jón þór forsíðu mynd

Jón Þór Ísberg tattoo listamaður, tók áskorun okkar á Monroe.is og svaraði fyrir okkur 10 skemmtilegum spurningum.

Jón Þór er hvað þekktastur fyrir að vera með flottari tattoo listamönnum landsins, einnig er hann ofurtöffari og alskeggjaður! Við á Monroe.is elskum Jón Þór og hans verk,
Nú má engan tíma missa ef þú ætlar að fá þér tattoo hjá honum, því hann mun eins og hann sjálfur segir ,,yfirgefa skerið í óákveðin tíma’’, og þessar nokkru vikur sem hann verður hér, verður hann uppi á Bleksmiðju að skapa listaverk.

tatt 1

tatt 2

#1 Hvað var draumastarfið þitt þegar þú varst barn?

J.Þ Mig langaði til að verða margt og mikið og skipti um skoðun þegar ég sá eitthvað nýtt og spennandi! Eitt sinn hitti ég Jón Pál Sigmundsson þegar ég var um 10 ára og mig langaði að verða sterkasti maður í heimi og einu sinni langaði mig til að vera söngvari. Hljómar súrt í dag því ekki get ég sungið og er bara mjög langt frá því að nenna lyfta lóðum

#2 En í dag?
J.Þ 2 Í dag vinn ég við draumstarfið mitt og hef gert síðastliðna 2 áratugi

#3 Hvað breyttist?
J.Þ Það sem kom upp á er að ég fékk mér tattoo og það var engin endurkoma þaðan, því þessi bransi heltók mig frá fyrstu kynnum, og á mig allan í dag. Og mun verða þannig væntanlega fram til þess að maður gefur upp öndina.

#4 Helstu afrek frá barnæsku þangað til núna?
J.Þ Bjargaði lífi lögreglukonu í Englandi sem hafði lent í slæmu bílslysi eftir eltingaleik við annan bíl

#5 Hvað þykir þér skemmtilegst í heimi að gera?
J.Þ Eins klisjugjarnt og það kannski hjómar, þá finnst mér skemmtilegast þegar ég er að vinna, hvort sem er að setja fallega mynd á skinn, mála og teikna.

#6 Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? og afhverju?
J.Þ Ég á mér all nokkrar fyrirmyndir og þær koma allstaðar af! Hvort sem er vinnutengt eða í persónulegu lífi! Og eiga þær allt það sameiginlegt að vera með heilindi, heiðarleika og auðmýkt.

#7 Hverjir eru þínir helstu kostir?
J.Þ Ætli minn helsti kostur og kannski galli líka? Er að ég kem til dyranna eins og ég er klæddur

#8 En gallar?
J.Þ Á það til að vera hrokafullur skarfur, hef litla þolinmæði fyrir vitleysu. kannski er það bara kostur?

#9 Ef þú mættir ráða heiminum í 1 dag, hverju myndir þú breyta?
J.Þ Gera alla pólitíkusa og milljarða elítuna peningalausa og dreifa auðnum til hvers og eins mannbarns á þessari litlu bláu kúlu.

#10 Hver er besti vinur þinn?
J.Þ Ég geri ekki upp á milli vina minna og eru þeir allir með tölu yndislegir á sinn hátt og þykir mér óendalega vænt um hvern og einn þeirra.

tatt 3

tatt 5

 

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=600 height=200 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Íslensk stelpa tekur og rústar perranum!!!

Next Story »

OMG! Sætast í heimi