er nýji meðlimurinn uppfullur af vellíðan vegna þess að hann hefur loks fundið leið til þess að skilja heiminn. Hann reynir að fá alla í kringum sig til að ganga í lið með sér, og nýlega í máli Múslima, að reyna fá þá til að líða illa yfir þjáningum Sýrlendinga.
Á öðru stigi áttar hann sig á því að ástvinir hans munu aldrei taka við skilaboðum sínum. Þá byrja fjölskyldu rifrildin, yfir fötum, áfengi, tónlist. Á þessum tímapunkti byrjar aðillinn að huga að því að kannski hafa öfgafélagar hans rétt fyrir sér. Að eina leiðinn til að stunda trú sína almennilega væri að flytja að heiman til Múslima ríkis.
Á seinasta stigi selur aðillinn eigur sínar og byrjar oft í líkamsrækt eða einhverskonar bardagaíþrótt. Þegar gremjan vex verður þráin til að gera eitthvað yfirþyrmandi, þangað til ofbeldi sýnist vera eina lausnin.

lukesagsklg2222
Sex mánuðum eftir að Damian dó heimsótti Boudreau Koehler í Berlin og hann kynnti hana fyrir þrem öðrum mæðrum sem höfði mist börnin sín eftir að þau gengu til liðs með rótækum öfgahópum í Sýrlandi. Þær höfðu allar komið með mynda albúm og sagt hvor annari minningar af sonum sínum. Þær komust að líkindum með hvernig þeir hefðu orðið að öfgamönnum. Boudreau komst að því að einn af sonum þeirra hafði dáið í sama bæ og Damian. Að tala við hinar mæðurnar hjálpaði henni að líða eins og „Svarta skýið væri loksins að hverfa.“ Sagði hún. Koehler sagði að hann vildi að þessar konur vissu að þetta var ekki bara sonur þeirra. Það var ekkert sem þær gátu gert.
Eftir að hún snéri heim greip Boudreau til aðgerða. Hún vissi að ef þetta gat komið fyrir fjölskylduna hennar þá gæti þetta komið fyrir hvern sem er. Með hjálp Koehler stofnaði hún tvö samtök. Hayat Canada og Mothers for life hjálpa foreldrum ungra öfgasinna. Hún ferðast um Kanada og talar við kennara, nemendur og lögreglumenn um hvernig er hægt að sjá einkenni um öfgasemi í vinum og ættingjum og hvað er hægt að gera í því.
Hún er stöðugt í fjölmiðlum „við erum ekki að fræða börnin okkar“ segir Boudreau. „Við fræðum börnin okkar um eiturlyf, kynlíf, áfengi og einelti. Öll þessi umræðuefni og hvernig á að eiga við það en við erum ekki að fræða þau um þetta.“

the mother

Koehler sagði að það eru yfirleitt tvær gerðir af fólki sem eru góðir í að koma ungum öfgasinnum á beinu brautina, fyrrum öfgasinnar og mæður. „Móðirinn skiptir miklu máli í Jihadist Islam.“ útskýrði Koehler. „Mohammed segjir ´Paradís liggur að fótum mæðranna.´ Þú verður að biðja um leifi til að fara á jihad eða kveðja.“ Hann segist hafa átt við bardagamenn sem hafa í örvæntingu reynt að hafa samband við móður sína í gegnum skype í seinasta skipti annað hvort til að kveðja eða reyna snúa trú hennar svo þau geti hist í paradís. Frjáls áströlsk félagssamtök sem kalla sig konur án landamæra eru að stofna „mæðraskóla“ í löndum undir misþyrmingum Islamskra öfgasinna, eins og Pakistan og Indónesíu, til að kenna mæðrum hvernig á að koma í veg fyrir að börnin þeirra verði rótækir öfgasinnar. Samtökin eru núna að byggja fimm mæðraskóla í viðbót í Evrópu.
Og fyrir utan nokkrar undantekningar eru mæður að sjá um vinnuna. Í fjölskyldum eins og þeirri sem Damian tilheyrði eru feðurnir yfirleitt ekki til staðar. Í öðrum fjölskyldum og vestrænum innflytjenda fjölskyldum er faðirinn til staðar en taka lítið þátt í uppeldinu. Magnus Ranstorp, sænskur sérfræðingur sem situr í stjórn the Raficalization Awerness Network, Evrópskum stéttafélags samtökum, segir að múslimskir menn finnst oft vera dregið úr karlmennsku þeirra í vestrænum samfélögum og hverfa í bakrunninn. „Móðirin er miðja alheimsins.“ Segir hann.

Sérfræðingarnir sem ég talaði við tóku einnig eftir að mæður og feður sem missa barn sitt til Jihadisiskra samtaka eiga við sorgir sínar á mismunandi máta. Feðurnir dragast oft inn í sektarkennd sína og skömm. Þeir eiga erfitt með að viðurkenni fyrir utanaðkomandi að uppeldi þeirra hafi verið að einhverju leiti ábótavant. Mæðurnar fara í gagnstæða átt. Þeim finnast þær verða deila sorg sinni með öðrum, sökkva sjálfum sér í heimin sem barnið þeirra bjó í og safna saman öllum upplýsingum sem þær komast yfir.
Það er þeirra leið til að ná örlítilli stjórn á því óskiljanlega. „Þær dýfa sér í þennan heim.“ Segir Koehler.
Þegar ég heimsótti hana fór Boudreau með mér í kaþólska skóla þar sem flestir nemendurnir eru hælisleitendur. Hún sýndi þeim myndband sem hún hafði gert um Damian. Það endar á nærmynd af andliti Boudreau grátandi, talandi við látinn son sinn. „Þegar endalokin nálguðust, varstu hræddur?“ spyr hún. „Vildiru að ég væri þar til að halda í hendina á þér?“ Og í rólegri tón næstum eins og hún sé að skamma hann : „Hvernig tengist þetta á nokkurn hátt guði?“
Það var þrúgandi þögn í áhorfenda salnum þegar ljósin voru kveikt. Áður en hún fór á svið að svara spurningum áhorfendanna með ákveðni sem hún hafði fengið í gegnum marga fyrirlestra tók hún sér stund til að taka sig saman. Jafnvel þó hún hafði séð myndbandið margoft áður, grét hún enn í

Sjá myndband hér


Ég heimsótti Dam heim til hennar í kaupmnannahöfn. Hún sat í stofunni með sitt kringlótta andlit og kopar hár hennar var algjör óhemja. Stofan hennar var skreitt með fljólubláum og hvítum, bæði borðbúnaði og plastblómum. hún hellti uppá kaffipott og bauð uppá fersklega bakað brauð. Við töluðum um Lukas son hennar sem hún talar aðeins um sem „strákinn sinn.“

Lukas hafði verið innhverfur í æsku og samskipti hans við önnur börn enduðu oft í átökum. Þegar hann varð tíu ára var hann greindur með aspergers heilkennið og athyglisbrest, en á fullorðins árum urðu vandamálin hans alvarlegri. Hann var stöðvaður á stolni vespu og stal trúlofunarhring móður vinar síns meðal annars. Dam grunaði að hann hefði gengið til liðs við glæpaflokk.
En svo kom ljós í myrkri. Lukas fékk lærlingstöðu hjá nálægu bílaverkstæði þar sem flestir starfsmennirnir voru múslimar. Þeir tóku strákinn undir verndarvæng og kynntu hann fyrir trúnni sinni. Dam komst að trúarskiptum hans nokkrum mánuðum seinna þegar hún tók eftir að sonur hennar var ekki að borða yfir daginn. Hann var að taka þátt í Ramadan.
Eins og Boudreau, sá Dam trúarskipti sonar síns sem lítið kraftaverk. Loksins var erfiði drengurinn hennar að opna sig. Og einnig eins og Boudreau skildi Dam ekki þegar Lukas varð pirraður yfir tónlistinni sem hún spilaði eða af hverju hann kom eitt sinn heim grátandi yfir því að hún myndir ekki geta farið með honum til paradís nema hún myndi skipta um trú líka.
Lukas var ekki búin að ganga fullkomlega í gegnum breytinguna. Hann var oft reiður, hann kýldi göt í veggina á herberginu sínu. Hrædd við hvað hann gæti gert talaði Dam við félagsráðgjafa og lét leggja hann inn en Lukas hljópst á brott. Hann bjó í ýmsum íbúðum í kaupmannahöfn með þremur öðrum öfgasinnum, allir eldri menn. Dam tilkynnti að Lukas væri týndur til lögreglunar en af því að hann hringdi heim á hverjum degi sagði lögreglan henni að hann væri tæknilega séð ekki týndur. Eftir að hann snéri heim ákvað hún að láta leggja hann inn aftur og á meðan hún var að pakka fann hún skothelt vesti undir rúminu hans. Lukas var bara fimmtán ára á þeim tíma.

Í maí 2014 rétt eftir að Lukas varð átján ára hvarf hann. Nokkrum dögum seinna hringdi hann í móður sína á Tyrklensku landamærunum og sagði henni að hann þyrfti frí. „Ég var hrædd, hann var ennþá bara strákur, berskjaldaður og auðstjórnandi. Og það að hann fór einn án þess að kveðja skaut henni skelk í bringu. Ef að drengur kveður ekki móður sína þá er eitthvað að.“ Segir Dam.
Á næstu mánuðum var hann í stöðugu sambandi við móður sína. Hann vildi ekki sleppa. Hann sagði henni að hann væri að vinna í tyrklenskum flóttamanna búðum, við að pakka fötum, flytja vatn milli staða, elda mat. En samkvæmt Jakob Sheikh dönskum blaðamanni sem var að skrifa bók um Lukas og aðra öfgasinna fór hann á endanum yfir til Sýrlands og gekk til liðs með Ahrar al-Sham. En Lukas hljómaði meira eins og skólastrákur með heimþrá. „Vona að þú hringir til baka, ég elska þig endalaust, mín eina sanna mamma.“ Sendi hann henni. „Kossar og knús, hvar sem þú ert.“ Svaraði Dam og fyllti skilaboðin sín með brosköllum. Hann spurði út í köttinn hennar og hún sendir honum hljóðskilaboð af mali kattarins. Hún spyr hvort hún eigi að leggja meiri pening inná bankareikningin hans aðalega til að ganga í skugga um að hann hafi ekki gefið frá sér kortið. Á mynd af Lukasi í Sýrlandi á þessum tíma er hann nýbúin að þvo sér fyrir bænir, hár hans og andlit ennþá blautt. Hann virðist hamingjusamur.

Seint í september heyrðist ekkert í Lukasi. Dam vissi ekki af því en á þessum tíma var stjórn Ahrar al-Sham tortímt í ISIS árás. Í framhaldinu varð til óreiða og margir, þar með talin Lukas gengu til liðs með ISIS. Þegar hann kom upp á yfirborðið tveim mánuðum seinna talaði Dam við hann á samskipta forritinu Viber. Hún reyndi að sannfæra hann um að koma heim. Sagði honum að hún hafði endurnýjað herbergið hans og lagað götin sem hann gerði. Hún sagði honum að hún hafi verið að safna fyrir flugmiðanum hans heim.
Dam endaði á að beita hann þrýstingi „Þú þarft að segja mér hvenær þú ætlar að koma heim.“

„ég get ekki sagt þér það af því ég veit það ekki!“
Það var þeirra seinasta samtal. 28. Desember 2014 dinglaði Adnan Avdic einn af vinum Lukasar frá kaupmannahöfn hjá Dam. „Það tók hann endlausan tíma að koma upp tröppurnar þrátt fyrir að þær hafi bara verið fjórar. Hann var hikandi á ganginum svo ég tók hann til hliðar. Hann grét stanslaust og gat ekki horft í augun á mér. Ég varð hrædd og leitaði mér að vopni ef ég þyrfti að verja mig. Ég öskraði á hann og greip um hálsin á honum.“ Avdic sagði mæðulega að Lukas væri særður. „Á þeirri stundu vissi ég að hann væri dáinn.“

Sjá sögu Karolinu hér

Sama kvöld eftir að Avdic fór sendi hann Dam hlekk á facebook hóp. Hún bað um að komast inn í hópin og var um leið samþykkt. Dam sá að einhver hafði sett inn færslu með mynd af Lukasi þar sem hann slakar á með AK-47 byssu sér við hönd og ISIS fána í bakrunninum.

karolianasssmynd

Þegar hún byrjaði að fletta niður síðuna byrjuðu myndbönd að spilast ósjálfrátt. „Ég horfði á myndbönd af aftökum, nauðgunum, manndrápum, hræðilegum hlutum, bara til að sjá hvort það væru upplýsingar um drenginn minn.“ Sagði hún. Ekki löngu seinna fann hún facebook færslu um dauða Shaheed, sem hún vissi að væri annað nafn Lukasar. Þar stóð „Við biðjum Allah um að taka á móti danska bróður okkar Shaheed, skýrður Shaheed, sem var kallaður Shaheed meðal Shuhadah og sameina hann með Allah.“ Dam var of hrædd við að svara en skrifaði á endanum.
„Þetta er sonur minn! Er hann dáinn?“ og „Hafið samband við mig og segjið sannleikann!“
Maður að nafni Abu Abdul Malik svaraði henni stuttu seinna.
„Karolina Dam, þú varst sú fyrsta sem bræðurnir hugsuðu til og hvernig við ættum að tilkynna þér þetta.“

„Fréttir sem þessar geta verið erfiðar fyrir mæður, hvort sem hún er sömu trúar eða ekki. Móðurást er einstök og það er ástæðan fyrir að við seinkuðum að hafa samband við þig. Við biðjum Allah um að leiðbeina þér í gegnum þessa tíma og biðjum hann um að taka á móti bróður okkar.“
Dam var uppfull af spurningum. Hvað hafði drengurinn hennar verið að gera í Sýrlandi? Hvernig komst hann þangað? En mest af öllu skildi hún ekki hvernig félagslega hefti sonur hennar hafði getað falið svo mikið af lífi sínu fyrir sér. Vanvirðingin særði hana verulega. Á næstu vikum hafði hún sambandi við tugi af mönnum, hvern sem er sem hafði haft samband við Lukas, hún fylgdist með samskiptamiðlum eins langt aftur og hún gat. Það var eitt vandamál við leit hennar, hún hafði engar sannanir fyrir dauða sonar síns. Og ef hún næði ekki að finna þær þá tæki það að minnsta kosti fimm ár að fá dánarvottorð. Hún var bara með facebook færslu, ekkert annað.
En hún vildi aðalega komast að öllu sem að hún gat vegna þess að áður vissi hún varla neitt. Hún fann sér leið til að byrja umræður við öfgasinna og plata upplýsingar úr þeim. „Þú þarft að spila með þeim sem móðir þeirra, jafnvel þó þú hafir aðrar ætlanir.“ Segir hún. Hún minnir þá á að borða, hún kallar á elskan og skammar þá þegar þeir eru ókurteisir.
Dam sýnir mér mynd af vini Lukasar fá kaupmannahöfn. Aziz (ekki hans raunverulega nafn) sem hún heldur að sé í Sýrlandi. Í gegnum hann hefur hún komist að ýmsu um Lukas. Aziz sendi henni hljóðuptökur þar sem Lukas hvetur hann til að koma til sín.

Dam spilaði sumar upptökurnar fyrir mig. Það voru fuglar í bakrunninum og bílar að keyra framhjá. Lukas er hlægjandi og segir vinum sínum frá fagra andrúmsloftinu. Í öðru er hann órólegur „Bræður okkar og systur eru að deyja, þau eru drepin eins og hænur.“ Segir rödd hans þaninn af reiði. Í þriðju upptökunni segir hann Aziz að hann hafi gift sig, sem voru fréttir fyrir Dam.
Mennirnir hlífðu fyrir Dam og sögðu henni að Lukas hafi ekki verið hluti af ofbeldinu. Og oft trúði hún þeim í blindni, það var auðveldara. Hinsvegar hafði Sheikh talað við aðra öfgamenn og dönsku lögregluna og hann segir að þetta sé ekki satt. Seinustu mánuði hans í Sýrlandi var Lukas á bardagalínunni.
Frá því að sonur hennar fór til Sýrlands hefur Dam elst. Andlit hennar er fullt af sorg. Á hillu í stofuni er lítið altari tileinkað Lukasi í stað grafar. Í miðjuni er „mæðrakrukka“. Leirpottur með handföngum sem danir fylla yfirleitt af mat og færa mæðrum sem eru nýbúnar að eiga börn. Þegar Lukas hafði orðið rótækari bað hann hana um að taka öll merki af bolunum hans. Hún gerði það aldrei en eftir að hann dó fann hún bol sem lyktaði enn eins og drengurinn hennar. Hún setti hann í poka til og geymir hann í mæðraklukkuni.

55c8tooooooooril

Í mars var norskur ISIS öfgasinni þekktur sem Abo sayf al Muhajir skotinn í höfuðið rétt fyrir utan Kobani í norður Sýrlandi. Þá vikuna hafði móðir hans lesið grein í blaðinu um Lukas og ákvað að senda Dam nokkrar línur á facebook. Þegar ég heimsótti Torill í Halden, lítlum bæ við vatn 120 km fyrir utan Osló, voru nákvæmlega 2 mánuðir síðan Abo sayf dó. Fyrir móður hans mun hann alltaf vera Thom Alexander. Af öllum mæðrum sem ég talaði við var missir hennar nýlegastur. Hún hafði varla haft tíma til að átta sig á hvað hafði komið fyrir son hennar af því dætur hennar voru í hættu við að eiga sömu örlög.
Þegar Torill, fíngerð og ljóshærð, sagði mér frá sögu Thom Alexanders þá hljómaði hún kunnulega. Það var enginn faðir, hann dó af of stórum heróín skammti þegar Thom Alexander var sjö ára. Sonur hennar var greindur með ofvirkni fjórtán ára gamall. Á tvítugsaldri var hann handtekin fyrir smáglæpi og fór oft í meðferðir fyrir ýmis eiturlyf. Það gekk svo langt að í eitt skiptið var hann næstum útskurðaður látinn. En svo uppgötvaði hann eintak af shahadah, í búningsklefa og varð nýr maður. Hann hætti að nota heróín og hringdi reglulega í móður sína. Hann fékk starf á leikskóla og kvændist konu frá Marokkó. „Þetta var eins og að eignast nýjan son, betri son.“ Sagði Torill andvarpandi.
Á meðan við sátum að spjalli kom Sabeen, 17 ára dóttir Torill og hálf systir Alexanders inn í stofuna. Hún er með sítt dökt hár og kringlótt prakkaralegt andlit klædd í víðar buxur. Hún hlammaði sér í hægindarstól og fékk sér í vörina. Eftir að Alexander skipti um trú var hann meira til staðar í lífi Sabeen. Hann fékk hana og stundum hina systur sína Söru í heimsókn til sín í Osló. Þar sem að hann talaði við þær um nýja trú sína.
„Hann kenndi mér hvað Islam er falleg.“ Sagði Sabeen dreymin. Einn dag í október 2013 fór Thom Alexander með Sabeen með sér í moskuna sína þar sem tvær konur kenndu henni að biðja. Hún skipti um trú daginn eftir.
Á þeim tíma var stríðsástandið í Sýrlandi allstaðar í fréttum og Thom Alexander eyddi tímanum sínum að safna saman fötum og koma þeim til flóttamanna. Torill lét hann lofa sér að hann færi ekki til Sýrlands. En ekki löngu seinna skildi hann við fyrstu konuna sína og giftist Sómalskri konu sem heimtaði að flytja. Á því ári tilkynnti hann móður sinni að hann gæti ekki haldið loforðinu.

Vorið 2014 fékk Torill heimsókn frá norsku lögreglunni. Samkvæmt henni grunaði þeim að Thom Alexander væri hluti af the Prophet‘s Umma, öfgahóp sem er staðsettur í Osló og væri að skipuleggja brottför frá noregi til að ganga til liðs með ISIS. Þeir sögðu henni að hringja ef hún frétti eitthvað þannig að hún lét þá vita þegar hún uppgötvaði að Thom Alexander hafði selt allar eigur sínar. En það var engin hjálp í þeim. „Mér leið eins og þeir væru ekki að taka þessu alvarlega.“ Sagði Torill.
Seinasta skiptið sem hún sá Thom Alexander var 26. Júní 2014. Hann kom heim til hennar til að baka pizzu, í vestrænum fötum og búin að raka sig. Fjölskyldur taka svona hlutum oft sem merki um að barnið þeirra sé á bakaleið. En Torill var búin að lesa sér til um að þetta væri bara enn einn hlutur sem ungir menn gerðu áður en þeir færu til Sýrlands. Hún hafði planað aðgerðir til að koma í veg fyrir að hann færi. Jafnvel ef það kæmi til þess að nota fortíð hans, eiturlyfja söguna og glæpina til að láta handtaka hann. Hún gæti líka farið á flugvöllinn og tekið frekjukast á hann. En þegar hún horfði á hann hnoða pizza deigið varð hún dofin. Hún varð fyrir svo miklu áfalli að hún man ekkert eftir restinni af deginum.
Eftir að Thom Alexander labbaði út skutlaði fólk úr „the Prophet‘s Umma“ honum á flugvöllinn. Torill hafði rétt fyrir sér, hann hafði ekki rakað sig fyrir hana heldur til þess að eiga auðveldara með að komast í gegnum flugvöllinn. Þrátt fyrir að lögreglan hafi fylgst með honum þá komu þeir ekki í veg fyrir að hann fengi vegabréf og flugmiða út. Hann hringdi í móður sína nokkrum dögum seinna frá Sýrlandi. Í skelfingu sinni hringdi hún í PST deild lögreglunar og sagði þeim að sonur hennar væri farinn út, svarið sem hún fékk var „Þakka þér fyrir, var það eitthvað fleira?“.

Thom Alexander hringdi einstaka sinnum heim og skrifaði móður sinni skilaboð á facebook. Hann sagði henni að hann væri að keyra vörubíl í Raqqa, höfuðborg ISIS. Hann sendi henni myndbönd af íbúðinni sinni og götunni, og veitingarstaðnum þar sem hann borðaði með félögum sínum.
Þegar hann talaði við systur sína Sabeen á skype þá einbeitti hann samskiptunum að henni. Í eitt skiptið þegar hún fór að heimsækja fjölskyldu föður síns í Pakistan bað hann hana um að finna handa sér konu. „ég horfði í kringum mig en það var engin á lausu“ Sagði Sabeen brosandi.
Einn daginn féll sprengja 50 metrum frá þar sem Thom Alexander stóð og varð þónokkrum börnum að bana.“Ef þú villt þá get ég sent þér myndir af börnunum svo þú getir séð.“ Sendi hann móður sinni. Torill gýtur augum þegar hún les skilaboðin upphátt. Hún er að lesa í gegnum samkipti þeirra í fyrsta skipti síðan að hann lést. Ég spyr hana hvernig tilfinningin sé, að lesa skilaboðin núna. „Ég finn ekki neitt, það slokknar bara á öllu.“
Í öðru skilaboði spyr hún hvort hann hafi séð einhverjar afhausanir. Hann neitaði því en sagðist hafa séð laus höfuð hér og þar. Það skilaboð endaði á broskalli. Í Mars hringdi Ubaydullah Hussain, leiðtogi Prophet‘s Umma, í Torill til að láta hana vita að Thom Alexander væri látinn.
Við sátum á svölunum hennar í Halden, horfandi út á grösuga veröldina. „Ég var eitt sinn hamingjusöm, hamingjusamari en flestir.“ Segir Torill með sviplaust andlit á bakvið sólgleraugu. Það sem fólk leyfir sér að segja við mæður er ógvekjandi. Nágranni hennar sagði við hana að ef þetta hefði verið sonur hans þá hefði hann skorið af honum hendurnar. Suma daga óskar hún sér að hún væri minnislaus, sársaukinn er svo mikill.
En einhvernvegin getur hún ekki leyft sér að syrgja. Eftir að Thom Alexander fór hafði Torill hringt í tvo unga Múslima sem sem vinna í því að koma ungu fólki úr öfgatrúar hópum. Hún hafði heyrt um Yousef Bartho Assidiq og Faten Mahdi al-ussaini í sjónvarpinu og þeir fluttu á endanum inn til fjölskyldunar til þess að hjálpa þeim að takast á við aðstæðurnar.
Sabeen var farin að haga sér illa og kalla á eftir athygli. Að sjá hryllilegu myndina af líki bróður síns hafði kveikt á einhverju skaðlegu innra með henni. Hún gat ekki einbeitt sér í skólanum og átti erfitt með að borða í mötuneitinu „mér leið eins og allir væru að horfa á mig.“ Sagði hún. „Mér líkar vel við athygli, en bara ekki svona athygli.“ Assidiq og Mahdi komust að því að hún var reglulega að spjalla við Hussain á netinu, leiðtoga Prophet‘s Umma. Og svo leiddu spjöllin út í daður.
Kvöldið fyrir minningar athöfn Thom Alexanders var Sabeen tekin í yfirheyrslu hjá lögreglunni sem svo létu Assidiq og Mahdi vita að hún ætlaði sér að hlaupa á brott með Hussain. Þeir höfðu samband við sveitafélagið og fengu styrk til að fara með Sabeen í burtu. Þeir fóru með hana til Grikklands bara til að koma henni frá honum. Það var ekki fyrr en að Sara kærði Hussain að hann hætti að hafa samband við Sabeen. Assidiq og Mahdi tóku einnig vegabréfið hennar.

Og þá þegar Sabeen virtist vera komin úr hættunni féll Sara fyrir sannfæringarmætti Prophet‘s Umma. Í Júní giftist hún talsmanni hópsins, Omar Chebal. Athöfnin fór fram í gegnum samskiptaforritið Skype, af því að Chebal hafði verið vísað úr landi fyrir að vera ógn við þjóðaröriggi. Síðan þá hafa þau skilið. Assidiq og Mahdi hafa einnig tekið vegabréfið hennar.
Ranstorp, sérfræðingur evrópusambandsins í að koma fólki úr þessum aðstæðum sagði mér að þetta væri ekki óalgengt. Eftir að þeir sem hafa snúist til öfgatrúar komast til Sýrlands reyna þeir oft að fá systkyni sín til að gera það sama. Og þegar einn af flokknum deyr þá verður fjölskyldan þeirra oft skotmark, þeir búast við að fá fleiri af börnunum þeirra. Sem virkar oft af því á sama tíma eru systkynin að reyna finna eitthverja leið til þess að systkyni þeirra hafi ekki dáið til einskis. Jafnvel þótt þau þurfi að trúa því að það hafi farið rétta leið. Og enda oft á að fara trúa því sama, bara til þess að reyna skilja. Eftir að eitt barn snýst til herskáar trúar, þá þarf að meðhöndla alla fjölskylduna.
Spurningin er hvernig er hægt að bjarga manneskju sem er í hættu á að verða rótækur öfgasinni. Spurningin sem margar mæður velta fyrir sér. Dam til dæmis kennir sjálfri sér um fyrir að hjálpa Lukasi ekki til að finna sig í hinni réttu Múslima trú. „Ég hefði átt að fara með hann einu sinni eða tvisvar í viku til að hitta góðan imam, og bíða í bílnum.“ Sagði hún. „Ef barnið þitt snýst til Múslima trúar þá þarftu að gera þetta, unglingar þekkja ekki munin og ekki við heldur því við erum ekki Múslimar.“

Torill hafði meiri skilning á hvað var að gerast en aðrir. Hún vissi að Thom Alexander vildi fara til Sýrlands að berjast og lét hann lofa sér að fara ekki. Hún hringdi í lögregluna þrisvar en komst þá að því að í flestrum vestrænum löndum er virkilega erfitt að fá yfirvöldin til þess að gera eitthvað. Það er auðvitað ekki ólöglegt í neinum evrópskum löndum að ferðast til Sýrlands né tyrklands. ISIS er mun fljótara að ná í nýliða en vestrænu yfirvöldin í aðgerðum. Nýlega hefur ISIS hvatt nýliða til að skipta ferðaáætlun sinni í fjóra hluta til að forðast grunsemdir. Sumir af nýliðunum eru að nýta sér frjálsu landamærinn í evrópu og keyra frá Búlgaríu til Tyrklands.
Jafnvel þegar það kemur að krökkum undir lögaldri virðast yfirvöldin vera treg til að nýta vald sitt í að stoppa þau í að fara til Sýrlands. Eftir að Lukas dó stofnaði Dam hóp sem kallast Sons and Daughters fyrir skandínavískar mæður. Ein dönsk kona sem Dam talar oft við kallar sig Miriam í fjölmiðlum. Miriam er múslimi og hafði um leið séð hættuna þegar sonur hennar Karim byrjaði að hanga í kringum Íslamska rótækasinna í Kaupmannahöfn. Hún hafði samband við yfirvöld, eyðilagði vegabréfið hans og gekk í skugga um að yfirvöldin neituðu honum um annað. Fjórum mánuðum seinna, þegar Karim var 17 ára, var hann kominn til Sýrlands. Hann hafði falsað undirskrift föður síns á eyðublað til þess að fá nýtt vegabréf. Seinna meir komst Dam að því að Karim og Lukas voru vinir og það hafði verið Karim sem sendi henni skilaboð að Lukas væri í bitum.

Hluti vandamálsins er að nýliðadeild ISIS er svo nýtt fyrirbæri að aðgerðir til þess að stoppa þá eru ennþá á byrjunarstigi. Mörg vestræn lönd eru bara núna að byrja að hugsa vandamálið frá byrjun til að reyna koma í veg fyrir það. Frekan en refsanir eða fangelsanir. Oft eru foreldrar eins og Torill sem reyna að kveikja á viðvörunar bjöllum bara notaðir til þess að safna upplýsingum. Einnig vilja mörg yfirvöld bara ekki fá rótækasinnana til baka eftir að þeir hafa farið. Einn bandarískur opinber starfsmaður sagði að hann vildi frekar að öfgasinnar myndu deyja í Sýrlandi en að koma aftur heim.
In the meantime, the activists fighting radicalization are woefully under-resourced. The mothers’ schools run by Women Without Borders won’t be
Á meðan eru þeir aðgerðarsinnar sem berjast gegn nýliðun öfgasinna undirmannaðir. Mæðraskólinn sem er rekinn af Womens Without Borders byrjar ekki fyrr en eftir ár í fyrsta lagi. Assidiq og Mahdi, aðgerðasinnarnir í Osló sem björguðu dætrum Torill fá enga styrki frá ríkinu fyrir stofnunina sína Just Unity. Þeir eiga hvorugir efni á leigunni sinni. Ranstorp og hópurinn hans eru ennþá bara vinnu hópur. Samræður þeirra sagði hann að eru eins og „Groundhog‘s Day“. „Við höfum engan lagalegan rétt, við getum bara tafið fyrir þeim.“ Sagði hann.

55gllllla22222222

Á maí morgni voru tvær litlar konur, Dominique Bons og Valerie, bíðandi við Gard du Nord lestarstöðina í París. Þær voru báðar klæddar í gallabuxur á hlýjum vor morgni. Hár þeirra klipt stutt. Fólk ruddist framhjá þeim en konurnar voru í líflegum samræðum. Lest frá Brussel staðnaði og um leið og þær sáu Saliha Ben Ali í gegnum þvöguna með litla ferðatösku sprungu þær af ástúð. Eins og æskuvinir að sameinast eftir langan tíma. Restin af deginum eyddu þær í kaffihúsum í samræðum, drekkandi mojitos og kaffi, hláturinn stoppaði ekki. Léttir þeirra yfir að vera í félagsskapi hvor annarar var yfirþyrmandi.
Þetta var í eina skiptið sem ég sá þyngdina á sorg þessara mæðra léttast, þegar þær voru með öðrum mæðrum sem voru eins og þær. Þetta var eitt af fáum skiptum sem þeim fannst þær ekki vera slæmar mæður. Oftast eru þær umkringdar miskilningi og dæmandi augum annara. Torill sagði að hún fór til þess að hitta sálfræðing og hann ráðlagði henni að kljást við sorgina með því að skrifa syni sínum bréf að segja honum að éta skít. Hann sagði henni að allir sem að gengu til liðs við ISIS ættu skilið að vera skotnir í höfuðið. Vinir hverfa og margar konur finna fyrir því að makar þeirra geta ekki skilið þörf þeirra á að tala um börn sín stanslaust. Þmaki hennar Boudreau til dæmis getur ekki skilið af hverju, átján mánuðum eftir dauða Damian þarf hún enn að velta sér uppúr honum.

Hinar mæðurnar þurfa ekkert að útskýra, þær vita bara. Torill og Dam hafa aldrei hist af því hvorug þeirra hefur efni á að ferðast. En þær þær tala saman stanslaust, á Facebook og Skype. Fyrir Torill er Dam sérfræðingur. „Hún upplifði þetta á undan mér, og segir mér oft hvað ég mun upplifa næst.“ Sagði Torill. Boudreau finnur líka til stuðnings í þessum samtölum. „Það er pínu skondið, Karolina og ég hittumst á Skype eða einhver af öðrum mæðrunum, eitthvað umræðu efni kemur upp og við byrjum allar að gráta. Samtölin láta okkur líða eins og við séum enn mennskar.“
Bons, Ben Ali og Valerie hafa byggt einstaka vináttu þrátt fyrir að vegir þeirra hefðu aldrei leitt saman ef það væri ekki fyrir börnin þeirra. Bons er lítil 60 ára fyrrverandi hermaður frá Toulouse með litað ljóst hár og gullfalleg blá augu. Hún missti tvö börn til ISIS, son sinn Nicolas og stjúpson sinn Jean-Daniel. Þeir fóru til Sýrlands í mars 2013. Jean-Daniel var dáinn í ágúst aðeins 22 ára gamall og í december fékk Bons skilaboð um að Nicolas væri dáinn 30 ára gamall. Hann hafði semsagt keyrt vörubíl fullan af sprengiefnum inn í byggingu í Homs.
Ben Ali er þykk kona með súkkulaði brún augu sem eru uppfull af sorg. Hún er múslimi en gengur um í fallhlífa buxum og felur ekki hár sitt. Öll fjögur börn hennar voru fædd voru fædd í Belgíu. „Ég iðka trú mína hljóðlega.“ Segir hún. En það var ekki nóg fyrir son hennar Sabri. Í ágúst 2013 fór hann að heimann án þess að segja orð. Fjórum dögum seinna sendi hann móður sinni skilaboð að hann væri í Sýrlandi og að þau myndu hittast í paradís. Hún reyndi að koma viti í hann í marga mánuði en ekkert gekk. Fyrir henni er stríðið í Sýrlandi ekki Jihad heldur borgarstyrjöld. Það sem hún reyndi er það sama og Kohler ráðleggur, nota Múslima guðfræði til þess að koma viti fyrir í börnum sínum. En Sabri vildi ekki heura það, eftir að hann var drepinn sagði múslamski nágranni Ben Ali í Brussel við hana að sonur hennar væri píslavottur og að hún ætti ekki að tala um hann meir. Hún sagði honum að hún myndi aldrei hætta að tala um Sabri og nágranninn lokaði alveg á hana.

Valerie, sem bað um að seinna nafn hennar yrði ekki notað, er eina móðirinn sem ég hitti sem á ennþá lifandi barn í ISIS. 18 ára dóttir hennar býr einhverstaðar í Aleppo. Þegar hún var 16 ára hitti hún 22 ára algerískan mann án þess að Valerie vissi. Hann sannfærði hana um að skipta um trú og ganga í öfgahóp. 5 júní 2013 knúsaði hún móður sína og kyssti eftir mat, fór að heiman og hvarf. Valerie hélt að henni hefði verið rænt en parið kom sér að lokum til Sýrlands.
Valerie þráir nauðsinlega að dóttir sín komi heim. En skilur samt að sumu leiti að hún er ekki dóttir hennar lengur. Samtölin þeirra í síma hljóma forrituð, eins og hún sé að tala við vélmenni. Fyrir um tíu mánuðum fæddi dóttir hennar strák og þá mýktist tónn hennar aðeins. Hún spyr Valerie stundum um ráð og Valerie trúir að dóttir hennar skilji hana aðeins betur núna þegar hún er orðin móðir sjálf. Valerie skilur samt að þó hún gæti einhverveginn bjargað dóttur sinni og barnabarni þá væri næstum ógerlegt að koma þeim aftur í eðlilegt horf. Togstreitan er andlega þreytandi. „Ef ég kæmist af því að hún væri dáinn, þá væri þetta kannski auðveldara.“
En það voru ekki börnin þeirra sem þær vildu tala um þennan dag í París. Heldur aðgerðirnar sínar og fjölmiðla ráðstafanir sínar. Hvaða blaðamenn þær ættu að tala við og hverja þær ættu ekki að tala við. Þær lýstu sjónvarps spyrjendum sem höfði ryðst inn í heimili þeirra í marga daga í röð. Þær ræddu einnig hvernig það verður erfiðara og erfiðara að fá fjölskylduna til þess að taka þátt í aðgerðum þeirra þar sem það væri tímafrekt. Að gera allt opinbert var mun erfiðara en þær bjuggust við. Þær hafa verið kallaðar nöfnum og ásakaðar um slæmt uppeldi. Þær héldu að það að gerast aðgerðarsinnar myndi hjálpa þeim að höndla aðstæðurnar betur. En hvert einasta viðtal er upprifjun af hræðilegustu atburðum lífs þeirra. „Ég get ekki talað um þetta alla daga, ég get ekki lifað þannig.“ Sagði Valerie.
Þrátt fyrir það hefur líf þeirra snúist um ISIS eftir að börn þeirra fóru. Þær eru allar orðnar sérfræðingar í Sýrlenskri landafræði, í öllum flokkum borgarastyrjaldarinnar og eru altalandi í tungumáli Jihad. Þegar börn þeirra fluttust til Sýrlands fóru hugar mæðra þeirra með þeim. Hvernig gátu þær annað? Stundum fólst meira í því en að kafa djúpt inn í samskiptamiðla ISIS. Í vor reyndu Ben Ali og tvær aðrar mæður að komast inn til Sýrlands til að sjá hvað synir þeirra hefðu séð á seinustu mánuðum lífs síns. Þær voru stöðvaðar á landamærum Tyrklands en Ben Ali sagði að eftir að hafa séð þjáningar Sýrlenska flóttamanna skildi hún aðeins betur af hverju sonur hennar fór. För þeirra var ekki einstök, það eru margir foreldrar sem reyna elta og finna börn sín í Sýrlandi, flest eru stöðvuð og sum jafnvel handsömuð af ISIS.

Í augnablikinu er ekki möguleiki fyrir mæðurnar að sleppa takinu. Það myndi þýða að börn annara mæðra mæta sömu örlögum. Að verða að hermönnum ISIS og jafnvel enda sem sjálfsvígs sprengjumenn. Að sleppa myndi einnig þýða að missa alla tengingu við börnin sín. Í gegnum aðgerðir sínar og endalausar leitir af svörum hafa þær fundið leið til að halda minningu barna sinna á lífi. Þrátt fyrir stanslaus erfiði á sálartetur þeirra. Dam segir að á hverjum morgni er eins og ekkert af þessu hafi gerst, eins og hún lifi ennþá gamla lífi sínu og svo sogast hún inn í þennan heim sem hún vissi ekki einu sinni að væri til.

55c8dd7414000077002e2745

Boudreau sat á háum stól í sínu litla eldhúsi sem er einnig skrifstofa hennar. Hún var að tala í síman við föður ungrar stelpu sem heitir Hoda. Hún hafði farið frá heimili sínu í Alabama til ISIS í Sýrlandi. Boudreau hlustaði ákaft á manninn lýsa því hvernig dóttir hans hafði verið að undirbúa hann fyrir dauða sinn. Þar sem allir í kringum hana voru að deyja.
„Ég vil bara reyna vera til staðar fyrir þig eins og ég get.“ Sagði Boudreau við hann með samúð. „Jafnvel ef þú þarft bara að gráta og öskra eða ef þú vilt tala við fólk og fá stuðning þá skal ég gera það sem ég get.“
Eftir símtalið hafði Boudreau korter til þess að kaupa nokkrar dósir af tómat súpu og spaghetti í kvöldmat. Svo þurfti hún að drífa sig hinum megin í bæjinn til þess að sækja stjúpdóttur sína í skólann. Á meðan við biðum í bílnum tók BBC átakanlegt viðtal við hana í gegnum síma. Þegar stjúpdóttir hennar spennti sig í aftursætið titraði rödd hennar ennþá. Og voru svör hennar við spurningum stelpunar stutt. Hún þurfti að drífa sig heim til þess að gefa börnunum að borða fyrir símafund sinn með Sómalska samfélaginu í Edmonton. Þau eru að safna fé til aðgerða til þess sporna gegn nýliðun. Og svo þurfti hún að pakka, klukkan sex um morguninn færi hún til Montreal til þess að vera í morgun spjallþætti og hitta móður ungs manns sem var einn af byssumönnum í skotárás í Kanadíska þinginu seinasta október. Boudreau setti upp spaghetti og fór svo í annað herbergi til að svara fleiri fjölmiðlasímtölum. Luke og vinur hans komu heim með rautt krap og léku sér í bakgarðinum. Maturinn sauð áfram án eftirlits.
.
Ég var við það að bjarga matnum þegar Mike, maki hennar Boudreau kom heim úr vinnu sinni við byggingar. Skítugur og búinn á því. Þegar ég biðst afsökunar á afskiptasemi minni muldraði hann að ég væri langt frá því að vera fyrsti blaðamaðurinn sem hann finnur í húsinu. Ég spurði hvort hann vildi tala við mig fyrir þessa grein. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um það, ég lifi í mínum eigin heimi.“ Sagði hann og opnaði sér bjór.
Boudreau borðaði í flýti, týnd í hugsunum sínum og varla talandi við fjölskylduna. Svo færði hún sig yfir í sófan nokkrum fetum frá og hringdi inná símafundinn. Það birti yfir henni, rödd hennar hljómaði af hlátri og spenningi. Hún varð tók allt í einu fullan þátt í samræðum. Börn hennar héldu áfram að borða hljóðlát, hvíslandi til að trufla ekki símtalið. Svo læddust þau út í ísbúð.

Koehler segir að Boudreau er að nota reynslu sína í fyrirbyggjandi aðgerðir. En á vissan hátt hefur hún valið látinn son sinn yfir lifandi fjölskyldu sína. Hún eyðir mestum tíma sínum í heimi Damian en ekki sínum eigin. Og það hefur mikil áhrif á líf hennar. Hún vinnur varla neitt við bókhald lengur. Hún getur ekki fengið sér fulla vinnu vegna þess að hún er opinber móðir ISIS hermanns. Allar aðgerðir hennar eru bara að þrýsta meira á fjármál þeirra hjóna. Bara símreikningur hennar í maí og júní var yfir hundrað þúsund.
Á meðan afleiðingar dauða sonar hennar er hægt og rólega að eyðileggja fjölskyldu hennar var Hope, hálf systir Damian skilin eftir hjá föður sínum. Hún talaði ekki við Boudreau í heilt ár. Luke er hjá sálfræðingi og hefur verið greindur með aðlögunar röskun. Lítill strákur með stutt ljóst hár og gáfuð augu, hann segir mér að hann er útundan í skólanum. „Þau segja að ég tali of mikið um þetta og sé of dramatískur.“ Útskýrði hann. Stundum er hann reiður út í Damian fyrir að brjóta lillaputta loforð um að koma heim eftir fjögur ár í Egyptalandi. Stundum kennir hann sjálfum sér um, kannski var hann of grófur þegar þeir voru í gamnislag. „Eini tíminn sem ég get veirð hamingjusamur er þegar ég sef.“ Sagði hann.

Fyrr þann dag, þegar við sátum á veröndinni reykjandi, sagði hún mér að Damian var ekki fyrsti sonurinn sem hún missti. Árið 2001 dó tvíbura bróðir Hope af vöggudauða aðeins mánaða gamall. Dauði hans varð til þess að Boudreau varð svakalega þunglind. Það hafði mikil áhrif á Damian líka. Núna eru tvö af fjórum börnum hennar dáinn og eitt varla að tala við hana. Samband hennar við maka sinn er á hálum ís líka. „Mike er ekki hamingjusamur, þetta er of mikið fyrir hann.“ Segir hún. „Hann vill bara að hlutirnir verði eins og þeir voru.“
Það eru sumar nætur þar sem Boudreau er máttvana gegn öllu sem hún hefur gengið í gegnum. Á þeim tímum, á meðan allir eru sofandi, fer hún í bílinn sinn og öskrar á Damian eins og hann sæti við hliðina á henni. Hún öskrar á hann fyrir hvað hann hefur gert fjölskyldu sinni, fyrir að eyðileggja hana og fyrir að eyðileggja Luke, fyrir að vera friðsæll í dauðanum og skilja hana eftir til að laga það sem hann braut. Svo grætur hún og tekur af sér grímuna sem hún setur upp fyrir hin börnin. Og þegar hún er búin að gráta það af sér skríður hún upp í rúm til maka síns og reynir að finna frið í svefninum eins og eini lifandi sonur hennar. Morgundagurinn er nýr dagur með fleiri viðtölum og símtölum, annar dagur í lífinu sem Damian valdi fyrir hana. „Ef ég hefði vitað það sem ég veit núna, þá hefði ég aldrei átt börn.“ Segir hún og pýrir í áttina að sólinni.

 

Story – Julia Ioffe

Julia is a contributing writer at The New York Times Magazine.
Video and Photos – Emily Kassie

 

Sigurbjörg Katla þýðir

900

Athugasemdir

ÓTRÚLEGT MYNBAND – Hún tók sjálf á móti barninu á ferð á meðan pabbinn tók myndband

Next Story »

Ísland í dag – Fylgjendurnir kjósa Mafíuna af því að Fræga Fólkið gerir það.