20130706-_MG_5327

Íslenskar mæðgur upplifðu kraftaverk!.

Ég hitti þær mæðgur, Kristborgu Ingibergsdóttur og Írisi ósk Friðriksdóttur á kaffihúsi. Þar ræddum við um upplifun þeirra af íslenska unglinga-heimila kerfinu, og þau úrræði sem þar eru í boði, eða voru í boði Þegar Íris var vistuð á unglingaheimilum ríkisins.

Þær mæðgur eiga náið og fallegt samband, og þakka þær hver annari fyrir að björgun hinnar. Íris þakkar fyrir þrjóskuna í mömmu sinni og fyrir að hún var tilbúin að taka slaginn með henni og fyrir hana, og Kristborg þakkar Írisi fyrir það sem hún lærði um sig sjálfa í þessu ferli.

Hver var upplifun ykkar af því starfi sem fór fram á þeim heimilum sem Íris var á?

Íris segir að Stuðlar hafi verið svona meiri stofnun, þar sem unglingum var hópað saman sem áttu ekki að vera saman. T.d var einn inni á Stuðlum fyrir lygasýki, einn var þunglyndur, annar var of þungur og sumir voru þarna vegna neyslu. Ég sjálf var inni fyrir hegðunarvandamál. Reyndar var ég í neyslu en foreldrar mínir vissu það bara ekki fyrr en eftir að ég var innskrifuð, en það sem allir einstaklingarnir áttu sameiginlegt sem voru með mér þarna inni, að mér undanskilinni, var að þeir voru í neyslu þarna inni á meðan að meðferð stóð.

Þegar ég er þarna inni eru um það bil 30 einstaklingar með mér í meðferð, og hver einn og einasti þeirra t.d strauk af heimilinu.

 

Hverjar voru afleiðingar af stroki þeirra?

Fyrir hvern dag í stroki bættust við 2 dagar við vistunartímann  á heimilinu og þú byrjaðir á þrepi núll

Hvað er þrep núll?

Þrep núll er neyðarvistun, eða einangrun. Þú ert lokuð inni og frá öllum þeim sem eru með þér á Stuðlum. Þú ert ekki í neinum samskiptum og gerir lítið annað en að hugsa.

Urðu afleiðingar af þeirri vistun einhverjar í þínu lífi?

Nei get ekki sagt það, en ég ákvað að ég vildi aldrei fara þarna inn aftur. En lærdómurinn sem slíkur varð ekki mikill. Síðan eftir neyðarvistunina þarf maður að vinna sig upp þrepastigann aftur, þrep fyrir þrep þegar maður er í meðferðarvistun.

En þegar unglingar eru settir í Neyðarvistun án þess að vera vistuð í merðferð er annað mál.

Það sem mér þótti vanta er, hvað gerist svo eftir meðferðina? Þú ferð í neyðarvistun og hvað tekur svo við, það er ekkert prógram sem þú fylgir,  ekkert sem tekur við þegar þú kemur þaðan út.

Það þarf að vera til annað úrræði en þetta. Ég skil það vel að það þurfi að koma börnum frá fíkniefnanotkun og líkaminn þarf að fá frið til að losa sig við efnin, svo að einstaklingarnir geti þroskast eðlilega. En þetta er úrræði sem er klárlega ekki að virka eitt og sér.

En ég vil taka það fram að ég er að tala út frá þeirri reynslu sem ég upplifði á sínum tíma – ég hef heyrt
af því hvernig þetta er í dag,  en hef ekki reynsluna sjálf.

 Kristborg hefur sömu sögu að segja.

Kristborg hefur sömu sögu að segja með annað barn sem hún á.  Dóttir mín var sett inn á Stuðla, en svo fæ ég símhringingu þar sem mér er sagt að koma og sækja hana því að hún sé svo góð. Dóttir mín var á kafi í fíkniefnum, en bara vegna þess að hún sýndi ekki sama hegðunarvanda og Íris þá þurfti ekki að hjálpa henni. Ég átti bara að taka hana heim. Hún fékk enga hjálp.
Einnig fannst mér alveg vanta samskiptin við foreldra uppi á Stuðlum, það var ekki mikið samstarf þar við mig að minnsta kosti.

 Íris fer í langtímavistun allir urðu að vinna saman að bata. 

En þegar Íris fór á Varpholt síðar nefnt Laugaland, þá vorum við að tala um allt annað, þar voru stöðufundir með foreldrum og félagsráðgjafa einu sinni á önn,  og þar voru líka fjölskyldu helgar. Á þeim helgum  mætti öll fjölskyldan og það var unnið að lausnum. Við vorum látin vinna saman að bata innan fjölskyldunnar með það að markmiði að fjölskyldan kynni að vinna saman og ætti fallegt samskiptamunstur.

Þar vorum við foreldrarnir látin taka ábyrgð á okkar parti samskiptanna og börnin af sínum.

Það náðu ekki allar fjölskyldur árangri með samskiptin

Íris segir að ekki hafi allar fjölskyldur náð þeim árangri sem þau náðu, en Kristborg segir að það hafi bara ekki komið annað til greina en að vinna saman sem heild, til að ná bata í fjölskyldunni.

Vandamálið er ekki bara unglingurinn þinn, heldur hellingur af öðrum vandamálum innan fjölskyldunnar sem höfðu áhrif á börnin okkar. Svo að okkar mati þurfti öll fjölskyldan á hjálp að halda. 

Nú hefur þú náð undraverðum árangri, veist þú eitthver deili á þeim sem voru með þér á þessum heimilum á sama tíma? Hafa þau náð þessum árangri?

Ég  veit að margir af þeim sem ég var með eiga mjög fallegt líf í dag, en það var held ég enginn sem hefur verið edrú allan tímann, ég held að ég hafi verið sú eina.

Af hverju náðu þær ekki sama árangri og þú?

Það tengist hugafarinu held ég. Ég upplifði vellíðan og vildi meira af henni, og ég vildi ná árangri í gegnum þetta. En þú neyðir engan til bata, manneskjan verður að vilja það sjálf.
En ég vil taka það fram að í dag hafa margar þeirra náð alveg frábærum árangri og eru á mjög góðum stað í sínu lífi.

Kristborg hvernig var utanumhald að þínu mati varðandi aðstandendur?
Þurftir þú að sækja hjálpina sjálf? Eða var búið til prógramm fyrir fjölskylduna að fylgja?

Ég þurfti að mestu leiti að sækja mér hjálpina sjálf, ég var með yndislegan félagsráðgjafa með mér í liði sem ég get aldrei þakkað nægjanlega fyrir hennar störf. Hún ýtti að mér fullt af lausnum, og hvatti mig til að fylgja eigin innsæi varðandi Írisi.  Hún minnti mig einnig á að ég hefði síðasta orðið varðandi dóttur mína.

Mæður þeirra barna sem dvöldu á Varpholti hittumst oft og fengum saman tíma hjá sálfræðing reglulega. Ég fór á sjálfstyrkinganámskeið og við hjónin gerðum hreinlega allt sem í valdi okkar stóð til að vinna í okkur í sama tíma og hún var í sinni meðferð.

Hefur þú Kristborg ráðleggingar til foreldra sem eiga börn á vistheimilum í dag?

Mín ráðlegging er, taktu þátt, vertu inni í málnum, fáðu hjálp fyrir þig og þína fjölskyldu. Það virkaði fyrir
okkur og ég ráðlegg konum þetta reglulega sem leita til mín varðandi þessi mál.

Eigið þið ykkur „drauma“ úrræði fyrir börn og unglinga?

Það er ekkert eitt sem virkar, það þarf fjölbreyttari úrræði því ekkert barn er eins, og það er það sem við
viljum sjá.

Svona að lokum þá er gaman að segja frá því að í dag á Íris barn, mann og stjúpdóttur. Lifir fallegu og
heilbrigðu lífi og á í góðum og heilbrigðum samskiptum við fjölskyldu sína.
Enn þann dag í dag skilar vinnan sér sem var gerð á Varpholti/Laugalandi og eru þær mæðgur þakklátar því starfi sem fór fram þar með þeirra fjölskyldu.

Viðtal tekið af Valdísi Rán Samúelsdóttur.

 

900

Athugasemdir

Sjáðu villuna sem Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones keyptu!

Next Story »

Á að kenna hinseginfræðslu í grunnskólum? – Taktu þátt í könnun