kviðinnminn2154aa2

Loksins fór eg til geðlæknis og sálfræðings og fékk lyf sem hægt og rólega breyttu lífi minu.

 Aðalheiður Elín Ingólfsdóttir skrifar

KVÍÐI

Mér langar að segja ykkur söguna mina. Kvíði er ekki hræðsla eða aumingjaskapur eins og margir halda framm, sem hafa ekki kynnst honum. Kvíði er djöfull að draga og getur haft magar skélfilegar afleiðingar ef ekkert er gert i honum.

Ég ætla að segja ykkur fra þvi þegar ég greindist með ofsakvíða og hvaða áhrif það hafði á mig. Þetta byrjaði allt í lok sumars 2014. Fyrst var þetta bara lítill kvíðahnútur i maganum fyrir hinu daglega lífi, sem fór svo að vinda uppá sig, ég fékk fyrsta kvíðakastið i vinnuni. Þarna breyttist lífið það algjörgörlega snérist á hvolf, lífsglaða og hressa unga stelpan sem ég var, var allt í einu lítil i sér þorði ekki neinu, leið illa og hætti að lifa lifinum eins og venjuleg manneskja, ég byrjaði að skrópa í skólann, þvi ég einfaldlega komst ekki þangaði inn, ég var hrædd um að fá kvíðakast. Kvíðakast er það versta sem hefur nokkurn tíman komið fyrir mig.

Það lýsir sér þannig að þú byrjar að ofanda, svitna, svima , færð yfir þig þessa óraunveraleika tilfinningu, og líður eins og þú sért að deyja, en það er sannað að maður deyr ekki við að fá kvíðakasta, þetta líður hjá, og er bara vont með þetta stendur yfir. Ég fékk grátköst oft i viku og missti áhugan á öllu, mamma hjálpaði mér í gegnum þau. Svo byrjuðu Mamma og pabbi að hafa meiri áhyggjur og sendu mig til læknis , sem er nú ekki frásögufærandi, að þangað þurfti að draga mig inn hágrátandi. Ég fór til sálfræðings sem gat þvi miður ekki hjálpað mér mikið, það fyrsta sem ég gerði var að ljúga , ja ljúga því að ég væri að mæta í skólann, ég laug því að öllum í kringum mig, nema auðvitað bestu vinkonu minni á þessum tima, hún vissi allt. Það kom að því að mamma og pabbi fengu nóg, sem er alveg skiljanlegt, þar sem þau þekkja þetta ekki sjálf.

Þetta hafði mikil áhrif á vinnuna mína, ég gat ekki mætt, bara alls ekki, hringdi mig inn veika á allar mínar vaktir. Ólíkt mér þar sem ég vann mikið og fannst mjög gaman i vinnuni. Það var komið að þvi að ég þurfti að mæta i vinnuna, ég labbaði inn með mömmu og pabba grátandi og hrædd, þar tók á móti mér yndislegasta manneskja sem ég þekki, hún róaði mig niður og hjálpaði mér í litlum skrefum að byrja að vinna. Ég byrjaði að vinna stuttar vaktir, já mjög stuttar kannski 1-2 tima á dag, mér fannst það mjög mikið og erfitt, mér leið illa i vinnunni. Kvíðin var búin að yfirtaka mig og líkama minn, ég hætti að borða, ég bara gat það ekki, það eina sem ég kom ofan í mig var smá ab mjólk. Þegar ég var sem verst var ég 42 kg og mjög horuð. Fólk var farið að segja við mig að ég væri með anorexíu og ætti að fara að borða mat!,

Þú getur ekki sagt manneskju sem líður mjög illa andlega að borða! Hún getur það ekki, annars myndi hún gera það. Mér leið svo illa að ég hugsaði oft hvernig ég ætti eiginlega að koma mér burt úr þessum heimi, ég gat ekkert gert, eina sem ég gerði á daginn var að liggja í sófanum heima og líða illa. Ég fór aldrei út, meikaði ekki að hafa mikið fólk heima og gat aldrei verið ein. Mér fannst ástandið hafa verið verst þegar ég hætti að getað baða mig, afþvi að ég var hrædd um að fá kvíðakast í baði. Manneskjan sem ég vil meina að hafi bjargað lífi mínu hjálpaði mér óendanlega mikið hún dró mig út í allskyns hluti og ég komst ekki upp með að sleppa því. Loksins fór ég til geðlæknis og sálfæðings og fékk lyf sem hægt og rólega breyttu lífi mínu. Ég fór ekki sjálfviljug að gera hluti, heldur þurfti að draga mig í það eða segja mér að gera það.

Á þessum tima breytti ég um lífstíl og hafði æðslega bestu vinkonu og aðra fjölskyldu sem hjálpaði mér mjög mikið. Núna ári seinna er lífið miklu betra! Ég er breytt og betri manneskja, þori öllu, nokkrum kg þyngri og ég elska lífið.

Ég vil þakka öllum sem hjálpuðu mér a þessum erfiðu tímum, þið eruð yndi

 

Aðalheiður Elín Ingólfsdóttir

.

900

Athugasemdir

Eyddu yfir 11 Milljónum í lýtaaðgerðir. “Gerum það sem við viljum”

Next Story »

Ég settist niður eina nóttina þegar ég var andvaka og byjaði að skrifa