267934-powerful-women-2009

Já ég er fucking kona og ég tek pláss!

10931307_10152604992026659_7868981578269376779_n

 

Ég sat hjá ráðgjafa sem lýsti mér svo undurfagurt, “já Valdís mín, þú ert bara svo stórbrotin karakter að þú kemst ekki hjá því að þegar þú snýrð þér þá átt þú eftir að rekast utan í fólk, og veistu það er bara allt í lagi.”

Vá hvað þetta var gott fyrir mig að heyra, því standardinn í þjóðfélaginu er svo sannarlega ekki svona. Það er ekki ósjaldan sem ég hef fengið að heyra að ég eigi ekki að hegða mér á þennan og hinn háttinn, því það sæmir ekki konu. Ég má ekki tala hátt því fólk gæti heyrt hversu heimskulega ég hljóma, guð hjálpi mér ef ég tala um píkuna á mér því hún er ekki til umræðu, en ef ég tala um typpi þá er það sveipað dýrðarljóma og ekkert eðlilegra. Ekki má ég blóta, því konur eru jú með fallegt málfar sem konu einni sæmir. Heimilið mitt er að sjálfsögðu ótrúlega hreint, sérstaklega þegar ég bý með ungling, vinn eins og hestur og er með 6 hvolpa og 2 fullorðna hunda, já já ég er ofurkona.

Nei leyf mér að leiðrétta þennan helvítis misskilning sem fylgir þessum mýtum.

Ég elska að mæta í vinnu og vinna eins og hestur, það gefur mér meira en heimilislíf.

Ég er ekki týpan sem gefur sér tíma í að dásama bleyjur og heimsækja fólk sem á börn, ég hef engan áhuga á saumaklúbbum og þykir ekkert heillandi við að skoða myndir af börnum. Já og fyrir mér eru börn ekki það dásamlegasta sem hefur komið fyrir þennan heim. Ég má nefnilega alveg, ekki hafa börn á áhugamála listanum mínum. Úff þunnur ís ekki satt? Nei því að bara þó ég sé með píku, þá gerir það mig ekki ósjálfrátt að beyjuskiptandi, út-ældri, þreyttri húsmóður, með status á facebook hvað krakkinn var duglegur að kúka eða sofa………. Boring, sorry sofnaði á lyklaborðinu við að skrifa þetta!

Ég hata helvítis þvottavélina og ég er ekkert þakklát fyrir það að eiga eina slíka, og já kallinn minn kann bara helvíti vel á hana.

Uppvask hjálpar mér ekki að hugleiða, nei það sem hjálpar mér við að hugleiða er konan sem mætir heim til mín einusinni í viku og þrífur á meðan ég sit og leita eftir skúbbfréttum fyrir þig!

Mér þykir ekkert sexy við undirgefinn karlmann sem ausir í mig gjöfum og tekst ekki á við mig, og sem ögrar mér ekki. Þú veist þessi karlmaður sem er með skottið á milli lappana og bara ógeðslega sæta kærustu sem er að vinna á boost barnum sem hefur 4 klukkustundir á dag til að búa til andlit á sig, því hún nennir sko ekki að vinna meira en 50% starf. Ég elska hvað kallinn minn er frekur á pláss líka, sem rekst í mig vegna þess að hann má það, sem talar hátt og er óhræddur við að svona plássfrek kona taki pláss í lífinu hans. Hann fær ekki hland fyrir hjartað þegar ég segi “ í dag ætla ég að heiðra píkuna og fara í vax” hann fílaði free the nipple, og var stoltur af þeim konum sem tóku þátt. Hann er jafningi minn. Ég er ekki bara útungunarvél sem missti metnaðinn um leið og ég missti meydóminn.

Ég tel mig að öllu leiti standa jafnfætis hverjum einasta manni og konu, og geri ekki greinamun á milli píku og typpis, það er ekki náttúrulegt fyrir mig að klæða mig upp, henda á mig andliti og fara svo út. Nei meira svona, djöfull.. klukkan er korter í og ég þarf að mæta, hárinu hent í rúst greiðslu ( sem er b.t.w sjúklega töff) burstað tennur á sama tíma og ég kveiki á kaffivélinni í annari buxnaskálminni að slökkva á remindernum um fundinn. En ekki það konur mega líka alveg vera með draumastarfið sitt eiginkona og móðir, enda er það ekki mitt að dæma þó að persónulega myndi ég ekki velja það fram yfir að eiga frama. Ég er frek, ákveðin, fæ það sem ég vil, klár, metnaðargjörn, og yfir höfuð þykir mér bara helvíti mikið til mín koma. Ég veit arg!!, konur eiga að vera auðmjúkar og ekki að líta á sjálfa sig sem winner.. Sjáðu mér er ekki viðbjargandi, ég er alltaf að gleyma helvítis kynjagleraugunum!

Ég upplifi ekki að ég þurfi að afsaka það að ég hegði mér eins og karlmaður, því að það kynjahlutverk er ekki til fyrir mér að karlmenn séu svona og kvenmenn séu hinsvegin. Ég fæ ekki grænar yfir viðkvæmum manni frekar en konu, ég upplifi ekki að karlmenn með bumbu séu sexý en konur með bumbu ekki sexý. Ég upplifi að sterkar konur með metnað séu sexy, sama hversu þykkar eða þunnar þær eru, og það sama á við um karlmenn, sterkir karlmenn með metnað eru fucking sexy.

 

En nóg af röfli! Bara þetta konur og menn takið ykkar fucking pláss! Það má!

Valdís Rán Samúelsdóttir

900

Athugasemdir

Dauðinn og hverfulleiki lífsins

Next Story »

Óður til móður!