wikimedia-commons-womens-suffrage-iceland-3

Hildur Lillendahl er ekki sjálfskipaður fulltrúi feminista. Þú kaust hana, ekki við.

Berglind Ósk skrifar facebook ljóðar status. (Ljóð)

Ísland.

Ísland af hverju læturðu blekkjast af loforðum um skuldaniðurfellingar?
Ísland af hverju hrekurðu hjúkrunarfræðinga og sérfræðinga af landi brott?
Ég er full samviskubits því ég er heppin að vera með fín laun.
Ég er heppin að geta sent barnið mitt í íþróttir.
Ég vil að barnið mitt fái góða menntun.
Ég vil frekar vera nakin heldur en svöng.
Ísland Hildur Lillendahl er ekki sjálfskipaður fulltrúi feminista.
Þú kaust hana, ekki við.
Geturðu tekið umræðuna upp á hærra plan?
Af hverju eru konur ennþá með lægri laun?
Veistu hvað nasisti er?

Ó borg mín borg.
Ég er borgarkona með minna vægi heldur en sú í sveitinni.
Ég vil bara skrifa ljóð og semja tónlist.
Þú gafst mér ritlistina í vöggugjöf.
Þú hæðir og lítur niður á listamenn.
Ísland, þröngvarðu vondu veðri upp á okkur bara til að við getum gert góða tónlist?
Ég get alveg frekar samið zúmba.
Eða er það svo ég fari ekki út að mótmæla?
Ísland af hverju kýstu alltaf svona léleg lög áfram í Eurovision?
Eitt lag enn.
Ísland ég get ekki rifið höfuðið úr rassgatinu á mér.
Ég á rétt á að mótmæla þegar ég vil.
Ég vil jöfnuð og sanngirni.
Ekki höfnun eða trúgirni.
Ég vil ekki vera reið þótt reiðin sé réttlát.
Ísland eigum við að reyna að vingast?

Ég er að tala við þig.
Ætlarðu að sannfæra okkur með leiðaranum í Morgunblaðinu?
Ég les frekar grapevine.
Þú þarft útlendinga til að sjá hvað er í raun og veru að gerast.
En ekki múslima
ekki pólverja ekki múslima ekki pólverja.
Moska gæti valdið hryðjuverki.
Þeir vilja hylja okkur með búrku.
Engin brjóst, bara búrku.
Brjóst eru ekki til í alvöru.
Ekki frekar en Píratar.

Ísland hvar er allt þetta Framsóknarfólk?
Ísland af hverju ertu svona fljótt að gleyma?
Ég reyni að læra af mínum mistökum.
Ég er hætt að lesa fréttir.
Sannleikurinn er meiri sannleikur heldur en fréttir.
Guð blessi þig!
Guð blessi mjólkursamsöluna!
Guð hjálpi þér!
Ísland hvenær hættiru að reyna að vera annað en þú ert?
Þér er ekki boðið.
Ég reykti einu sinni hass.
Ég reykti einu sinni innlent gras.
En núna reyki ég bara rúllaðar sígarettur og geðveikin hefur minnkað.
En hvað á ég að gera ef ég verð geðveik að sumri til?
Á þjóðkirkjan að lækna mig?
Ég er ekki lengur kristin.

Ísland ég á engan kvóta.
Ísland ég kann ekki að spara.
Mér finnst ég eiga rétt á að kaupa mér íbúð
og borða grænmetismat á veitingarstöðum.
Viðbótarlífeyrissparnaðurinn minn fer í íbúðarlánið.
Stundum er ég þakklát.
Hvenær verður þú þakklátt fyrir eldri borgara?
Hvenær muntu leyfa öryrkjum að eiga ketti?
Af hverju viltu að allir vinni svona mikið?
Ísland þú ert land mitt.
Ég er stolt af fólkinu okkar.
Ég er stolt af náttúrunni.
En ég get ekki verið stolt af þér.
Ísland þetta er alvarlegt mál.
Einkavæðing er engin töfralausn.
Hvenær ætlaru að hætta að ofsækja umhverfissinna?
Ég vil ekki vinna í álveri né áburðarverksmiðju.
Ísland ég ætla frekar að skrifa ljóð.
Ísland ég ætla ekki að gefast upp.

statberglind

 Birt með leyfi Berglindar.
900

Athugasemdir

Veruleikafirring “Ráðherra”

Next Story »

Sumir segja okkur hrokafull vegna þess að við krefjumst þess að menntun okkar sé metin til launa.