cb_alcoholics_anonymous_ll_120314_wg

Hann spurði afhverju en ég gat ekki svarað, ég bara hljóp út!

Ég sá grein á mbl.is um kynferðisofbeldi í AA samtökunum
MBL – Kyn­ferðisof­beldi í AA sam­tök­un­um

Mig hefur lengi langað að tjá mig um þetta en gerði aldrei. Þegar ég svo sá ég þessa grein á mbl ákvað ég að láta vaða, en ég er ekki tilbúin að gefa til nafns, þannig þetta er stutta sagan mín sem mig langar að láta flakka, ég held að mér muni líða betur.
Í dag veit ég betur, og er enn að læra og mun læra hvern dag sem ég lifi.
Ég er búin að vera edrú í 2 ár núna, fyrst þegar ég var að byrja í AA þá lærði ég þetta einmitt með 13 sporið, og tók seint eftir því hvað þetta er algengt. Í dag er ég að sjá þetta aftur og aftur bæði með stráka og stelpur.

Því miður þá er 13 sporið að skemma AA samtökin gríðalega. 13 sporið er í raun þegar einhver notfærir sér veikleika fólks til þess að láta það gera hluti sem það vill jafnvel ekki gera, oftar en ekki er þetta kynferðisofbeldi. Hafa skal í huga að hvort sem um er að ræða að strjúka yfir líkamspart eða nauðgun (ósamþykktar samfarir) er það ávalt jafn alvarlegt ef verið er að brjóta á einhverjum.

Hér í minni frásögn fáið þið að sjá hvernig 13 sporið er til að mynda notað.

Ég lenti í þessu sjálf, ég fór með einum strák sem hefur verið edrú í nokkur ár og ég hélt að hann væri að fara hjálpa til við að koma lífi mínu á réttan veg. Hann fór einmitt að reyna kyssa mig, koma við lærið mitt, og inná milli fór hann að tala um AA bókina, svo fór hann alltaf nær og nær og talaði um að hjálpa mér að vera edrú og eiga gott líf. Ég trúði honum því hann var búin að vera edrú í nokkur ár en tíminn leið og ég var hrædd, mjög hrædd, ég titraði og sagðist þurfa fara. Hann spurði afhverju en ég gat ekki svarað, gat ekkert sagt nema “bara” og hljóp út.
Í dag er ég að sjá þetta aftur og aftur og bæði stelpur og strákar eru enn að koma að mer og ætla að gera rosalega hluti edrú.

Þriðja sinn sem ég fer í AA fæ ég mér trúnaða vinkonu en hún fór að tala um akkúrat þetta sem ég hef verið að upplifa. Fyrsta sinn sem hún gekk í AA aðeins 18 ára gömul fékk hún nokkur boð frá strákum aðeins sem ætluðu að hjalpa henni að vera edrú, einn var svo góður að hann fékk hana með sér heim og þar var tekið *13 sporið*. Hræðslan hennar var svo mikil að hún þorði ekki nema gera það sem hann bað hana um að gera en sá maður var um 30 ára þá. Hún sagði mér þá sögu að þessi maður byrjaði að klappa henni og talaði um jesús inn á milli. Hann setti hendina á lærið og fór nær og nær kynfærum sem endaði með því að stúlkan var nakin og daginn eftir fór hún heim en þorði ekki á fund aftur í góðan tíma.

Ég og hún erum búin að tala mikið saman í 2 ár og ræða 13 sporið aftur og aftur, og erum enn að spá í þessu og erum mikið að heyra hversu algengt þetta er.

Það vantar virkilega fræðslu um þetta og fólk þarf að tala um þetta oftar við vini, trúnaðar fólk og fjölskyldu.

Fyrir stuttu fæ ég til mín stelpu, sem spurði mig hvað er þetta 13 spor?
Ég talaði við hana í trúnaði og útskýrði 13 sporið. Eftir að ég hafði útskýrt fyrir henni varð hún hissa og sagði mér að það væri sæt stelpa hérna á sömu fundum sem væri alltaf að tala við sig og eingöngu um kynlíf, hún ætli að ná sér heim og ríða. Stelpan hélt áfram að segja mér frá:
“Málið er að ég er skotin í henni, ég er semsagt bæði fyrir stelpur og stráka en hún talar alltaf um að fá mig heim og klæða mig úr en ég er bara ekki tilbúin í það. Það verður samt eitthver hiti á milli okkar en ég næ alltaf að koma með afsökun því ég er ekki þora og ég vil vera edrú, líf mitt er í rúst og ég er ekki að sjá að þetta sé að virka. Hún bætir svo við ég veit ekki hvað ég á að gera ég vil ekki vera þarna í AA en verð að vera þarna því ég er hrædd um líf mitt. Ég fæ skilaboð á facebook frá henni reglulega þar sem hún spyr hvað varð um mig, þetta er mikið áreiti, samt hugsa ég alltaf um hana því hún er vel sæt”.

Þessi stelpa sem kom með þessa stuttu sögu til mín, datt í það og er enn úti og engin veit hvað verður um hana. Ég fekk skilaboð frá henni rétt áður en hún datt í það: “Takk fyrir spjallið ég er farin því gamla lífið er að kalla á mig aftur, sjáumst vonandi sem fyrst”. Ég sendi henni til baka en ekkert svar fengið ennþá. Ég veit af henni þarna úti en spurningin er hversu lengi fæ ég að vita um hana, kemur hún aftur eða hvað?

13 Sporið er hættulegt og siðlaust og er notað oftar en hin 12 sporin en það er virkilega sorglegt hvernig margir eru. Oft spyr ég mig afhverju er þetta svona, afhverju er þetta svona erfitt, því þarf að vera til fólk sem er ekki hæft í þjóðfélaginu.

AA er gott og ég mæli með því en ég vil minna samt sem áður á að ef þú ert ein/n af þeim sem þarft á AA að halda, þá þarf að hafa þetta í huga varðandi 13 sporið. Farðu varlega, lærðu og taktu við reynslu annarra. Passaðu að lesa þér vel til, tala við fólk og ekki hika við að fá ráð. Ekki taka spor sem þú þekkir ekki eða veist ekki út á hvað gengur. Ekki láta aðra taka spor sem þú myndir ekki vilja taka sjálf/ur.

Hér má sjá MBL greinina.
http://www.mbl.is/smartland

[useful_banner_manager_banner_rotation banners=5,6 interval=4 width=620 height=220 orderby=rand]

900

Athugasemdir

Opnunartímar um Páska 2015

Next Story »

Ætlarðu að gráta á meðan þú horfir á þetta myndband?