logo

Jákvæðu fréttir dagsins.. iStore gefur iPad til langveikra barna! Þessu Verður þú að deila!

iStore hefur gefið 37 iPad til langveikra barna, það hefur hjálpað þeim að ná tökum á ótrúlegustu hlutum. Hér á eftir fylgja tvær af sögum barnana. Húrra fyrir þessum hetjum!

Patryk fær iPad

Til okkar kom í dag hinn 5 ára Patryk Szarpak og fékk iPad og ZooGue tösku að gjöf frá iStore, en hann er 37. langveika barnið sem fær iPad frá okkur. Patryk er með einhverfugreiningu og talsverða seinkun í þroska og málþroska. Patryk er glaðlyndur og skemmtilegur drengur með mikla útgeislun.

Patryk talar ekkert og notar hann PECS boðskiptakerfi til boðskipta. PECS boðskiptakerfið hjálpar honum til þess að tjá sig hvað hann vilji gera eða fá. Einnig er Patryk með dagskipulag sem sýnir hvað hann eigi að fara að gera hverju sinni. Sjónrænt dagskipulag gefur honum öryggi og til að vita hvað hann á að fara að gera hverju sinni.

Við höfum mikla trú á því að þessi gjöf muni auka lífsgæði hans til muna, örva þroska og gera honum fært að tjá sig með iPad.

Þökkum okkar viðskiptavinum fyrir að gera okkur mögulegt að gefa öllum þessum börnum iPad gjafir, en þessar gjafir hafa breytt miklu fyrir börnin sem hingað til hafa fengið iPad frá okkur og í bígerð er að gera stutt video innslög þar sem fjallað verður um þessi litlu og stóru kraftaverk sem tengjast börnunum.

Vekjum einnig athygli á því að nú er Blár Apríl sem er árlegt vitundarátak Styrktarfélags barna með einhverfu.

1544998_1025884590772283_432344483804096082_n

Stefán Sölvi fær iPad

Til okkar kom í dag flottur 2ja ára strákur að nafni Stefán Sölvi en hann er 36. langveika barnið sem fær iPad og ZooGue hulstur frá iStore í Kringlunni. Gaman að geta þess að Garminbúðin ætlar að gefa honum RAM hjólastólafestingu fyrir iPad.

Stefán Sölvi er með genagalla en er samt ennþá í greiningarferli. Enn sem komið er er hann sá eini í heiminum sem er með þennann galla. Hann er mikið fatlaður og flogaveikur. Hann er með lélega sjón og getur ekki mikið hreyft sig, en hann elskar tónlist og að horfa á alls kyns örvunarmyndir. iPad mun hjálpa honum mjög mikið í hreyfiörvun, sjónörvun og þroska.

Við höfum reynslu af því að börn í svipuðum aðstæðum og Stefán hafa sýnt miklar framfarir og því höfum við vægast satt tröllatrú á þessum flotta kappa.

Þökkum okkar viðskiptavinum fyrir að gera okkur mögulegt að gefa öllum þessum börnum iPad gjafir, en þessar gjafir hafa breytt miklu fyrir börnin sem hingað til hafa fengið iPad frá okkur og í bígerð er að gera stutt video innslög þar sem fjallað verður um þessi litlu og stóru kraftaverk sem tengjast börnunum.

 

Stefán iPad

Alveg hreint magnað að vita af svona góðu fólki í heiminum!

900

Athugasemdir

Viðvörun – ef þú notar þetta tannkrem geta smáagnir af plasti fest sig undir tannholdi…

Next Story »

Hún varð að segja vinum sínum á facebook hvað hún væri hamingjusöm – á meðan hún keyrði!