10931307_10152604992026659_7868981578269376779_n

Knúin til breytinga.

Síðan ég skrifaði síðasta pistil minn, hef ég upplifað að það er svo sannarlega rými til breytinga innan kerfisins sem á að sjá um unga fólkið okkar sem leiðst hefur inn á rangar brautir.

Ég hef rætt við unga konu sem upplifði björgun með kerfinu, og einnig móður sem var brotin af kerfinu og hefur leitað annara leiða til að bjarga sinni fjölskyldu.

En allir virðast á sama máli að breytinga er þörf, því þetta eru börnin okkar sem erum að setja inn í aðstæður sem geta reynst þeim skaðlegar ef ekki er farið rétt að.

Nú veit ég að ekki er alltaf hægt að leita annað en í kerfið, og aðstæður það slæmar að foreldri hefur ekki aðra lausn en að nýta sér það kerfi sem er til staðar. En breytinga er þörf og nú er mál til komið að hlustað sé á raddir þeirra sem þaggaðar hafa verið niður um áratuga skeið. Fullorðnir sem voru börn innan kerfissins, unglingar sem eru hluti af kerfinu í dag og foreldra sem treysta á kerfið varðandi velferð barna sinna. Við erum lítið land og fáar fjölskyldur svo þetta málefni snertir okkur öll! Ég vil sjá ungmenni þessarar þjóðar njóta betri leiða en voru í boði þegar ég var barn, ég vil vitundarvakningu en ekki þöggun varðandi hag barna okkar. Ég vil byltingu í málum barna hér á landi! Börnin eru framtíð okkar, þau munu sjá um landið í elli okkar, og hvernig leiðtoga viljum við fyrir landið okkar þá? Skömmin má ekki verða sterkari en velvilji okkar, óttinn má ekki verða sterkari en hugrekki okkar, því frestun á lausn varðandi vandamál í kerfinu í dag, þýðir einfaldlega fleiri brotnir einstaklingar inn í þjóðfélagið á næstu árum. Viljum við það? Viljum við ekki heldur sterkara þjóðfélag? Svo ég vitni í okkar yndislegu forsetafrú “Ísland stórasta land í heimi”, eða er það Ísland landið sem hunsar aldraða og unga? Ég vil standa undir þessum flottu orðum Dorritar, en ég sé ekki að ég geti það meðan hlutirnir eru eins og þeir eru hér á okkar fallega skeri.

Á næstu dögum munum við fjalla betur um málefni af þessum toga, svo ég hvet þig til að fylgjast vel með!

Valdís Rán Samúelsdóttir

900

Athugasemdir

Ég var ungur og upprennandi fótboltastjarna…

Next Story »

Að lifa í sársauka.