e36a217278c1781596948d16d0388dc6c54632a56f0f54bd062f469b244eb457

Hossa hossa til að fá rosa bossa!

Anna Lovísa skrifar.

Rass, Glúte, Glúti, Bossi, Skott, afturendi…..

Pottþétt til fleiri orð yfir þennan stórkostlega líkamspart!

En ég er ekki að skrifa pistil til að kenna ykkur samheiti yfir rass.. Ónei!

Bossaæðið er búið að vera við völd í frekar langan tíma en vinkona mín Frú Kardashian West er búin að vera “trenda” þennan líkamspart með tilkomu “Belfie” myndanna af sínum lögulega rassi. Fyrir þá sem ekki vita hvað Belfie er þá er það sjálfsmynd af eigin rassi 😀 Skemmtilegt já.

Undirrituð hefur alltaf keppst við það að skarta ágætis botni til að samsvara þessum rosa lærum sem fengust greinilega í vöggugjöf.. tja eða með 11ára fótboltasprikli á uppvaxtarárunum.

Þannig aaaað oftar en ekki fæ ég spurningar um góðar rassaæfingar.

Buttlift tímar í líkamsræktarstöðvunum eru stútfullir og landinn æstur í það að “hugsa um sinn eigin rass” í fleiri en einni merkingu.

Ég ætla að fá að vera með í því og deila með ykkur góðum æfingum til að hjálpa þér að styrkja,tóna og móta rassvöðvana og jafnvel fleiri vöðva í kring!

Síðan sjáumst við dillandi bossum í sumar þegar við getum farið úr snjógallanum loksins og klætt okkur í betri fötin og leyft afrakstrinum að njóta sín!

Díll?

  1. Hnébeygja

Hnébeygjan er án efa árangursríkasta æfingin. Það eru fáar æfingar sem ýta undir vöðvastækkun eins mikið og hnébeygja. Hnébeygja er margliðamóta æfing sem setur mikið álag á allan líkamann og gerir það að verkum að þú notar líkamann sem eina heild. Í hnébeygjunni er mikilvægt að vera með rétta tækni, passa þarf að bakið sé beint og að hné fari ekki fram fyrir tær.

Hnébeygja

  1. Framstig

Byrjunarstaða í framstigi ætti alltaf að vera axlabreidd á milli fótanna til að hindara ójafnvægi í skrefinu. Þú stígur skref fram og beygir samtímis fremri fótinn svo þú myndir vinkil sem er um 90°

 

  1. Réttstöðulyfta á einum fæti í einu (stiffur)

Þessi er ein af mínum uppáhalds! Þú getur þjálfað nánast alla vöðvahópa líkamans með þessari frábæru æfingu og auðvitað jafnvægið líka. Stattu á öðrum fæti með báðar hendur á stönginni (getur einnig notað handlóð eða sleppt því algjörlega líka!) en hafðu hnéð örlítið bogið. Lyftu hinum fætinum aftur og upp frá jörðinni á meðan þú teygir stöngina (handlóðin/hendurnar) í átt að gólfinu. Lyftu fætinum eins hátt og þú treystir þér til en ekki fara of langt, best er að ná beinni línu frá höfði og aftur í hælinn án þess að byrja að halla höfðinu í átt að gólfi. Spenntu rass og lærvöðva á fætinum sem þú lyftir og haltu bakinu beinu allan tíman.

stiff

4.Hnébeygja á einum fæti í einu (one leg squat)

Hérna er hnébeygjan komin í smá skrautbúning og orðin erfiðari! Erfitt er gott!

Hafðu stól eða lyftingarbekk bak við þig til stuðnings en í þessari æfingu er gott að hafa þannig til að tylla rassinum á en ekki setjast alveg.

  1. Kassahopp

Kassahoppin eru einstaklega skemmtileg til að fá púlsinn til að hækka. Getur notað lyftingabekk,tröppur eða bara það sem þér dettur í hug en það þarf að vera stöðugt.

Mæli með að gera 10-15 endurtekningar af hverri æfingu og ef þið viljið bæta lóðum við þá er það auðvitað alltaf góður kostur og árangurinn fyrir þig meiri.

Smá auka “tips” í lokin til að hámarka brunan á æfingunni er að verða þér úti um sippuband og sippa á milli æfinga! Þá ætti púlsinn að hækka verulega og fitubrennslan að vera í hámarki hjá þér.

 

#lovisafit <3

(endilega hashtagga heilsulífstílinn þinn á fb eða instagram! Verð með leikfljótlega!)

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=620 height=220 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Fimm pund af vöðvum samanborið við fimm pund af fitu!

Next Story »

Það er allt að verða vitlaust á internetinu vegna – #FreeTheNipple