sdgsex554

Maðurinn minn er líklega kynlífsfíkill!!

ATH: Stúlka sem vildi deila reynslu sögu sinni, stúlkan vildi ekki seigja til nafns.

Ætli ég byrji ekki bara á því að segja ykkur frá okkur. Við vorum hamingjusamlega gift eða það er það sem ég hélt og eigum tvö börn saman. Hann hafði alltaf verið góður við mig, sinnt mér og kynlífinu okkar af mikilli ástríðu, mig grunaði ekki að hann stæði í frammhjáhaldi.

Ég var að vinna í tölvuni minni en hún var alltaf að frjósa svo ég ákvað að nota hans tölvu sem ég hafði aldrei þurft að gera áður.  Hann hafði farið með börnin í sund til að gefa mér frið til að vinna. Ég kveikti á tölvuni hans, Google Chrome opnaði sig strax og nokkri gluggar byrjuðu að ræsa sig. Fyrsti glugginn klám, annar glugginn gróft klám svo þriðji bondage …ekkert sem fór neitt fyrir brjóstið á mér enda höfðum við alltaf verið frekar villt saman í kynlífinu okkar og verið dugleg að prófa allskonar hluti saman.

Það var fjórði og fimmti glugginn sem olli mér strax áhyggjum en þar voru tveir þekktir stefnumótavefir. Ég opnaði þá strax og sem betur fer þá hafði hann ekki verið nógu gáfaður til að vista ekki lykilorðið sitt svo þarna blasti við mér margir mánuðir af samtölum við allskonar stelpur og jafnvel pör með grófum kynlífslýsingum og plön um hittinga á öllum tímum sólahrings og stundum nokkrum sinnum á dag.

Ég sat frosin við tölvuna þar til ég fór að hugsa hversu oft hefur hann komið heim eftir þetta lauslæti og verið með mér og hvort hann hafi varið sig…. magin á mér þoldi ekki meir ég kastaði upp eins og ég væri sjókveik í stormi á Atlantshafinu. Hvað var að gerast fyrir líf mitt var ég að dreyma!!???

Ég hringdi í mömmu og bað hana að taka börnin, svo þegar hann kom heim skutlaði ég börnunum til mömmu. Á leiðini til baka þurfti ég að stoppa nokkrum sinnum til að ná áttum og losna við titringinn úr höndunum á mér.

Hann var kominn í tölvuna þegar ég kom heim, ég starði á hann um stund og sá fyrir mér samtal sem hann gæti verið að eiga eða hitting sem hann gæti verið að plana en svo trylltist ég bara sagði honum að ég hefði séð allt og að ég vissi allt.
Hann trylltist líka sakaði mig um að njósna um sig og svo eins og smellt væri fingrum róaði hann sig og laug því að samstarfsfélagi hans fengi stundum að nota hans tölvu til að hitta stelpur en ekki hann.
Allt inn í mér vildi trúa honum, mig langaði það svo hann náði að ljúga að mér í marga daga en ég komst alltaf að einhverju nýju og vitleysan hjá honum vafði upp á sig þar til hann var búinn að ljúga sig út í horn og ein lygin féll fyrir annari.

Ég glataði manninum okkar og lífinu okkar sem ég hélt okkur eiga allt vegna einhvers sem er líklega kynlífsfíkn. Hann hefur enn ekki í dag viðurkennt þetta og enn í dag fær hann mig til að efast skilnaðin sem ég sótti um og hvort hann sé í alvöru að segja satt en ég veit betur.
Þetta er það erfiðasta sem ég hef upplifað og enn í dag nokkrum arum síðar reynir hann að ná sínum “sannleika” inn á mig og fá mig til að halda að ég hafi gert mistök. Ég fór í alsherjar rannsókn eftir þetta og sem betur fer þá var það versta sem hann gaf mér fyrir utan allt þetta klamydía.

Ég get ekki sagt að ég eigi auðvelt með traust eftir þetta og býst ekki við því að ég hleypi nokkrum manni of nálægt í langan tíma en ég vona að einhverntíman geti ég fundið aftur frið og séð að það eru ekki allir hann.

Monroe.is á Facebook

900

Athugasemdir

Í fyrstu lítur þetta út eins og falleg ljósmynd en…

Next Story »

Þú átt bara eftir að enda sem spikfeit flíspeysu mamma!