dnews-wji55n

Karlmenn sem suða um kynlíf

Innsend grein – höfundur óskaði eftir nafnleysi.

Þessi íhugun mín er mjög persónuleg og byggð á eigin reynslu og mér þykir erfitt að tjá mig um þetta málefni en finnst umræðan mjög þörf og nauðsynleg.

Hver hefur ekki lent í karlmanni sem hlustar ekki á orðið nei, heldur að það sé leikur að suða og suða og fá 1000 sinnum nei og fá svo eitt já að lokum því konan er orðin þreytt, óörugg og kannski er hún brotin og lætur undan pressu. Ég veit að það eru fullt að konum sem láta ekki bjóða sér svona framkomu, hvort það sé í sambandi, bólfélaga sambandi, á djamminu eða á netinu og eftir standa konur eins og ég, brotin af ýmsum ástæðum og það er eins og karlmenn þefi okkur upp. Ég geri mér grein fyrir því að karlmenn geta líka orðið fyrir þessu áreiti en ég þekki það ekki nógu vel til þess að tala um það af einhverju viti.

Ég tala um karlmenn í þessu samhengi því reynslan mín af fólki sem tekur ekki nei sem gilt svar eru karlmenn.

Finnst karlmönnum það virkilega æsandi/sexy að suða og fá samþykki á endanum ? Finnst þeim það góð tilhugsun að manneskjan sé að láta undan pressu og sofa hjá þér bara útaf því að hún þorir ekki að segja nei endalaust? Finnst þér gaman að sofa hjá konu sem langar ekki að sofa hjá þér? Hver svo sem ástæðan er fyrir því að konur gefast upp á endalausu suði geta verið margar eins og ég benti á hér að ofan. Í mínu tilfelli er það brotin og léleg sjálfsmynd, meðvirkni og ýmis áföll sem ég hef orðið fyrir í gegnum lífið og þar má nefna kynferðislegt ofbeldi.

Málið er að við megum alltaf segja nei! Kringumstæður eiga ekki að skipta neinu máli hvort sem við förum á djammið kynnumst skemmtilegum manni sem við döðrum við allt kvöldið og hefur boðið okkur í glas og eytt tíma sínum í að spjalla við okkur. Hann gerir sér vonir og býður okkur síðan heim, við megum segja nei og ef við segjum nei þá á að virða það svar. Ef ég til dæmis kynnist manni og við hittumst, hann býður mér út að borða eða ég býð honum einfaldlega í heimsókn þá þýðir það ekki að ég sé skildug til þess að sofa hjá honum þó svo honum langi til þess. Ég má darða, kyssa hann og hafa gaman, það þarf ekki að fara lengra ef ég vil það ekki. Oft held ég að konur fái samviksubit yfir því að karlmenn séu góðir við þær og finnst eins og þær séu skyldugar til að „borga“ til baka með kynlífi eins fáránlega og það hljómar.

Núna er ég að verða þrítug og lendi ennþá í þessum aðstæðum, að vísu fer þeim fækkandi en lenti í svona atviki fyrir stuttu og fór að hugsa um þetta, afhverju menn haga sér svona. Ég er að verða þrítug og finnst ennþá mjög erfitt að standa með nei-inu mínu eins asnalega og það hljómar fyrir sumum. Sumir karlmenn suða og suða en hlusta á endanum á nei-ið ef maður nær að standa við það en svo eru líka til karlmenn sem hlusta ekki á nei-ið og ákveða þetta fyrir mann.

Pælingin mín er, af hverju eru sumir karlmenn svona. Er þetta samfélagið sem við búum í? Er þetta afleiðing klámvæðingar ? Er hægt að breyta þessu? Eða verð alltaf einhverjir karlmenn svona?

Svo þekki ég líka menn sem detta ekki í hug að suða og þvinga fram samþykki, menn sem bera virðingu fyrir manni og mundu held ég aldrei vilja sofa hjá konu sem vill ekki sofa hjá þeim. Ég ber virðingu fyrir þannig mönnum, fyrir einhverju sem á að vera svo sjálfsagt.
Munum að við megum alltaf segja nei konur sem karlar.dsgh

900

Athugasemdir

Þegar ég fékk stelpuna mína loksins í fangið þá fann ég ekkert

Next Story »

Íslenskar stelpur eru easy