dómur ívar halldórs

Ívar Halldórsson – Fordómar og dónaskapur á netinu

ívar halldórs

Ívar Halldórsson skrifar;

Það var ráðist á mig persónulega og opinberlega á Fésinu fyrir það að líka við síðuna Barnaskjól. Þeir sem hafa líkað við þessa síðu lýsa yfir að þeir eru ósammála því að Samtökin 78 fræði börn í grunnskólum um samkynhneigð.

Ég las yfirskrift síðunnar og sá ekkert sem beindist persónulega gegn samkynhneigðum persónum. Hér var eingöngu verið að gefa þeim, sem voru ósammála því að Samtökin 78 fengju að annast fræðslu um samkynhneigð í grunnskólum, tækifæri á að viðra sína skoðun með því að veita sitt atkvæði með friðsamlegum hætti.

Ég var um leið ásakaður um að vera fordómafullur og með hatursáróður vegna þess að ég vogaði mér að smella á “like”. Ég skrifaði ekki staf – setti bara “like”.

Einhverjir kunna að hafa látið einhverja ósæmilegar athugasemdir flakka þarna á síðunni, en ég er ekki ábyrgur fyrir ummælum annara – er persónulega á móti öllum niðrandi upphrópunum og finnst að allir sem niðurlægja aðra opinberlega með einhverjum hætti ættu að skammast sín, biðjast afsökunar og taka út óviðeigandi athugasemdir sínar.

Ekki setti ég mynd af neinum á fésið eða ásakaði um neitt.

Ekki kallaði ég neinn heimskan né réðist ég á trúarafstöðu einhvers.

Ég niðurlægði engan og hneykslaðist ekki á neinum.

Ég benti ekki á eða minntist á neina persónu – af því að mitt framlag var ekki persónulegt, þ.e. beindist ekki gegn persónum, heldur aðferðafræði.

En þetta virðast stuðningsmenn Samtakanna 78 þó leyfa sér að gera. Þeir setja mynd af mér á netið, fordæma mig og kalla mig öllum illum nöfnum vegna þess að ég hef aðra skoðun á því hvernig best er að fræða börn um samkynhneigð.
Þeir hafa þá víst sérleyfi til að fordæma og níðast á fólki á netinu. Þvílík hræsni!

Nú á dögum er það víst þannig að ef þú vogar þér að vera á öðru máli en þorri samkynhneigðra eða moskusinnaðra, þá fara allir í flækju og taka því sem persónulega árás – og því miður eru allt of margir meðvirkir í okkar samfélagi.

Fólk sem hefur aldrei talað við mig og þekkir mig ekki neitt, vogar sér þarna að benda fingri á mig og fullyrða að ég hati samkynhneigða og að ég sé trúvilltur hálfviti! Svo er verið að ásaka mig um fordóma og hatursáróður! Þetta eru hreint út sagt fáránlegar fullyrðingar og rógburður!

Ég læt nú engan segja mér hvert ég fer með bílinn minn í viðgerð. Ég ræð því og hef mína skoðun á því hverjum ég vill treysta fyrir bílnum mínum. Að sama skapi, og þess þá heldur, ræð ég því og hef mína skoðun á því hverjir fá að “gera við” börnin mín.

Ég þarf ekki að hata fólkið sem vinnur á verkstæðinu þótt ég treysti þeim ekki fyrir bílnum mínum. Sömuleiðis þarf ég ekki að hata meðlimi Samtakanna 78 þótt ég kjósi að láta aðra fræða mín börn um samkynhneigð.

Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum manísku viðbrögðum hársárra hópa sem telja sig eiga sjálfsagðan einkarétt á atkvæði mínu og telja sig geta fordæmt og valtað yfir mínar skoðanir – telja sig eiga meiri rétt og meira skoðana- og tjáningarfrelsi en ég!

Í frjálsu samfélagi á almenningur að sjá sóma sinn í því að virða meðfæddan og frjálsan rétt náungans. Ég hef minn rétt á að mótmæla á friðsaman hátt eins og samkynhneigðir, láglaunaðir, rokkstjörnur, umhverfissinnar, flugvallarsinnar o.fl.

Svona hegðun gerir lítið annað en að styrkja mínar efasemdir um að hópur, sem hefur sig hrokafullur á svona háan stall með slíkum hætti, sé ekki í stakk búinn til að geta haft jákvæð áhrif á börnin mín!

Ég skrifa þetta því að ég er ekki þessi meðvirka týpa sem lúffar fyrir svona lágkúrulegum bellibrögðum.

Þannig að það sé nú svo endanlega á hreinu þá hef ég ekkert á móti samkynhneigðum. Ég er sjálfur ekkert betri en samkynhneigðir. Guð elskar samkynhneigða ekkert minna en mig.

Ég er hins vegar ekki hlynntur því að Samtökin 78 kenni um samkynhneigð í grunnskólum. Ég er bara einfaldlega ekki sammála öllum þeirra sjónarmiðum eða aðferðafræði. Ég treysti ekki þessum samtökum til að gera þetta á hlutlausan og faglegan hátt. Þetta er mín skoðun og verður það þangað til, eða ef ég ákveð að skipta um hana.

Ef samkynhneigðir (eða hverjir sem er) vilja vinna sér inn virðingu samlanda sinna, þá eru persónuárásir, ásakanir, fordómar og nafnaköll ekki skynsamleg aðferðafræði. Það að einhver sé samkynhneigður, gefur honum engan sjálfgefinn rétt á að gera lítið úr öðrum.

Samkynhneigðir eru ekki einir um að vera manneskjur – ég er líka manneskja með sömu réttindi og sama tjáningarfrelsi!

900

Athugasemdir

Afhverju má enginn orðið tjá sig öðruvísi en að vera stimplaður fórnarlamb eða upplifa að drullað sé yfir sig?

Next Story »

Marco Evaristti er sennilega hataðasti íslandsvinurinn í dag!