fc06.deviantart.net_fs6_i_2005_104_9_2_Mafia__The_Wallpaper_by_Ka0z

Ísland í dag – Fylgjendurnir kjósa Mafíuna af því að Fræga Fólkið gerir það.

Mafían.
Íslandi er stjórnað af Mafíu. Þessi mafía laug sig til valda og það gerist alltaf á fjögurra ára fresti. Mafían sér um sig og sína, henni er drullusama um þegna landsins.

Fræga Fólkið.
Þetta er hópur fólks sem flestir eru frægir fyrir að vera frægir, en enginn er alveg viss um afhverju þetta fólk er frægt. Þessi hópur á fjölmarga Fylgjendur sem gerir LIKE við allt sem Fræga Fólkið gerir eða segir. Fræga Fólkið veit líka alltaf hvað er rétt og hvað er rangt. Og allt sem Fræga Fólkið gerir eða segir er rétt.
Og ef þú mótmælir eða dregur í efa það sem Fræga Fólkið segir eða gerir þá ráðast Fylgjendurnir á þig og leggja þig í einelti.
Fræga fólkið er til dæmis alltaf sammála Mafíunni vegna þess að annars gæti Mafían hætt að tala við Fræga Fólkið og þá yrði Fræga Fólkið ekki lengur frægt.

Fræga Fólkið kýs Mafíuna aftur og aftur, því það þorir ekki að gera Mafíuna reiða í sinn garð.

Fylgjendurnir.
Hópur fólks sem elskar, dýrkar og dáir Fræga Fólkið.

Fylgjendurnir kjósa Mafíuna af því að Fræga Fólkið gerir það.

Almúgurinn.
Í þessum flokki er fólk sem Mafíunni er alveg drullusama um. Almúgurinn reynir oft að mótmæla Mafíunni en þá verður Fræga Fólkið mjög hneykslað og skammast sín fyrir að vera Íslendingar. Fylgjendurnir verða líka hneykslaðir en eru samt pínu sammála Almúganum en þorir ekki að láta það í ljós svo Fræga Fólkið útskúfi þeim ekki.

Mafían fær síðan Almúgann til að kjósa sig aftur og aftur. Mafían ætlar að gera allt miklu betra en síðasta Mafía gerði … þó svo að síðasta Mafía sé sama Mafían sem drullaði og valtaði yfir allt og alla síðustu fjögur ár.

Þú sem býrð á Íslandi … Er það ekki bara frábært?

 

.

Andri Hrannar

900

Athugasemdir

Mæður ISIS – Horfði á menn stilla sér upp með stærðarinnar byssur, eins og unglingspiltar.

Next Story »

Flöskuborðið og sleikjan á djamminu – Myndband