Home-page-1vs08ur

Getur þú gefið ráð? – 16 ára íslensk stúlka í vandræðum!

depression-in-teenagers1

Aðsend grein.

Okkur á monroe.is barst þessi hjálparbeiðni og biðjum við lesendur um að hvetja þessa ungu stúlku til góðra verka!

Hæ hæ, ég vona að þetta verði birt hjá ykkur á síðunni ykkar.

Sko ég er 16 ára stelpa, og er sjúklega ástfangin af kærastanum mínum. Hann er mjög vinsæll og flott vaxinn, en það er eitt vandamál. Við reykjum mjög mikið gras og útaf því gerum við mjög lítið. Ég er orðin mjög þunglynd eftir að við byrjuðum að gera þetta svona mikið. Ég hugsa stundum um að langa að deyja, ég er að klára 1 bekk í menntó og ég get varla lært fyrir próf því ég er með ótrúlega mikinn kvíða. Ég er mjög hrædd við að hætta að reykja gras, því ég er viss um að þá hættir kærastinn minn með mér.hann hefur oft sagt að hann mundi ekki nenna að eiga kærustu sem reykti ekki gras og ég vill alls ekki missa hann. Ég las hérna um daginn um stelpu sem var nauðgað og þá hugsaði ég að kanski ef þið munduð birta þetta þá kanski gæti ég fengið ráð. Ég nenni ekki lengur að vera þunglynd og með kvíða og gera ekkert. Ég var alltaf ótrúlega dugleg í íþróttum og í skóla, núna er ég ekki að gera neitt nema vera með honum og vinum hans. Ég og mamma rífumst ótrúlega oft útaf þessu og ég er bara að deyja úr samviskubiti að vera alltaf að ljúga að henni. Kærastinn minn skilur þetta ekki, hann segir bara að ég sé ímyndunarveik og að mamma eigi ekki eftir að fatta neitt. En það er ekki það sem ég er með áhyggjur af, ég vil segja mömmu þetta, en ég veit bara að hún á eftir að banna mér að hitta hann aftur. Ég er alveg lost í þessu, mér líður eins og ég sé að velja á milli, en mig langar bara að fá gamla lífið mitt aftur. Ég sakna ótrúlega mikið að vera bara með vinkonum mínum og mæta á æfingar, en þær nenna ekki að hanga með mér lengur og segja að ég sé á slæmum stað að vera með gaur í neyslu. Ég er búin að segja þeim að hann reyki bara gras, hann drekkur eiginlega aldrei og fer að æfa oft í viku svo hann er ekkert slæmur þannig. Ég vildi bara að þetta væri eins og í fyrra þegar við vorum alltaf að gera eitthvað og svo líka sakna ég bara mömmu, því við vorum mjög góðar vinkonur en núna tölum við eiginlega ekki saman án þess að rífast.

En svona í alvöru ef þið getið gefið mér ráð þá væri ég ótrúlega þakklát.

Kveðja, stelpan sem elskar kærastann sinn.

 

Ráð frá ungfrú Monroe

 

Elsku snúlla, ég ráðlegg þér að tala við mömmu þína og vera heiðarleg við hana. Það er ekkert verra en að fara á bakvið þá sem maður elskar. Mamma þín á ekki eftir að verða óvinur þinn og örugglega saknar hún þín jafn mikið og þú hennar. Vinkonur þínar koma til baka um leið og þú snýrð við blaðinu og ég get lofað þér að ef kærastinn þinn er jafn ástfanginn af þér eins og þú af honum missiru hann ekki, og ef hann fer þá var hann ekki þess virði. En enn og aftur þá hvet ég þig til að vera heiðarleg við mömmu þína áður en að þú missir alveg stjórn á lífi þínu. nSvo er hægt að fá hjálp frá námsráðgjafa varðandi svona mál, og þeir geta aðstoðað þig varðandi að ræða við mömmu þína :)

900

Athugasemdir

Það er ekkert mál fyrir Jón Pál. F. 28.04.1960 D. 16.01.1993 R.I.P

Next Story »

Svakaleg frásögn! – Íslensk kona kemur annari til bjargar og lögreglan sýndi yfirvald og hroka!