skrill

Hljóðmerki frá geimverum eða bara Sónar ?

Höfundur Dagmey Ellen

Tónlistarhátíðin Sónar var haldin dagana 12. – 14. Febrúar í Hörpu þar sem um 70 tónlistarmenn spiluðu bæði erlendir og íslenskir.

Hátíðinni var skipt niður á fimm svæði víðsvegar um Hörpu og meðal annars var bílakjallaranum breytt svo einskonar næturklúbbs stemmning myndaðist þar. Meðal þeirra sem stigu á svið í kjallaranum voru Exos með bilaða takta, Daniel Miller sem varð 64 ára þann 14.feb og mætti vera afi minn alla daga, hversu svalur er hægt að vera á þessum aldri ?

Nina Kraviz sem gerði allt vitlaust bæði með tónlist og fegurð sinni svo var það DJ Margeir sem lokaði Sónar með glæsibrag.

Skrillex átti án efa stærsta atriði hátíðarinnar þegar hann rústaði Hörpu þar sem samblanda af tónlist, ljósum, laserum og gasi gerði það að verkum að fólk trylltist á dansgólfinu.
Þeir sem ekki þekkja til gannast jafnvel með að um hljóðmerki frá geimverum sé um að ræða en mannfólkið kalli það mainstream dubstep, ekki er annað hægt en að hafa gaman af þessari samlíkingu og það er alveg á hreinu að Skrillex ætti ekki í erfiðleikum með að fá geimverur til að dansa sveittan dans hvenær sem er líkt og gestir Sónar gerðu um helgina.

Það má því sanni segja að fólk mun seint gleyma þeirri veislu sem átti sér stað á Sónar um helgina nema það hafi eytt heilu tónleikunum í sleik í stað þess að horfa á þau meistaraverk sem áttu sér stað á öllum sviðum Hörpu.

Þegar Skrillex var að byrja._MG_8443 Þegar Skrillex var hálfnaður._MG_8657 Þegar Skrillex þakkaði fyrir sig og kvaddi._MG_8696

 

Hér má sjá smá brot af myndbandi sem var tekið á tónleikum Skrillex, og svo fyrir neðan myndbandið má sjá myndir frá Sónar 12 – 14 feb.2015

#‎Sonar2015‬ ‪#‎SonarReykjavik‬ ‪#‎SkrillexRústarSónar‬ #‎Skrillex‬ ‪#‎Iceland‬ #‎Harpa‬ ‪#DjMargeir #Exos

Myndir Sveinbi

900

Athugasemdir

Dansandi femínísk flóðbylgja – sjáðu myndirnar og myndband úr Hörpu