psychoactive-drugs-treat-mental-disorder

HALLÓ EITURLYF ég tek börn frá foreldrum og foreldra frá börnum

Sönn vísa frá höfund sem er ófundinn.

HALLÓ, EITURLYF hér – ég rústa heimilum, ríf fjölskyldur í sundur, tek börnin frá ykkur, og þetta er bara byrjunin. Ég kosta meira heldur en demantar, meira en gull, sorgin sem fylgir mér er sjón til að sjá.

Ef þú þarfnast mín, mundu að það er auðvelt að finna mig, ég er allstaðar í kringum þig, ég er í skólum og í samfélaginu. Ég bý með þeim ríku, þeim fátæku líka, ég bý neðar í götunni og jafnvel er ég nágranni þinn.

Máttur minn er æðislegur; prófaðu bara og þú munt sjá hann, en ef þú prófar mig munt þú ALDREI sleppa. Prófaðu mig einu sinni og kannski ég sleppi þér, en prófaðu mig tvisvar og sál þín er mín. Þegar ég stjórna þér, stelur þú og lýgur. Þú gerir hvað sem er bara til þess að komast í vímu. Glæpirnir sem þú fremur, bara til að finna fyrir mér munu verða þess virði þegar þú hefur mig í örmum þínum.

Þú munt ljúga að móður þinni, stela af föður þínum. Þegar þú sérð tár þeirra, ættiru að finna fyrir sársauka.

En með mér gleymiru samvisku þinni, uppeldi þínu, ég verð samviska þín. Ég mun kenna þér mína siði.

Ég tek börn frá foreldrum og foreldra frá börnum, ég mun láta þig gleyma guði og rek vini þína burt. Ég mun taka allt frá þér, útlit þitt, stoltið þitt, ég mun alltaf vera með þér, ávallt við hlið þér. Þú gefur allt frá þér, fjölskyldu þína, heimili þitt, vini þína, peninga þína. Þú verður einn. Og ég mun taka og taka frá þér þangað til ekkert er eftir til að taka. Þegar ég er búinn með þig verðuru heppinn ef þú lifir það af.

Ef þú prófar mig máttu vita að þetta er enginn leikur. Ef tækifærið kemur mun ég gera þig brjálaðan. Ég eyðilegg líkama þinn, stjórna huga þínum. Ég mun eiga þig af hjarta og sál. Sál þín er mín. Martraðirnar ég gef þér þegar þú liggur í rúminu, raddirnar heyrir þú öskra í hausnum. Sælan og skjálftarnir og hlutir sem þú munt sjá.

Ég vil bara að þú vitir að þetta er gjöf frá mér til þín. En síðan verður það of seint og þú sérð það í hjarta þínu að þú ert á mínu valdi og við munum aldrei skilja að. Þú munt sjá eftir að hafa prófað mig, þeir gera það alltaf. En þú komst til mín en ekki ég til þín. Þú vissir að þetta myndi gerast. Þér var sagt það svo oft, en þú vildir bara prófa og valdir þessa leið. Þú hefðir getað neitað og bara labbað í burtu, ef þú gætir endurlifað þennan eina dag, hvað myndiru segja? Ég mun drottna yfir þér, þú verður þræll minn, ég mun meira að segja fylgja þér í gröfina.

Nú þegar þú hefur hitt mig, hvað munt þú gera? Ætlaru að prófa mig eða ekki? Þetta er allt undir þér komið. Ég get boðið þér meiri kvöl en orð fá lýst. Komdu, taktu í hönd mína og leyfðu mér að leiða þig til helvítis. 

Orð Helgu!

ELSKU VINIR HÖFUM ÞESSI ORÐ Í HUGA! ALLTOF MARGIR BÚNIR AÐ FALLA FRÁ OG ALLTOF MIKIÐ AF GÓÐU FÓLKI AÐ FARA SLÆMA LEIÐ Í LÍFINU HUGUR MINN ER HJÁ FJÖLKYLDUM OG AÐSTANDENDUM FÍKLA OG ALKAHÓLISTA!!

900

Athugasemdir

Hvað þarf til þess að stoppa okkur?

Next Story »

Að eiga barn með einhverfu er eins og..