joey-manbag_3064628k

Hver kannast ekki við að vera með stútfulla tösku af drasli?

Magda skrifar:

Hver kannast ekki við að vera með stútfulla tösku af drasli?
Hvernig kemst það allt oní töskuna og hver setti það þangað?

Ég hvolfdi minni og ég sver það ég kom ekki nálægt þvi að troða hana svona af drasli.
Ég fann varalitinn minn sem ég hélt ég hefði týnt (fyrir jól), hálft kinder maxi súkkulaði sem var orðið hvítt að utan, fullt af tyggjó, kassakvittanir fyrir sl ár liggur við ásamt þremur fimmhundruð krónaseðlum sem ég hafði köðlað svona saman við kvittanir og tannstöngla frá mismunandi matarstöðum.

Ég er enn að velta því fyrir mér af hverju ég var með ósoðið pasta í poka en trúlega ætlaði ég að elda það einhverntíman.

Stelpur og strákar endilega tæmið töskurnar ykkar !

Þetta myndband er ekkert annað en sannleikurinn ég komst að því sjálf.

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=640 height=240 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Hvernig á að blanda súkkulaði kokteil – Myndband

Next Story »

Skoðun þín á apple vörum mun gjörbreytast – Sjá myndband