11101902_10206316134120648_781893459_n

Hattur Kjóll og skór, Elskar Tattoo skegg og svartan bol

Krisín Halldóra skrifar:

Ég hef oft verið að velta hinum ýmsum hlutum fyrir mér þá meina ég allt á milli himins og jarðar hvaða verð er á bleyjupakka til þess hvað verður um okkur þegar við deyjum.
Mér finnst ofboðslega gaman og gott að setjast uppi lestina með tónlistina mina á spotifyinu og vita að nú styttist í starbucks kaffið mitt og ég verð heil á ný en lika að horfa og fylgjast með fólki i kringum mig því við erum öll svo rosalega ólík.

Fyrir nokkrum mánuðum síðan fór ég og vinkona mín í smá lestarferð og sáum við eitt yndislegt dæmi sem að fékk mig til að stækka sjónbauginn minn.
Ég er þessi stelpa sem elska kjóla og skó, ég get svo svarið fyrir það ef ég ætti nóg af peningum þá myndi ég versla mér eitt par af hvoru á hverjum degi,mér hefur alltaf fundist svo fallegt að sjá konur i kjólum og fallegum skóm oftast sé ég þessar konur með mönnum sem að já eru i svona stíl við kjólana sem við konurnar eru i þá meina ég töff gallabuxur og flottri skyrtu, bol eða peysu og flottum skóm.

Já þau samsvara sér vel fatalega séð, hef samt ekki hugmynd hvort sambandið sé eins fallegt og fötin en það er önnur saga.
En allavegana þá urðum við vitni af því þegar við sátum i lestinni að það kemur inn stór og mikill maður um 30-35 ára og sest á næsta borði við okkur hann var svolitið svona já þessi móturhjóla týpa í gallabuxum og svörtum bol með sítt hàr i taggli mikið skegg og fullt af tattooum i svona vinnu svörtum íþróttaskóm samt mjög sætur virkilega myndalegur maður en það fyrsta sem ég hugsaði, af þvi ég er nú þessi kjólastelpa var ohhh afhverju klippir hann sig ekki og rakar sig.

Og hefur frekar svona þriggja daga skegg og fer frekar i skyrtu, usss hann yrði svo flottur þannig ( stilistinn í mér fór strax að vinna i þvi að breyta honum i huganum).
Ég sé að hann er með bakpoka með sér sem hann hefur mjög nálægt sér ég fékk á tilfinninguna að hann væri að passa vel uppá bakpokann sinn, annað hvort væri hann með eitthvað ólöglegt i þessum bakpoka eða eitthvað dýrmætt (spæjarinn i mér sagði eitthvað ÓLÖGLEGT ) svo ég hélt áfram að fylgjast með honum og sá að hann var alltaf eitthvað i simanum svona svolitið alvarlegur eina minótuna og brosandi hina dises hvað ég var orðin forvitin vildi helst bara spyrja hann beint út hvað hann væri að bralla en þar sem ég er kjólastelpa þá spyr maður ekki svoleiðis.
Já já ok ég veit að engin heilsteypt manneskja myndi spyrja ókunnan mann þessa spurningu.

Hej hérna fyrirgefðu en hvað ertu með i bakpokanum ertu smeygla einhverju ólöglegu, hvað þà mann með tattoo, sítt hár skegg i svörtum bol og svörtum vinnu Íþróttaskónum neipp ekki ég svo ég hélt bara áfram að gjóa augunum i áttina að honum og sem betur fer tók hann ekki eftir neinu þvi hann var svo einbeittur i simanum að hann hefði ekki einu sinni orðið var við það þótt það stæði maður með byssu beint að hausnum hans fyrir en skotið hefði verið hleypt af.

Ég ákvað að reyna heyra hvað hann var að segja ( já min ætlaði sko að fara bjarga heiminum já þessir síðhærðu tattoo skegguðu menn i svörtum bolum og íþrottaskóm eru stór hættulegir ) en það eina sem ég heyrði var já ég er i lestinni núna, ég er laus allan daginn sé þig eftir smà og svo dregur hann bakpokann nær sér. ÞETTA ER KRIMMI það var alveg komið à hreint hjá mér ég var alveg buin að sjá hryðjuverkið fyrir mér var meira seiga orðin pínu smeik að sitja svona nálægt honum en ég er kjólastelpa svo ég sat kyrr á minum stað og og hélt áfram að tala við vínkonu mína.

Hann hélt áfram i simanum og ég hélt áfram að pæla i þvi afhverju hann klippti sig ekki og rakaði, jú jú ég er með smá athyglisbrest en það er bara gaman af því, èg næ að hugsa um svo margt á skömmum tíma.
Ég er hálfnuð á áfangastaðinn og var svo að vonast til að hann færi út á hverri einustu stoppisstöð sem lestinn stoppaði á enn neppp áfram sat hann og ég að reyna leysa ráðgátuna hvað sé i þessum bakpoka sem að var (nota bene) komin á milli lappana hans núna.
Lestinn stoppar og inn kemur fleira fólk ég tek extra vel eftir stelpu sem kemur þarna inn hún er svona kjólastelpa eins og ég í æðislegum kjól geggjuðum skóm og slegið slétt hár með hatt.
Vá hvað hún er falleg hugsaði ég og sá strax að þetta er þessi góðhjartaða týpa.

Ég sé að hún kemur nær mér hún er eflaust að leita af lausu plássi (hélt ég ) svo byrjar fólks fjöldinn að mínka ég sé að mótuhjóla strákurinn stendur snögglega upp og labbar til hennar og réttir henni þessi fallegu blóm hún brosir, faðmar hann og þakkar fyrir þau (og ég i sjokki) svo sest hún hjá honum hann var eitt stórt bros og svo feiminn.
Svo allt í einu situr drengurinn hendina sína ofan i bakpokann og hvað haldið þið hann taki upp jú eitt stk hvitvinsflösku og segir svo ég vona að þér finnist þessi tegund góð þvi mér finnst hún mjög góð,
með rosa feimnis tóni.

Hefði hann ekki verið með allt þetta skegg þá hefði hann verið með eld rauðar kinnar en skeggið bjargaði honum allaveg.
Já gott fólk hann var ekki geðsjúklingur ný komin úr fangelsi og ætlaði að hefna sin á öllum hann var bara mjög rómatiskur maður sem passaði uppá að hvitvinið og blómin voru enþá 100% þegar draumastelpan birtist.
Hann var heldur ekkert að fara gera neitt hríðjuverk heldur var hann bara að fara á deit með kjólastelpunni sem var i fullkomnum skóm við kjólinn og bar æðislegan hatt.
Þau töluðu saman og hlóu mikið, eftir allt þetta sá ég líkingu með þessum strák og pillunni honum er sirka 98% treystandi hann tók augun ekki af henni allan tímann.
Minnti mig svolitið mikið á Edward og Bellu i twilight ohh þetta er svo geggaðar myndir.

þótt það voru að koma aðrar sætar stelpu inn i lestina þá leit hann ekki einu sinni upp hann sýndi kjólastelpunni svo mikla virðingu að það var fallegt að horfa á þau.
Allt í einu var andlitið hans ekki lengur krimma andlit hann var þessi góði gæi i ljótu fötunum með fallega hjartað og hrikalega skotinn i henni.
Við vorum komin á endastaðinn og lét ég þau fara fyrst ut ( auðvitað til að geta fylst með endirnum á bíómyndinni minni) hann stendur upp og hún líka (svo ég) og þau labba saman ut bæði með stórt bros á sér svo spennt fyrir daitinu sem er að fara eiga sér stað.
Þarna lærði ég að minna sjálfa mig á það að dæma ekki það sem augað sér.
En er það kannski málið erum við alltaf að leita af rétta makanum fyrir augað frekar en fyrir hjartað.
Eins og þarna var ég fljót búin að breyta manni sem ég hélt að væri krimmi úr krimma i yndislegan mann en bara útlegslega séð, hann þurfti enga breytingu að halda hann var fullkominn i hennar augum.

Hún allavegana fór ekki eftir auganu heldur hjartanu.
En ætli hann hafi farið eftir auganu ? hún var rosa falleg og örugglega þessi góðhjartaða stelpa sem vill hjálpa öllum svo hann datt i lukkupottinn fyrir að vera hann sjálfur.
Ég veit samt ekkert hvernig þeirra Saga endaði en mín útgáfa af henni endar þannig að þau giftu sig eignast 3-4 börn og lifðu svo hamingjusöm restina af lífinu í kastala á geggari eyju með fullt af móturhjólum og kjólum.

já svo bara til að fullkomna þetta þá valdi hann rétt þetta var svo eitt af uppahalds hvitviniðunum hennar.

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=620 height=220 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Eftir nokkur svona atvik þá þorði ég loksins að spyrja einhvern aðila sem var að hlæja að mér af hverju svo væri!

Next Story »

#FreeTheNipple og feðraveldið