cute_baby_girl_with_red_flowers_hd_wallpaper__cute_little_babies

Hér er þannig búið að flokka réttindi barnsins í 4 flokka. Hvað finnst þer?

Dórothea Ruth skrifar

Það þykir frekar ótrúlegt að á 21.öldinni að þetta litla land okkar Ísland sé svo langt eftir á.
Það þykir sorglegt að sjá hversu margir foreldrar sem þrá ekkert heitar enn að fá að vera með barni/börnunum sínum, umgangast það/þau jafnt við hinn forsjár aðilann,fái bara sinjun þá sérstaklega feður, tala þá um feður í meirihluta ekki að það séu ekki mæður sem eru í sömu stöðu. Hvar er hagsmuni barnsins? Nei maður spyr sig.

Hvar er réttur barnsins.

Hvar eru raddir barnanna í svona málum. Hver gefur sér það bessaleyfi að tala fyrir hönd barnanna ?

 

Hér má lesa færslu foreldrajafnrétti.

Foreldrajafnrétti eru félagasamtök í sjálfboðaliðastarfi sem berjast fyrir réttindum skilnaðarbarna. Nafnið var valið með það að markmiði að beina sjónum að mikilvægi þess að foreldrar séu jafnir fyrir lögum og um leið að barnið /börnin séu aðalatriðið og réttindi þeirra, þegar ákvarða skal búsetu, samveru, umönnun, ábyrgð, fjármál og aðra hagsmuni barnsins.

Margir sem ekki þekkja gera sér ekki grein fyrir því að þegar barn á Íslandi lendir í skilnaði, þá breytast réttindi þess umtalsvert til hins verra. “KERFIД flokkar barnið í marga flokka sem oft tengjast lítið innbyrðis og veldur það alskonar ruglingi, óréttlæti, mismunun og beinlínis leiðir til hættulegra áhrifa með vondum afleiðingum fyrir barnið. Dæmi um þetta er að þó barnið eigi tvo foreldra, þá mun barnið eiga aðeins eitt lögheimili, og veldur því að hitt heimilið er réttlaust með öllu.

Ekki er hægt að tryggja barnið á því heimili, ekki fást bætur, lán eða fjárhagslegur og félagslegur stuðningur á það heimili. Barnið fær skilgreindann flokk um réttindi til umgegnis og forsjá hvors foreldris og svo um meðlag. Hér er þannig búið að flokka réttindi barnsins í 4 flokka. Lögheimili, forsjá, umgengni og meðlag. Barn getur þannig fengið meðlag á lögheimili frá öðru foreldrinu, en það foreldri sem greiðir, fær engan stuðning og þarf því að greiða tvöfaldann kostnað af veru barnsins hjá sér.

Forsjá þýðir næstum aðeins eitt, og það er að ekki megi fara með barnið úr landi, án samþykkis hins. Úrskurður um umgengni hefur ekkert með forsjá, meðlag eða lögheimil að gera og því hafa sumir foreldrar lent í því að greiða tvöfalt meðlag, en sjá börnin sín ekkert, eða hafa fullt forræði, borga meðlag, en aðeins hitta börnin sín yfir helgi. Dæmi eru um að í forræðismáli gagnvart dómi, þá hafi öðru foreldrinu sem sóttist eftir að fá meiri umgengni verið dæmt minni umgengni, þrátt fyrir að ekki væri sýnt fram á að það væri byggt á hagsmunum barnsins, eða forsendur væru til að dæma í minni umgengni.

Það er heldur ekki gott þegar barnið hafi engan rétt eða möguleika á að sækjast eftir því að auka samvistir og umgengni við það foreldrið sem það er minna hjá, því eins og lögin skilgreina þetta og dómar hafa sýnt fram á, þá virðist lögheimilið hafa algjöran forgang, og talsverður meirihluta slíkra mála hefur móðirinn lögheimilið, óháð stöðu, vilja, getu eða óska föðurs, eða barns. Foreldrajafnrétti telur augljóst að einfalt væri að breyta lögum og reglum um þetta, og að það væri augljósir hagsmunir samfélagsins að bæta hagsmuni barna í þessum málum. Við myndum fækka deilum, dómum og kostnaði sem af deilum hljótast í samfélaginu, og við myndum bæta líðan barna og forsendur þeirra til að vaxa og dafna við góðar aðstæður og þannig verða frekar að góðum og gegnum borgurum framtíðarinnar.

Hvað vilt þú ? – Okkur vantar liðstyrk !! – Við þurfum samstöðu !! – Deildu þessum pósti áfram !!!

900

Athugasemdir

Ég settist niður eina nóttina þegar ég var andvaka og byjaði að skrifa

Next Story »

Magnað fatlaðra stæði í Rússlandi ! Sumir ökumenn mættu fara hugsa